Þetta verður járn í járn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2013 13:00 Mynd/Anton „Það er alltaf fjör þegar þessi tvö lið mætast," segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fyrir leik sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Liðin eigast við í Stykkishólmi klukkan 19.15 en það verður fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Snæfell hafði betur gegn Njarðvík í spennandi viðureignum í 8-liða úrslitunum. Ingi Þór var fyrst og fremst ánægður með hafa komist í gegnum þá rimmu, þó svo að spilamennskan hafi ekki verið upp á tíu. „Við vorum ekki að spila okkar besta bolta enda að spila gegn góðu liði. En mér fannst rimman gera okkur betri. Við náðum að stíga upp og bæta okkur í hverjum leik." „Við höfum svo nýtt helgina í að skoða okkur sjálfa og gera okkur tilbúna fyrir nýja rimmu. Það er alltaf heilmikið sem hægt er að laga, bæði í vörn og sókn." Hann á ekki von á öðru en að Stjörnumenn mæti grimmir til leiks þrátt fyrir erfiðan slag gegn Keflavík í 8-liða úrslitunum. „Ég á von á að þeir verði mjög vel gíraðir eftir þessa leiki. Stjörnuliðið er svo hlaðið vopnum og er með gríðarlega sterka leikmenn í öllum stöðum. Það sem gildir er að stoppa liðið í heild fremur en að einbeita sér að 1-2 leikmönnum." Justin Shouse, Stjörnunni, gengur ekki heill til skógar eftir að hafa fengið heilahristing fyrir rúmri viku. „Hann spilaði 35 mínútur í síðasta leik. Hann er mikill baráttumaður og ég trúi ekki öðru en að hann verði á fullu í kvöld." „Þeir misstu Jovan [Zdravevski] í leikbann í oddaleiknum gegn Keflavík en unnu samt. Það er styrkleikamerki og sýnir hversu góðan leikmannahóp Stjarnan er með." Hann segir að það séu allir heilir hjá sér. „Það er bara þannig að ef þú ert í búning þá ertu heill. Það er apríl og menn geta bara hvílt sig í sumar." Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
„Það er alltaf fjör þegar þessi tvö lið mætast," segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fyrir leik sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Liðin eigast við í Stykkishólmi klukkan 19.15 en það verður fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Snæfell hafði betur gegn Njarðvík í spennandi viðureignum í 8-liða úrslitunum. Ingi Þór var fyrst og fremst ánægður með hafa komist í gegnum þá rimmu, þó svo að spilamennskan hafi ekki verið upp á tíu. „Við vorum ekki að spila okkar besta bolta enda að spila gegn góðu liði. En mér fannst rimman gera okkur betri. Við náðum að stíga upp og bæta okkur í hverjum leik." „Við höfum svo nýtt helgina í að skoða okkur sjálfa og gera okkur tilbúna fyrir nýja rimmu. Það er alltaf heilmikið sem hægt er að laga, bæði í vörn og sókn." Hann á ekki von á öðru en að Stjörnumenn mæti grimmir til leiks þrátt fyrir erfiðan slag gegn Keflavík í 8-liða úrslitunum. „Ég á von á að þeir verði mjög vel gíraðir eftir þessa leiki. Stjörnuliðið er svo hlaðið vopnum og er með gríðarlega sterka leikmenn í öllum stöðum. Það sem gildir er að stoppa liðið í heild fremur en að einbeita sér að 1-2 leikmönnum." Justin Shouse, Stjörnunni, gengur ekki heill til skógar eftir að hafa fengið heilahristing fyrir rúmri viku. „Hann spilaði 35 mínútur í síðasta leik. Hann er mikill baráttumaður og ég trúi ekki öðru en að hann verði á fullu í kvöld." „Þeir misstu Jovan [Zdravevski] í leikbann í oddaleiknum gegn Keflavík en unnu samt. Það er styrkleikamerki og sýnir hversu góðan leikmannahóp Stjarnan er með." Hann segir að það séu allir heilir hjá sér. „Það er bara þannig að ef þú ert í búning þá ertu heill. Það er apríl og menn geta bara hvílt sig í sumar."
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira