Argur lestarstjóri Finnur Thorlacius skrifar 20. júní 2013 11:30 Þetta gæti verið myndskeið úr Monty Python mynd en stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómynd. Gamall maður sem gengur löturhægt við hækjur verður það á að vera fyrir sporvagni í borg einni austarlega í Rússlandi. Vagnstjórinn hefur ekki biðlund fyrir þeim töfum sem gamli maðurinn veldur, vindur sér út og slær hann í jörðina. Með ólíkindum er að enginn aðstoði gamla manninn, en þó verður greinilega einn farþegi sporvagnsins reiður út í vagnstjórann og les honum pistilinn er hann kemur inn í hann úr „frægðarför“ sinni. Óskandi er að hann hafi misst hlutverk sitt sem vagnstjóri eftir að starfshættir hans eru orðnir opinberir á veraldarvefnum. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent
Þetta gæti verið myndskeið úr Monty Python mynd en stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómynd. Gamall maður sem gengur löturhægt við hækjur verður það á að vera fyrir sporvagni í borg einni austarlega í Rússlandi. Vagnstjórinn hefur ekki biðlund fyrir þeim töfum sem gamli maðurinn veldur, vindur sér út og slær hann í jörðina. Með ólíkindum er að enginn aðstoði gamla manninn, en þó verður greinilega einn farþegi sporvagnsins reiður út í vagnstjórann og les honum pistilinn er hann kemur inn í hann úr „frægðarför“ sinni. Óskandi er að hann hafi misst hlutverk sitt sem vagnstjóri eftir að starfshættir hans eru orðnir opinberir á veraldarvefnum.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent