Gáfuð gasella Finnur Thorlacius skrifar 12. júlí 2013 14:57 Túristar sem staðnæmdust á vegi í Kruger þjóðgarðinum í Suður Afríku brá heldur betur í brún er stór hópur af gasellum hlupu og stukku yfir veginn á ógnarferð og á eftir þeim tveir banhungraðir blettatígrar, staðráðnir í að ná einni þeirra. Sú aftasta í hópi gasellanna snýr skyndlega við úr skóginum við hlið vegarins með annan tígurinn rétt á hælunum og stekkur inn um opinn glugga á Toyota Land Cruiser bíl sem hluti ferðamannanna var í. Með því bjargaði þessi lífsseiga skepna lífi sínu á einn þann frumlegasta hátt sem sést hefur. Eftir að blettatígrarnir voru horfnir af vettvangi var gasellunni hleypt út, lífinu ríkari. Afar skýrt myndskeið af þessu öllu saman sést hér að ofan. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Túristar sem staðnæmdust á vegi í Kruger þjóðgarðinum í Suður Afríku brá heldur betur í brún er stór hópur af gasellum hlupu og stukku yfir veginn á ógnarferð og á eftir þeim tveir banhungraðir blettatígrar, staðráðnir í að ná einni þeirra. Sú aftasta í hópi gasellanna snýr skyndlega við úr skóginum við hlið vegarins með annan tígurinn rétt á hælunum og stekkur inn um opinn glugga á Toyota Land Cruiser bíl sem hluti ferðamannanna var í. Með því bjargaði þessi lífsseiga skepna lífi sínu á einn þann frumlegasta hátt sem sést hefur. Eftir að blettatígrarnir voru horfnir af vettvangi var gasellunni hleypt út, lífinu ríkari. Afar skýrt myndskeið af þessu öllu saman sést hér að ofan. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent