Ejub Purisevic, þjálfari Víkings, var allt en sáttur við rauða spjaldið sem hans maður fékk í leiknum gegn Þór í gær.
Hann lýsti yfir vonbrigðum sínum með dóminn eftir leik en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ejub gagnrýnir dómara í sumar.
"Það er ótrúlegt að hlusta á Ejub. Maðurinn vælir eins og stunginn grís eftir alla leiki út í dómarann. Það er gjörsamlega óþolandi að hlusta á þetta," sagði Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur Pepsimarkanna, en hann var ekki sáttur við Ejub.
Ejub öskraði hraustlega á dómarann er hann gaf rauða spjaldið og má sjá það í innslaginu hér að ofan ásamt brotinu og umræðu um Ejub.
Íslenski boltinn