Renault smíðar Nissan Micra Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 08:45 Margar bílaverksmiðjur í Evrópu eru mjög vannýttar þessi misserin vegna lítillar sölu bíla í álfunni. Því fer þeim tilfellum fjölgandi að þær eru notaðar til að framleiða bíla annarra framleiðenda, sem gengur betur að selja bíla sína. Það er einmitt málið í tilfelli verksmiðju Renault í Frakklandi. Framleiðsla á bílnum, sem kemur þá af nýrri kynslóð, hefst þó ekki fyrr en 2016. Nissan Micra smábíllinn var fram til ársins 2010 smíðaður í verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi, en eftir það var verksmiðjan notuð til að setja saman Nissan Juke. Forstjóri Nissan, Carlos Ghosn er, þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu, brattur og segir að Nissan muni á næstu árum selja fleiri og fleiri bíla. Það muni þó ekki verða í Evrópu, sem hann á í besta falli von á að standi í stað í sölu á næstu tveimur árum. Aukningin muni koma frá löndum eins og Rússlandi og Brasilíu þar sem aðeins einn af hverjum fjórum á bíl og í Kína þar sem einn af hverjum tuttugu á bíl. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent
Margar bílaverksmiðjur í Evrópu eru mjög vannýttar þessi misserin vegna lítillar sölu bíla í álfunni. Því fer þeim tilfellum fjölgandi að þær eru notaðar til að framleiða bíla annarra framleiðenda, sem gengur betur að selja bíla sína. Það er einmitt málið í tilfelli verksmiðju Renault í Frakklandi. Framleiðsla á bílnum, sem kemur þá af nýrri kynslóð, hefst þó ekki fyrr en 2016. Nissan Micra smábíllinn var fram til ársins 2010 smíðaður í verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi, en eftir það var verksmiðjan notuð til að setja saman Nissan Juke. Forstjóri Nissan, Carlos Ghosn er, þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu, brattur og segir að Nissan muni á næstu árum selja fleiri og fleiri bíla. Það muni þó ekki verða í Evrópu, sem hann á í besta falli von á að standi í stað í sölu á næstu tveimur árum. Aukningin muni koma frá löndum eins og Rússlandi og Brasilíu þar sem aðeins einn af hverjum fjórum á bíl og í Kína þar sem einn af hverjum tuttugu á bíl.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent