Lífið

Borðar eina alvöru máltíð á dag

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Böðvar tekur vel á því í október.
Böðvar tekur vel á því í október. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Fólk var alltaf að tala um einhvern Meistaramánuð og ég skildi ekkert í því. Ég  komst svo að því óafvitandi, að ég var að taka þátt í þessu sjálfur,“ segir Böðvar Reynisson, tónlistarmaður og einn af eigendum skemmtistaðarins Hendrix, sem tekur þátt í Meistaramánuðinum af fullu kappi.

Böðvar spilar fótbolta þrisvar sinnum í viku, skvass tvisvar í viku og lyftir svo með þessu öllu saman. „Þegar félagarnir fara í sturtu og heim eftir boltann, þá fer ég inn í tækjasal og ríf í lóðin,“ bætir Böðvar við.

Í Meistaramánuðinum drekkur hann ekki áfengi, aðallega vegna þess að það er er ekki tími til þess. „Ég borða eina alvöru máltíð á dag,“ segir Böðvar, aðspurður um mataræðið.

Önnur markmið mánaðarins hjá Böðvari eru að verða einn fremsti pílukastari og poolspilari landsins og æfir hann þær greinar af miklu harðfylgi.

Í tónlistinni er einnig Meistaramánuður hjá Böðvari. „Ég er byrjaður að taka upp tónlist og er nú að taka upp plötu fyrir söngkonuna Bríeti Sunnu. Þá er ég líka byrjaður að vinna í mínu eigin efni,“ bætir Böðvar við að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.