Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glentoran 0-0 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 4. júlí 2013 11:29 KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á KR-vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar byrjuðu leikinn að krafti og voru verulega ákveðnir í sínum aðgerðum. Það leit allt út fyrir að heimamenn myndu setja fyrsta markið fljótlega en gestirnir voru á öðru máli. Leikmenn Glentoran nýttu sér hvert einasta tækifæri til þess að tefja leikinn og undirritaður hefur í raun aldrei orðið vitni að öðru eins en þeir nýttu hvert innkast til að tefja leikinn og lágu um allan völl. Spiltími fyrri hálfleiksins var í raun svona 35 mínútur, ekki 45 mínútur. Gestirnir náðu með þessu að drepa allt tempó í leiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks var bara eitt lið á vellinum og KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum, en náðu samt sem áður ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn og sköpuðu sér enginn hættuleg færi. Leikmenn Glentoran héldu áfram að tefja leikinn þar til að dómari leiksins fékk alveg nóg og byrjaði að spjalda fyrir það allt saman. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með 0-0 jafntefli í verulega bragðdaufum leik þar sem annað liðið var reiðubúið að spila fótbolta, hitt liðið gerði eitthvað allt annað. Síðari leikurinn fer fram í Norður-Írlandi eftir slétta viku. Þetta verða að teljast fín úrslit fyrir Glentoran. Baldur: Þetta var eins og að spila gegn liði frá Makedóníu„Það vildi bara eitt lið spila fótbolta hér í kvöld,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir jafnteflið í kvöld. „Það var mjög skrítið að mæta svona liði frá Norður-Írlandi og þeir spila eins og þeir séu frá Makedóníu, henda sér niður og tefja allan leikinn. Dómari leiksins tók í raun bara þátt í því með þeim og fór rétt svo að taka í taumana undir lokin.“ „Þetta fór greinilega í taugarnar á okkur, við vorum alltof æstir og náðum ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við höfum framyfir þetta lið.“ „Þetta var allt annað lið en við mættum fyrir þremur árum. Leikurinn úti verður erfiðari og þeir hljóta að leggja þann leik töluvert öðruvísi upp.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Kjartan: Komu fram við okkur eins og við værum í Real Madrid„Ég hefði kannski skilið þessa taktík frá þeim ef liðið hefði komist yfir í leiknum, en maður er bara orðlaus eftir svona leik,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bara eins og þeir héldu að mótherjinn væri Real Madrid. Þeim datt ekki í hug að sækja á markið. Þetta var samt sem áður þeirra nálgun á leiknum og það tókst.“ „Þeir héldu hreinu og náðu að tefja allan leikinn. Ég held að liðið hafi tekið svona 1-2 mínútur í hvert innkast í leiknum.“ „Dómarinn tók ekki á málinu fyrir en í lokin og þá vorum við löngu orðnir vel pirraðir. Þetta hafði mikil áhrif á okkar leik og við verðum að læra af þessu í kvöld. Liðið þarf að sýna mun meiri ró í síðari leiknum og vera þolinmóðari.“ „Ég get ekki beðið eftir því að komast út í næsta leik gegn þessu liði, við erum betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á KR-vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar byrjuðu leikinn að krafti og voru verulega ákveðnir í sínum aðgerðum. Það leit allt út fyrir að heimamenn myndu setja fyrsta markið fljótlega en gestirnir voru á öðru máli. Leikmenn Glentoran nýttu sér hvert einasta tækifæri til þess að tefja leikinn og undirritaður hefur í raun aldrei orðið vitni að öðru eins en þeir nýttu hvert innkast til að tefja leikinn og lágu um allan völl. Spiltími fyrri hálfleiksins var í raun svona 35 mínútur, ekki 45 mínútur. Gestirnir náðu með þessu að drepa allt tempó í leiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks var bara eitt lið á vellinum og KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum, en náðu samt sem áður ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn og sköpuðu sér enginn hættuleg færi. Leikmenn Glentoran héldu áfram að tefja leikinn þar til að dómari leiksins fékk alveg nóg og byrjaði að spjalda fyrir það allt saman. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með 0-0 jafntefli í verulega bragðdaufum leik þar sem annað liðið var reiðubúið að spila fótbolta, hitt liðið gerði eitthvað allt annað. Síðari leikurinn fer fram í Norður-Írlandi eftir slétta viku. Þetta verða að teljast fín úrslit fyrir Glentoran. Baldur: Þetta var eins og að spila gegn liði frá Makedóníu„Það vildi bara eitt lið spila fótbolta hér í kvöld,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir jafnteflið í kvöld. „Það var mjög skrítið að mæta svona liði frá Norður-Írlandi og þeir spila eins og þeir séu frá Makedóníu, henda sér niður og tefja allan leikinn. Dómari leiksins tók í raun bara þátt í því með þeim og fór rétt svo að taka í taumana undir lokin.“ „Þetta fór greinilega í taugarnar á okkur, við vorum alltof æstir og náðum ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við höfum framyfir þetta lið.“ „Þetta var allt annað lið en við mættum fyrir þremur árum. Leikurinn úti verður erfiðari og þeir hljóta að leggja þann leik töluvert öðruvísi upp.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Kjartan: Komu fram við okkur eins og við værum í Real Madrid„Ég hefði kannski skilið þessa taktík frá þeim ef liðið hefði komist yfir í leiknum, en maður er bara orðlaus eftir svona leik,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bara eins og þeir héldu að mótherjinn væri Real Madrid. Þeim datt ekki í hug að sækja á markið. Þetta var samt sem áður þeirra nálgun á leiknum og það tókst.“ „Þeir héldu hreinu og náðu að tefja allan leikinn. Ég held að liðið hafi tekið svona 1-2 mínútur í hvert innkast í leiknum.“ „Dómarinn tók ekki á málinu fyrir en í lokin og þá vorum við löngu orðnir vel pirraðir. Þetta hafði mikil áhrif á okkar leik og við verðum að læra af þessu í kvöld. Liðið þarf að sýna mun meiri ró í síðari leiknum og vera þolinmóðari.“ „Ég get ekki beðið eftir því að komast út í næsta leik gegn þessu liði, við erum betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn