Sparaksturkeppni FÍB og Atlantsolíu á morgun Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2013 16:39 Sparaksturskeppnin í ár er óvenju löng Árleg sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fer fram á morgun, föstudag, 31. maí. Hún hefst kl. 9.00 þegar þau Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri ræsa fyrsta bílinn. Rásmarkið er á bensínstöð Atlantsolíu við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða. Þaðan verða svo bílarnir ræstir einn af öðrum með tveggja mínútna millibili. 25 fólksbílar eru skráðir til keppni. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum og enginn eldri en árgerð 2012. Keppnisleiðin að þessu sinni er frá Reykjavík til Akureyrar með hálftíma hvíldarhléi að Gauksmýri í Húnaþingi. Ökuleiðin er 381,6 km og verða keppendur að ljúka henni á fimm klst. og 10 mín að meðtöldu hálftíma hvíldarhléi að Gauksmýri. Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu er að þessu ætlað að vekja athygli á ferðalögum Íslendinga um eigið land og sýna fram á það að með yfirveguðu og góðu aksturslagi er hægt að komast ansi langt á eldsneytislítranum. Hægt verður að fylgjast með þátttökubílunum í rauntíma af heimasíðu FÍB, www.fib.is meðan á keppni stendur. Bílarnir verða nefnilega með SAGA leiðsögutæki frá íslenska fyrirtækinu Arctic Track. SAGA tækið og hugbúnaður þess, sem hvorttveggja er alíslenskt, skráir allar hreyfingar hvers bíls um sig í keppninni og þegar keppni er lokið mun keppnisstjórn geta séð allan feril bílsins, hvernig honum var ekið, hve hratt og hversu langan tíma hver áfangi ferðarinnar tók. Keppendum er skylt að aka í hvívetna samkvæmt umferðarlögum og -reglum og kosta öll frávik, svo sem eins og óeðlilega hægur akstur og hraðakstursbrot, refsistig sem umreiknuð verða samkvæmt reglum keppninnar í viðbótar eldsneyti sem bætist við rauneyðslu bílsins. Íslenski bílaflotinn er um þessar mundir orðinn einn sá elsti í Evrópu, en meðalaldur bíla er orðinn rúmlega 12 ár. Þessi hái aldur er að mörgu leyti óæskilegur, ekki síst út frá umhverfissjónarmiðum þar sem 10-15 ára bílar eyða margir hverjir allt að 25% meira eldsneyti en nýjustu bílar svipaðrar stærðar og þyngdar. Þá er mengun frá elstu bílunum allt að 90% meiri en frá þeim nýju. Þar til viðbótar eru nýjustu bílar flestir hverjir mun öruggari fyrir þá sem í bilum ferðast, heldur en eldri bílar. Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu er á öðrum þræði ætlað að vekja athygli á framannefndu. Henni er einnig ætlað að vekja athygli á því að með góðu aksturslagi má spara verulega eldsneyti og að ferðalög Íslendinga um eigið land þurfa ekki að setja fjárhag fjölskyldna í uppnám. Sparakstursökulag krefst þess að athygli ökumanns sé óskipt við aksturinn. Rannsóknir sýna það að þeir ökumenn sem einbeita sér að akstrinum eru miklu ólíklegri til að lenda í umferðarslysum og -óhöppum. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Árleg sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fer fram á morgun, föstudag, 31. maí. Hún hefst kl. 9.00 þegar þau Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri ræsa fyrsta bílinn. Rásmarkið er á bensínstöð Atlantsolíu við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða. Þaðan verða svo bílarnir ræstir einn af öðrum með tveggja mínútna millibili. 25 fólksbílar eru skráðir til keppni. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum og enginn eldri en árgerð 2012. Keppnisleiðin að þessu sinni er frá Reykjavík til Akureyrar með hálftíma hvíldarhléi að Gauksmýri í Húnaþingi. Ökuleiðin er 381,6 km og verða keppendur að ljúka henni á fimm klst. og 10 mín að meðtöldu hálftíma hvíldarhléi að Gauksmýri. Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu er að þessu ætlað að vekja athygli á ferðalögum Íslendinga um eigið land og sýna fram á það að með yfirveguðu og góðu aksturslagi er hægt að komast ansi langt á eldsneytislítranum. Hægt verður að fylgjast með þátttökubílunum í rauntíma af heimasíðu FÍB, www.fib.is meðan á keppni stendur. Bílarnir verða nefnilega með SAGA leiðsögutæki frá íslenska fyrirtækinu Arctic Track. SAGA tækið og hugbúnaður þess, sem hvorttveggja er alíslenskt, skráir allar hreyfingar hvers bíls um sig í keppninni og þegar keppni er lokið mun keppnisstjórn geta séð allan feril bílsins, hvernig honum var ekið, hve hratt og hversu langan tíma hver áfangi ferðarinnar tók. Keppendum er skylt að aka í hvívetna samkvæmt umferðarlögum og -reglum og kosta öll frávik, svo sem eins og óeðlilega hægur akstur og hraðakstursbrot, refsistig sem umreiknuð verða samkvæmt reglum keppninnar í viðbótar eldsneyti sem bætist við rauneyðslu bílsins. Íslenski bílaflotinn er um þessar mundir orðinn einn sá elsti í Evrópu, en meðalaldur bíla er orðinn rúmlega 12 ár. Þessi hái aldur er að mörgu leyti óæskilegur, ekki síst út frá umhverfissjónarmiðum þar sem 10-15 ára bílar eyða margir hverjir allt að 25% meira eldsneyti en nýjustu bílar svipaðrar stærðar og þyngdar. Þá er mengun frá elstu bílunum allt að 90% meiri en frá þeim nýju. Þar til viðbótar eru nýjustu bílar flestir hverjir mun öruggari fyrir þá sem í bilum ferðast, heldur en eldri bílar. Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu er á öðrum þræði ætlað að vekja athygli á framannefndu. Henni er einnig ætlað að vekja athygli á því að með góðu aksturslagi má spara verulega eldsneyti og að ferðalög Íslendinga um eigið land þurfa ekki að setja fjárhag fjölskyldna í uppnám. Sparakstursökulag krefst þess að athygli ökumanns sé óskipt við aksturinn. Rannsóknir sýna það að þeir ökumenn sem einbeita sér að akstrinum eru miklu ólíklegri til að lenda í umferðarslysum og -óhöppum.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent