Tvö ár frá voðaverkunum í Útey Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2013 12:03 Anders Behring Breivik situr í fangelsi. Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum. 22. júlí 2011 er dagsetning sem aldrei verður afmáð úr norskri sögu. Atburðarrásin hófst með mikilli sprengingu við stjórnarbyggingar norsku ríkisstjórnarinnar, við bygginguna þar sem skrifstofur forsætisráðherra eru til húsa. Anders Behring Breivik hafði undirbúið hryðjuverk sitt vel og lengi. Hann ók bíl sem var hlaðinn heimatilbúinni sprengju upp að stjórnarbyggingunum og skömmu síðar sprakk sprengjan. Í fyrstu var ekki vitað um mannfall en ljóst að skemmdir á nálægum byggingum voru gífurlegar. Fljótlega kom í ljós að átta höfðu látið lífið í tilræðinu og fjöldi manns voru særðir. Í fyrstu voru alþjóðleg hryðjuverkasamtök grunuð um tilræðið en fljótlega kom annað í ljós. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Breivik, sem var klæddur eins og norskur sérsveitarmaður, hélt þegar af vettvangi glæpsins í Osló og ók að Útey, lítilli eyju í eigu norskra jafnaðarmanna, þar sem fram fór sumarmót ungra jafnaðarmanna. Hann fór yfir með ferju og sagðist vera sendur af lögreglunni vegna atburðanna í Osló til að gæta öryggis hundruð ungmenna sem þar voru. Fljótlega eftir komuna til eyjarinnar hóf hann kaldrifjuð og skipuleg morð sín. Hann fór inn í aðalhús eyjarinnar og gekk þar milli herbergja og skaut hvern þann sem varð á vegi hans. Síðan fór hann um eyjuna og hélt morðæði sínu áfram. Vitnisburður þeirra sem lifðu voðaverkin af sýnir að hann sýndi fólki enga miskun. Töluverður fjöldi ungmenna lagðist til sunds og reyndi að komast í land en Breivik skaut á þá sem voru í sjónum og sumir létu lífið á sundinu. Lögreglan var tiltölulega sein á vettvang og hefur verið viðurkennt að samskipti í stjórnstöð lögreglunnar voru ekki eins og þau hefðu átt að vera. Við rannsókn málsins kom í ljós að Breivik ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundland fyrrverandi forsætisráðherra sem var í Útey skömmu áður en hann kom þangað. Þá ætlaði hann reyndar líka að myrða Jens Stoltenber forsætisráðherra í sprengjutilræðinu í Osló og vonaðist til að fleiri ráðherrar jafnaðarmanna myndu falla. En rót glæpsins var hatur Breiviks á jafnaðarmönnum sem hann telur undirlátssama við fjölþjóðamenninguna. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum. 22. júlí 2011 er dagsetning sem aldrei verður afmáð úr norskri sögu. Atburðarrásin hófst með mikilli sprengingu við stjórnarbyggingar norsku ríkisstjórnarinnar, við bygginguna þar sem skrifstofur forsætisráðherra eru til húsa. Anders Behring Breivik hafði undirbúið hryðjuverk sitt vel og lengi. Hann ók bíl sem var hlaðinn heimatilbúinni sprengju upp að stjórnarbyggingunum og skömmu síðar sprakk sprengjan. Í fyrstu var ekki vitað um mannfall en ljóst að skemmdir á nálægum byggingum voru gífurlegar. Fljótlega kom í ljós að átta höfðu látið lífið í tilræðinu og fjöldi manns voru særðir. Í fyrstu voru alþjóðleg hryðjuverkasamtök grunuð um tilræðið en fljótlega kom annað í ljós. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Breivik, sem var klæddur eins og norskur sérsveitarmaður, hélt þegar af vettvangi glæpsins í Osló og ók að Útey, lítilli eyju í eigu norskra jafnaðarmanna, þar sem fram fór sumarmót ungra jafnaðarmanna. Hann fór yfir með ferju og sagðist vera sendur af lögreglunni vegna atburðanna í Osló til að gæta öryggis hundruð ungmenna sem þar voru. Fljótlega eftir komuna til eyjarinnar hóf hann kaldrifjuð og skipuleg morð sín. Hann fór inn í aðalhús eyjarinnar og gekk þar milli herbergja og skaut hvern þann sem varð á vegi hans. Síðan fór hann um eyjuna og hélt morðæði sínu áfram. Vitnisburður þeirra sem lifðu voðaverkin af sýnir að hann sýndi fólki enga miskun. Töluverður fjöldi ungmenna lagðist til sunds og reyndi að komast í land en Breivik skaut á þá sem voru í sjónum og sumir létu lífið á sundinu. Lögreglan var tiltölulega sein á vettvang og hefur verið viðurkennt að samskipti í stjórnstöð lögreglunnar voru ekki eins og þau hefðu átt að vera. Við rannsókn málsins kom í ljós að Breivik ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundland fyrrverandi forsætisráðherra sem var í Útey skömmu áður en hann kom þangað. Þá ætlaði hann reyndar líka að myrða Jens Stoltenber forsætisráðherra í sprengjutilræðinu í Osló og vonaðist til að fleiri ráðherrar jafnaðarmanna myndu falla. En rót glæpsins var hatur Breiviks á jafnaðarmönnum sem hann telur undirlátssama við fjölþjóðamenninguna.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira