Nadal flengdi Federer í Róm Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2013 11:41 Rafael Nadal við keppni í gær. Mynd/GettyImages Spánverjinn Rafael Nadal fór illa með Svisslendinginn Roger Federer í úrslitaleik Opna ítalska meistaramótsins í tennis sem lauk í gær. Nadal hreinlega flengdi Federer í úrslitaleiknum og vann leikinn í tveimur settum, 6-1 og 6-3. Aðeins tók 68 mínútur að ljúka leiknum sem þykir stuttur leiktími í tennisheiminum. Nadal hefur verið í frábæru formi síðan hann snéri tilbaka úr meiðslum í febrúar. Hann var frá keppni í sjö mánuði vegna meiðsla en hefur nú unnið sex af síðustu átta mótum sínum og er þetta í sjöunda sinn sem þessi 26 ára tennisleikari sigrar á Opna ítalska. „Það er algjör draumur fyrir mig að hafa unnið sex mót af síðustu átta. Ég hefði aldrei trúað að ég gæti náð þessum árangri þegar ég snéri tilbaka í febrúar,“ segir Nadal. Opna franska meistaramótið, sem er eitt af risamótunum fjórum í tennisheiminum, er framundan og þykir Nadal nú sigurstranglegastur. Með sigrinum í gær fór Nadal upp í fjórða sæti heimslistans og kemur það í veg fyrir að hann geti mætt besta tennisleikara heims um þessar mundir, Serbanum Novak Djokovic, fyrr en í undanúrslitum á Opna franska mótinu.Nadal í sérflokki á leirvöllumLeikið var á leirvelli á Opna ítalska mótinu um helgina en það er einnig gert á Opna franska. Það eru fáir tennisleikarar sem leika betur á leir en Nadal og réð Federer ekkert við Spánverjarnn. „Hann lék mjög sókndjarft frá upphafi. Nadal gerði ekki mörg mistök og átti mjög góðan leik. Rafa hafði mun meiri toppspuna en allir aðrir í mótinu og ég réð illa við það. Ég reyndi að sækja en því miður þá átti ég ekki minn besta dag,“ sagði Federer. Nadal hefur unnið 11 stórmót á ferli sínum og hafa sjö sigrar hans komið á Opna franska. Hann þykir því mjög sigurstranglegur og yfirburðir hans á leirvelli þóttu augljósir á Opna ítalska um helgina. Erlendar Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal fór illa með Svisslendinginn Roger Federer í úrslitaleik Opna ítalska meistaramótsins í tennis sem lauk í gær. Nadal hreinlega flengdi Federer í úrslitaleiknum og vann leikinn í tveimur settum, 6-1 og 6-3. Aðeins tók 68 mínútur að ljúka leiknum sem þykir stuttur leiktími í tennisheiminum. Nadal hefur verið í frábæru formi síðan hann snéri tilbaka úr meiðslum í febrúar. Hann var frá keppni í sjö mánuði vegna meiðsla en hefur nú unnið sex af síðustu átta mótum sínum og er þetta í sjöunda sinn sem þessi 26 ára tennisleikari sigrar á Opna ítalska. „Það er algjör draumur fyrir mig að hafa unnið sex mót af síðustu átta. Ég hefði aldrei trúað að ég gæti náð þessum árangri þegar ég snéri tilbaka í febrúar,“ segir Nadal. Opna franska meistaramótið, sem er eitt af risamótunum fjórum í tennisheiminum, er framundan og þykir Nadal nú sigurstranglegastur. Með sigrinum í gær fór Nadal upp í fjórða sæti heimslistans og kemur það í veg fyrir að hann geti mætt besta tennisleikara heims um þessar mundir, Serbanum Novak Djokovic, fyrr en í undanúrslitum á Opna franska mótinu.Nadal í sérflokki á leirvöllumLeikið var á leirvelli á Opna ítalska mótinu um helgina en það er einnig gert á Opna franska. Það eru fáir tennisleikarar sem leika betur á leir en Nadal og réð Federer ekkert við Spánverjarnn. „Hann lék mjög sókndjarft frá upphafi. Nadal gerði ekki mörg mistök og átti mjög góðan leik. Rafa hafði mun meiri toppspuna en allir aðrir í mótinu og ég réð illa við það. Ég reyndi að sækja en því miður þá átti ég ekki minn besta dag,“ sagði Federer. Nadal hefur unnið 11 stórmót á ferli sínum og hafa sjö sigrar hans komið á Opna franska. Hann þykir því mjög sigurstranglegur og yfirburðir hans á leirvelli þóttu augljósir á Opna ítalska um helgina.
Erlendar Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira