Þrír nýir frá Mitsubishi Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 08:45 Þessir 3 nýju Mitsubishi bílar verða kynntir í Tokyo. Mitsubishi ætlar að kynna 3 nýja bíla á bílasýningunni í Tokyo í næsta mánuði. Nöfn þessara þriggja bíla eru ekki sérlega grípandi, eða GC-PHEV, XR-PHEV og AR. Sá fyrstnefndi er líklega arftaki Pajero jeppans, en GC stendur fyrir Grand Cruiser. Þessi bíll er fjórhjóladrifinn Plug-In Hybrid jeppi með öfluga vél. XR-PHEV er minni bíll, þ.e. jepplingur sem líklegast er arftaki ASX bílsins, sem hyrfi því af sjónarsviðinu líkt og Pajero. Þar er líka á ferðinni Plug-In Hybrid bíll, en svo virðist sem Mitsubishi leggi nú mesta áherslu á framleiðslu slíkra bíla. Heyrst hefur að XR-PHEV sé á stærð við Nissan Juke og hafi ekki svo ólíkt lag. Þriðji bíllinn, AR er fjölnotabíll og stafirnir standa fyrir Active Runabout. Hann styðst ekki við rafmagn, heldur eingöngu forþjöppudrifna litla bensínvél. Mitsubishi hefur á síðustu árum ekki kynnt neina nýja bíla, svo það var kominn tími á nýjungar þaðan. Á myndinni sem fylgir sést ekki mikið af útliti þessara bíla, aðeins útlínur þeirra að framan. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent
Mitsubishi ætlar að kynna 3 nýja bíla á bílasýningunni í Tokyo í næsta mánuði. Nöfn þessara þriggja bíla eru ekki sérlega grípandi, eða GC-PHEV, XR-PHEV og AR. Sá fyrstnefndi er líklega arftaki Pajero jeppans, en GC stendur fyrir Grand Cruiser. Þessi bíll er fjórhjóladrifinn Plug-In Hybrid jeppi með öfluga vél. XR-PHEV er minni bíll, þ.e. jepplingur sem líklegast er arftaki ASX bílsins, sem hyrfi því af sjónarsviðinu líkt og Pajero. Þar er líka á ferðinni Plug-In Hybrid bíll, en svo virðist sem Mitsubishi leggi nú mesta áherslu á framleiðslu slíkra bíla. Heyrst hefur að XR-PHEV sé á stærð við Nissan Juke og hafi ekki svo ólíkt lag. Þriðji bíllinn, AR er fjölnotabíll og stafirnir standa fyrir Active Runabout. Hann styðst ekki við rafmagn, heldur eingöngu forþjöppudrifna litla bensínvél. Mitsubishi hefur á síðustu árum ekki kynnt neina nýja bíla, svo það var kominn tími á nýjungar þaðan. Á myndinni sem fylgir sést ekki mikið af útliti þessara bíla, aðeins útlínur þeirra að framan.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent