Machete Kills, framhald hasarmyndarinnar Machete sem kom út árið 2010, er væntanleg í kvikmyndahús með haustinu.
Nýtt sýnishorn úr myndinni rataði á vefinn um helgina, og í því má sjá helstu stjörnum myndarinnar bregða fyrir. Meðal þeirra má nefna aðalleikarana Danny Trejo, Jessicu Alba og Michelle Rodriguez, en í aukahlutverkum eru hjartaknúsarinn Antonio Banderas, óskarsverðlaunahafarnir Cuba Gooding Jr. og Mel Gibson, auk söngkonunnar Lady Gaga.
Þá fer sjálfur Charlie Sheen með hlutverk forseta Bandaríkjanna í myndinni, en það gerir hann undir skírnarnafni sínu, Carlos Estevez.
Fjörugt sýnishornið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bíó og sjónvarp