Tottenham er öruggt með efsta sæti K-riðils í Evrópudeild UEFA eftir 2-0 sigur á Tromsö í frostinu í Noregi í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik.
Tottenham komst yfir á 63. mínútu en þá átti Vlad Chiriches skot að marki eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs frá kantinum. Skotið fór af varnarmanni Adnan Causevic sem fékk markið skráð á sig sem sjálfsmark.
Gylfi Þór lagði svo upp síðara mark Tottenham fyrir Moussa Dembele sem skoraði af stuttu færi á 75. mínútu. Gylfi spilaði allan leikinn í kvöld.
Tottenham er með fullt hús stiga eftir fimm leiki og sjö stigum á undan Anzhi frá Rússlandi sem gerði 1-1 jafntefli við Sheriff Tiraspol frá Rúmeníu í kvöld. Anzhi er þó komið áfram í 32-liða úrslit keppninnar ásamt Tottenham.
Gylfi lagði upp bæði mörk Tottenham
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
