Arnór Þór: Átti ekki von á því að byrja Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 14. janúar 2013 06:00 Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Íslands gegn Síle í gær. Mynd/Vilhelm Yngri leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta voru í aðalhlutverki í 38-22 sigri liðsins gegn Síle í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla á Spáni í gær. Ísland landaði sínum fyrsta sigri á HM en það tók íslenska liðið um 20 mínútur að hrista lið Síle af sér. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, nýtti tækifærið og hvíldi lykilmenn fyrir komandi verkefni en hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Íslands með alls 7 mörk. „Ég var að fylgjast með Aroni þjálfara á liðsfundinum og hann var að fara yfir ýmsa hluti þegar hann kom því inn að ég ætti að byrja í hægra horninu. Ég átti alls ekki von á því að byrja en það var ánægjulegt. Það var fiðringur í maganum í kjölfarið og ég hlakkaði til. Byrjunin gekk líka vel, við fórum eftir því sem Aron lagði upp með gegn varnarleiknum hjá Síle og ég náði að skora fljótlega og komast inn í leikinn," sagði Arnór Þór Gunnarsson, en hann var markahæsti leikmaður Íslands með alls 7 mörk. Arnór Þór er bróðir Arons Gunnarssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta, og fékk hann góðar kveðjur frá bróður sínum fyrir leikinn. „Ég fékk SMS frá Aroni fyrir leikinn; „ég er stoltur af þér og ég hlusta á útvarpslýsinguna" og það er því allavega einn í Cardiff í Wales að fylgjast með okkur á HM," sagði Arnór Þór, sem leikur með Bergischer Handball-Club í næstefstu deild í Þýskalandi – og verður hann liðsfélagi Björgvins Gústavssonar á næstu leiktíð. Arnór Þór er að leika á sínu fyrsta stórmóti og hann trúir því varla að leikmaður á borð við Guðjón Val Sigurðsson sé nú liðsfélagi hans. „Guðjón Valur var alltaf „kóngurinn" í mínum huga þegar ég var yngri. Ég leit mikið upp til hans og hann var fyrirmyndin. Það er bara æðislegt að fá tækifæri að spila með þeim. Og þeir gera allt sem þeir geta til þess að aðstoða okkur yngri leikmennina – og kenna okkur ýmislegt sem við kunnum ekki eða höfum upplifað áður." Það var tákn um að ný kynslóð leikmanna er að taka við keflinu hjá íslenska landsliðinu þegar Arnór Þór, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Fannar Friðgeirsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Kári Kristján Kristjánsson stóðu vörnina síðustu mínúturnar. Á meðan sátu þeir eldri og reyndari á bekknum og höfðu gaman af því sem fyrir augu bar. Stefán Rafn lék vel og nýtti tækifærið vel í vinstra horninu – enda sjaldgæft að Guðjón Valur Sigurðsson fái að hvíla sig á stórmóti – og sömu sögu er að segja af Ólafi Gústafssyni. Snorri Steinn Guðjónsson var öflugur og stýrði sóknarleik Íslands af festu. Snorri skoraði alls þrjú mörk úr fimm skotum. Snorri spurði reyndar fyrst um úrslitin í leik Manchester United og Liverpool, sem fram fór á sama tíma og leikurinn gegn Síle. „Ég hafði eiginlega meiri áhyggjur af þeim leik síðustu mínúturnar," sagði Snorri í léttum tón en hann var ekki sáttur við að heyra að Liverpool hafði tapað 2-1 gegn Man Utd. „Það var margt jákvætt í þessum leik hjá okkur, margir sem fengu að spreyta sig, og við náðum að hrista af okkur Rússaleikinn. Við tókum of margar rangar ákvarðanir í sóknarleiknum gegn Rússum, við fengum fullt af færum en nýttum ekki þá möguleika sem voru í boði. Við þurfum að laga slíka hluti fyrir næsta leik gegn Makedóníu," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Handbolti Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Yngri leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta voru í aðalhlutverki í 38-22 sigri liðsins gegn Síle í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla á Spáni í gær. Ísland landaði sínum fyrsta sigri á HM en það tók íslenska liðið um 20 mínútur að hrista lið Síle af sér. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, nýtti tækifærið og hvíldi lykilmenn fyrir komandi verkefni en hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Íslands með alls 7 mörk. „Ég var að fylgjast með Aroni þjálfara á liðsfundinum og hann var að fara yfir ýmsa hluti þegar hann kom því inn að ég ætti að byrja í hægra horninu. Ég átti alls ekki von á því að byrja en það var ánægjulegt. Það var fiðringur í maganum í kjölfarið og ég hlakkaði til. Byrjunin gekk líka vel, við fórum eftir því sem Aron lagði upp með gegn varnarleiknum hjá Síle og ég náði að skora fljótlega og komast inn í leikinn," sagði Arnór Þór Gunnarsson, en hann var markahæsti leikmaður Íslands með alls 7 mörk. Arnór Þór er bróðir Arons Gunnarssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta, og fékk hann góðar kveðjur frá bróður sínum fyrir leikinn. „Ég fékk SMS frá Aroni fyrir leikinn; „ég er stoltur af þér og ég hlusta á útvarpslýsinguna" og það er því allavega einn í Cardiff í Wales að fylgjast með okkur á HM," sagði Arnór Þór, sem leikur með Bergischer Handball-Club í næstefstu deild í Þýskalandi – og verður hann liðsfélagi Björgvins Gústavssonar á næstu leiktíð. Arnór Þór er að leika á sínu fyrsta stórmóti og hann trúir því varla að leikmaður á borð við Guðjón Val Sigurðsson sé nú liðsfélagi hans. „Guðjón Valur var alltaf „kóngurinn" í mínum huga þegar ég var yngri. Ég leit mikið upp til hans og hann var fyrirmyndin. Það er bara æðislegt að fá tækifæri að spila með þeim. Og þeir gera allt sem þeir geta til þess að aðstoða okkur yngri leikmennina – og kenna okkur ýmislegt sem við kunnum ekki eða höfum upplifað áður." Það var tákn um að ný kynslóð leikmanna er að taka við keflinu hjá íslenska landsliðinu þegar Arnór Þór, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Fannar Friðgeirsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Kári Kristján Kristjánsson stóðu vörnina síðustu mínúturnar. Á meðan sátu þeir eldri og reyndari á bekknum og höfðu gaman af því sem fyrir augu bar. Stefán Rafn lék vel og nýtti tækifærið vel í vinstra horninu – enda sjaldgæft að Guðjón Valur Sigurðsson fái að hvíla sig á stórmóti – og sömu sögu er að segja af Ólafi Gústafssyni. Snorri Steinn Guðjónsson var öflugur og stýrði sóknarleik Íslands af festu. Snorri skoraði alls þrjú mörk úr fimm skotum. Snorri spurði reyndar fyrst um úrslitin í leik Manchester United og Liverpool, sem fram fór á sama tíma og leikurinn gegn Síle. „Ég hafði eiginlega meiri áhyggjur af þeim leik síðustu mínúturnar," sagði Snorri í léttum tón en hann var ekki sáttur við að heyra að Liverpool hafði tapað 2-1 gegn Man Utd. „Það var margt jákvætt í þessum leik hjá okkur, margir sem fengu að spreyta sig, og við náðum að hrista af okkur Rússaleikinn. Við tókum of margar rangar ákvarðanir í sóknarleiknum gegn Rússum, við fengum fullt af færum en nýttum ekki þá möguleika sem voru í boði. Við þurfum að laga slíka hluti fyrir næsta leik gegn Makedóníu," sagði Snorri Steinn Guðjónsson.
Handbolti Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira