Minnka forþjöppur eyðslu? Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2013 10:45 Túrbínuvædd vél Nei er stutta svarið sem bílatímaritið Car and Driver kemst að í nýjasta blaði sínu. Bílaframleiðendur hafi aukið mjög við notkun forþjappa (túrbínur) í bíla sína á undanförnum árum og fullyrða að með tilkomu þeirra lækki eyðsla og afl aukist. Aukin tilkoma forþjappa er helst tilkomin vegna þess að bílaframleiðendur minnka stöðugt sprengirými bíla sinna til að koma til móts við strangar kröfur um minnkandi eyðslu en vilja samt ekki minnka uppgefið afl þeirra. Sannarlega er það rétt að ef þannig bílum er ekið ofurvarlega þá eru þeir eyðslugrennri, en um leið og bensínfóturinn þyngist hverfur ávinningurinn. Bílar með forþjöppum rjúka nefnilega hressilega upp í eyðslu ef þeim er gefið aðeins inn. Þannig væri jafnvel betra að útbúa þá vélum með stærra sprengirými og sleppa forþjöppunni og fyrir vikið myndu þeir eyða minna. Því virðist aukin tilkoma forþjappa vera að vissu leiti sýndarmennska til þess eins að þóknast yfirvöldum með því að sýna lágar eyðslutölur bíla sem ekið er eins um sunnudagsbíltúr gamalmenna væri að ræða. Það voru beinar mælingar blaðamanna Car and Driver sem komust að þessari niðurstöðu, sem hefur reyndar komið sumum lítið á óvart, því kunnugt er hve túrbínuvæddir bílar drekka eldsneyti af mikilli lyst ef þær eru á annað borð nýttar. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent
Nei er stutta svarið sem bílatímaritið Car and Driver kemst að í nýjasta blaði sínu. Bílaframleiðendur hafi aukið mjög við notkun forþjappa (túrbínur) í bíla sína á undanförnum árum og fullyrða að með tilkomu þeirra lækki eyðsla og afl aukist. Aukin tilkoma forþjappa er helst tilkomin vegna þess að bílaframleiðendur minnka stöðugt sprengirými bíla sinna til að koma til móts við strangar kröfur um minnkandi eyðslu en vilja samt ekki minnka uppgefið afl þeirra. Sannarlega er það rétt að ef þannig bílum er ekið ofurvarlega þá eru þeir eyðslugrennri, en um leið og bensínfóturinn þyngist hverfur ávinningurinn. Bílar með forþjöppum rjúka nefnilega hressilega upp í eyðslu ef þeim er gefið aðeins inn. Þannig væri jafnvel betra að útbúa þá vélum með stærra sprengirými og sleppa forþjöppunni og fyrir vikið myndu þeir eyða minna. Því virðist aukin tilkoma forþjappa vera að vissu leiti sýndarmennska til þess eins að þóknast yfirvöldum með því að sýna lágar eyðslutölur bíla sem ekið er eins um sunnudagsbíltúr gamalmenna væri að ræða. Það voru beinar mælingar blaðamanna Car and Driver sem komust að þessari niðurstöðu, sem hefur reyndar komið sumum lítið á óvart, því kunnugt er hve túrbínuvæddir bílar drekka eldsneyti af mikilli lyst ef þær eru á annað borð nýttar.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent