Zlatan með tvö mörk fyrir PSG - Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 18:15 Zlatan Ibrahimović. Mynd/AP Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Svíinn Zlatan Ibrahimović skoraði tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain í kvöld og franska liðið afgreiddi leikinn strax á fyrsta hálftíma leiksins með því að skora þá öll þrjú mörkin sín. Benfica vann fyrsta leikinn sinn en átti ekki möguleika í kvöld. Didier Drogba kom Galatasaray yfir á móti á Juventus í fyrsta leik tyrkneska liðsins undir stjórn Roberto Mancini en liðin sættust á endanum á 2-2 jafntefli. Konstantinos Mitroglou, 25 ára grískur framherji, skoraði þrennu fyrir Olympiakos í 3-0 útisigri á Anderlecht í Belgíu í kvöld en liðin eru með Paris Saint-Germain í riðli. Jens Hegeler tryggði Bayer Leverkusen 2-1 heimasigur á Real Sociedad með marki beint úr aukaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld. Leikmenn Real Madrid hafa skorað tíu mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum í meistaradeildinni í vetur. Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Manchester United er ennþá á toppi síns riðils í Meistaradeildinni í fótbolta þrátt fyrir að hafa séð á eftir tveimur stigum í kvöld. Manchester United var yfir í 58 mínútur á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en varð að sætta sig á endanum við 1-1 jafntefli. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úrslit og markaskora í öllum leikjum kvöldsins en það er hægt að nálgast frekari upplýsinga um leikina með því smella á þá í Boltavaktinn sem er aðgengileg hér neðst á síðunni.Mynd/NordicPhotos/GettyÚrslit og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillShakhtar Donetsk - Manchester United 1-1 0-1 Danny Welbeck (18.), 1-1 Taison (76.)Bayer Leverkusen - Real Sociedad 2-1 1-0 Simon Rolfes (45.), 1-1 Carlos Vela (52.), 2-1 Jens Hegeler (90.)B-riðillReal Madrid - FC Kaupmannahöfn 4-0 1-0 Cristiano Ronaldo (21.), 2-0 Cristiano Ronaldo (65.), 3-0 Ángel di María (71.), 4-0 Ángel di María (90.+1)Juventus - Galatasaray 2-2 0-1 Didier Drogba (36.), 1-1 Arturo Vidal (78.), 2-1 Fabio Quagliarella (87.), 2-2 Umut Bulut (88.)C-riðillAnderlecht - Olympiakos 0-3 0-1 Konstantinos Mitroglou (17.), 0-2 Konstantinos Mitroglou (56.), 0-3 Konstantinos Mitroglou (72.)Paris Saint-Germain - Benfica 3-0 1-0 Zlatan Ibrahimović (5.), 2-0 Marquinhos (25.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (30.)D-riðillManchester City - Bayern München 1-3 0-1 Franck Ribéry (7.), 0-2 Thomas Müller (56.), 0-3 Arjen Robben (59.), 1-3 Álvaro Negredo (80.)CSKA Moskva - Viktoria Plzen 3-2 0-1 František Rajtoral (4.), 1-1 Zoran Tošić (19.), 2-1 Keisuke Honda (29.), 3-1 Sjálfsmark (78.), 3-2 Marek Bakos (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Svíinn Zlatan Ibrahimović skoraði tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain í kvöld og franska liðið afgreiddi leikinn strax á fyrsta hálftíma leiksins með því að skora þá öll þrjú mörkin sín. Benfica vann fyrsta leikinn sinn en átti ekki möguleika í kvöld. Didier Drogba kom Galatasaray yfir á móti á Juventus í fyrsta leik tyrkneska liðsins undir stjórn Roberto Mancini en liðin sættust á endanum á 2-2 jafntefli. Konstantinos Mitroglou, 25 ára grískur framherji, skoraði þrennu fyrir Olympiakos í 3-0 útisigri á Anderlecht í Belgíu í kvöld en liðin eru með Paris Saint-Germain í riðli. Jens Hegeler tryggði Bayer Leverkusen 2-1 heimasigur á Real Sociedad með marki beint úr aukaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld. Leikmenn Real Madrid hafa skorað tíu mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum í meistaradeildinni í vetur. Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Manchester United er ennþá á toppi síns riðils í Meistaradeildinni í fótbolta þrátt fyrir að hafa séð á eftir tveimur stigum í kvöld. Manchester United var yfir í 58 mínútur á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en varð að sætta sig á endanum við 1-1 jafntefli. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úrslit og markaskora í öllum leikjum kvöldsins en það er hægt að nálgast frekari upplýsinga um leikina með því smella á þá í Boltavaktinn sem er aðgengileg hér neðst á síðunni.Mynd/NordicPhotos/GettyÚrslit og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillShakhtar Donetsk - Manchester United 1-1 0-1 Danny Welbeck (18.), 1-1 Taison (76.)Bayer Leverkusen - Real Sociedad 2-1 1-0 Simon Rolfes (45.), 1-1 Carlos Vela (52.), 2-1 Jens Hegeler (90.)B-riðillReal Madrid - FC Kaupmannahöfn 4-0 1-0 Cristiano Ronaldo (21.), 2-0 Cristiano Ronaldo (65.), 3-0 Ángel di María (71.), 4-0 Ángel di María (90.+1)Juventus - Galatasaray 2-2 0-1 Didier Drogba (36.), 1-1 Arturo Vidal (78.), 2-1 Fabio Quagliarella (87.), 2-2 Umut Bulut (88.)C-riðillAnderlecht - Olympiakos 0-3 0-1 Konstantinos Mitroglou (17.), 0-2 Konstantinos Mitroglou (56.), 0-3 Konstantinos Mitroglou (72.)Paris Saint-Germain - Benfica 3-0 1-0 Zlatan Ibrahimović (5.), 2-0 Marquinhos (25.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (30.)D-riðillManchester City - Bayern München 1-3 0-1 Franck Ribéry (7.), 0-2 Thomas Müller (56.), 0-3 Arjen Robben (59.), 1-3 Álvaro Negredo (80.)CSKA Moskva - Viktoria Plzen 3-2 0-1 František Rajtoral (4.), 1-1 Zoran Tošić (19.), 2-1 Keisuke Honda (29.), 3-1 Sjálfsmark (78.), 3-2 Marek Bakos (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira