Starfsmaður stal flóttabíl þjófanna Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2013 10:45 Tveir vopnaðir ræningjar birtust um daginn inná gólfi Burger King skyndibitastaðar í Stockton í Kaliforníu. Einn starfsmaður staðarins sem ræningjarnir tóku ekki eftir laumaði sér út af staðnum. Í stað þess sem flestir myndu gera, þ.e. að forða sér í skyndi, þá settist hann uppí bíl ræningjanna og ók honum stuttan spöl í var. Fyrir vikið höfðu þeir engan bíl til flóttans eftir ránið og lögreglunni reyndist auðvelt að finna þá á opnu svæði í nágrenni staðarins. Starfsmaðurinn verður tæplega ákærður fyrir bílþjófnað, en líklegra er að hann verði kjörinn starfsmaður mánaðarins á staðnum, ef ekki á landsvísu! Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Tveir vopnaðir ræningjar birtust um daginn inná gólfi Burger King skyndibitastaðar í Stockton í Kaliforníu. Einn starfsmaður staðarins sem ræningjarnir tóku ekki eftir laumaði sér út af staðnum. Í stað þess sem flestir myndu gera, þ.e. að forða sér í skyndi, þá settist hann uppí bíl ræningjanna og ók honum stuttan spöl í var. Fyrir vikið höfðu þeir engan bíl til flóttans eftir ránið og lögreglunni reyndist auðvelt að finna þá á opnu svæði í nágrenni staðarins. Starfsmaðurinn verður tæplega ákærður fyrir bílþjófnað, en líklegra er að hann verði kjörinn starfsmaður mánaðarins á staðnum, ef ekki á landsvísu!
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent