Hlutafjáraukning í Plain Vanilla upp á 22 milljónir dollara Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. desember 2013 16:00 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla á skrifstofum fyrirtækisins við Laugaveg. 365/valli Plain Vanilla hefur lokið endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár upp á 22 milljónir dollara. Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings and Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Fyrir nam fjárfesting í fyrirtækinu 5 milljónum dollara en báðir þessir fjárfestar, Tencent og Sequoia, höfðu lagt Plain Vanilla til fé fyrir velgengni Quiz Up. Velgengni Plain Vanilla hefur verið ævintýri líkust síðan fyrirtækið gaf út Quiz Up tölvuleikinn í byrjun nóvember. Núna hafa rúmlega 6 milljónir manna sótt tölvuleikinn fyrir iPhone og iPad og rúmlega 100 þúsund nýir notendur bætast við á degi hverjum.Áhugi fjárfesta aukist eftir velgengni Quiz Up Eftir velgengni Quiz Up hefur áhugi fjárfesta á Plain Vanilla aukist mikið en fyrirtækið er staðsett á tveimur hæðum á Laugavegi 26. Á dögunum höfnuðu hluthafar Plain Vanilla 100 milljóna dollara tilboði í allt hlutafé Plain Vanilla. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í hlutafjáraukningu til að stuðla að frekari vexti fyrirtækisins. Stjórnendur Plain Vanilla stóðu frammi fyrir því að geta valið úr fjárfestum við endurfjármögnun en ákváðu að halda tryggð við þau fyrirtæki sem höfðu lagt því til fé fyrir velgengni Quiz Up.Þurftu meira fjármagn til að vaxa „Það voru ýmsir valkostir í boði en við ákváðum að lokum af því við vorum búnir að ná þessum árangri á Bandríkjamarkaði að við höfðum tækifæri til þess að stækka fyrirtækið mjög mikið og hratt. Til þess að gera það þá þyrftum við talsvert meira fjármagn. Við enduðum á því að velja þá leið að fara með Sequoia Capital sem var kominn inn í félagið áður og er gríðarlega stór og virtur fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum. Þeir ásamt Tencent munu styðja okkur í því að stækka fyrirtækið mikið og hratt á næsta ári,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Þorsteinn neitar því ekki að það hafi verið freistandi að selja núna. „Auðvitað þurfti maður að hugsa sig vel og lengi um það. Það var á margan hátt mjög freistandi að hafa unnið að einhverju svona í þó ekki lengri tíma en tvö ár og geta svo „cashað“ út. Auðvitað hugsaði maður um það, en við ákváðum að við teldum að tækifærið sem við hefðum væri mjög skemmtilegt og við værum ekki tilbúin að selja, að minnsta kosti ekki strax.“ Tengdar fréttir Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57 Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Plain Vanilla hefur lokið endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár upp á 22 milljónir dollara. Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings and Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Fyrir nam fjárfesting í fyrirtækinu 5 milljónum dollara en báðir þessir fjárfestar, Tencent og Sequoia, höfðu lagt Plain Vanilla til fé fyrir velgengni Quiz Up. Velgengni Plain Vanilla hefur verið ævintýri líkust síðan fyrirtækið gaf út Quiz Up tölvuleikinn í byrjun nóvember. Núna hafa rúmlega 6 milljónir manna sótt tölvuleikinn fyrir iPhone og iPad og rúmlega 100 þúsund nýir notendur bætast við á degi hverjum.Áhugi fjárfesta aukist eftir velgengni Quiz Up Eftir velgengni Quiz Up hefur áhugi fjárfesta á Plain Vanilla aukist mikið en fyrirtækið er staðsett á tveimur hæðum á Laugavegi 26. Á dögunum höfnuðu hluthafar Plain Vanilla 100 milljóna dollara tilboði í allt hlutafé Plain Vanilla. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í hlutafjáraukningu til að stuðla að frekari vexti fyrirtækisins. Stjórnendur Plain Vanilla stóðu frammi fyrir því að geta valið úr fjárfestum við endurfjármögnun en ákváðu að halda tryggð við þau fyrirtæki sem höfðu lagt því til fé fyrir velgengni Quiz Up.Þurftu meira fjármagn til að vaxa „Það voru ýmsir valkostir í boði en við ákváðum að lokum af því við vorum búnir að ná þessum árangri á Bandríkjamarkaði að við höfðum tækifæri til þess að stækka fyrirtækið mjög mikið og hratt. Til þess að gera það þá þyrftum við talsvert meira fjármagn. Við enduðum á því að velja þá leið að fara með Sequoia Capital sem var kominn inn í félagið áður og er gríðarlega stór og virtur fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum. Þeir ásamt Tencent munu styðja okkur í því að stækka fyrirtækið mikið og hratt á næsta ári,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Þorsteinn neitar því ekki að það hafi verið freistandi að selja núna. „Auðvitað þurfti maður að hugsa sig vel og lengi um það. Það var á margan hátt mjög freistandi að hafa unnið að einhverju svona í þó ekki lengri tíma en tvö ár og geta svo „cashað“ út. Auðvitað hugsaði maður um það, en við ákváðum að við teldum að tækifærið sem við hefðum væri mjög skemmtilegt og við værum ekki tilbúin að selja, að minnsta kosti ekki strax.“
Tengdar fréttir Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57 Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57
Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16
Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36
QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00