Átti aldrei að rata í fjölmiðla Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. janúar 2013 07:00 Róbert Gunnarsson fer yfir leikskipulagið á æfingu landsliðsins í Sevilla í gær. Mynd/Vilhelm Það var létt og góð stemning á síðustu æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir átökin gegn Makedóníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik á Spáni. Eftir góða upphitun fengu þeir eldri og þeir yngri að reyna með sér í fótbolta samkvæmt venju – og Róbert Gunnarsson dró þar upp heljarmikið skjal þar sem leikaðferðir eldra liðsins voru opinberaðar. Róbert vildi lítið tjá sig við Fréttablaðið um leikaðferðir eldra liðsins en hann lagði samt fram nokkur tromp sem það hefur á hendi. „Ég var að segja mínum hvernig við ættum að leggja leikinn upp og vinna þetta saman. Þar lagði ég áherslu á að Ásgeir Örn Hallgrímsson gerði sér grein fyrir hlutverki sínu í heildarmynd skipulagsins. Hann á oft erfitt með það í fótboltanum. Þetta plan átti aldrei að rata í fjölmiðla og ég mun gæta mín betur í framtíðinni," sagði Róbert, en hann lagði mikla áherslu á að vera jákvæður í allri sinni framkomu á hliðarlínunni á meðan þeir eldri tókust á við þá yngri í upphitunarfótboltanum. „Ég ákvað að vera með aðrar áherslur en forveri Arons Kristjánssonar í starfinu hvað þetta varðar. Það er um að gera að vera bara rólegur og yfirvegaður – og árangurinn lætur ekki á sér standa. Ég er Roy Keane á þessu sviði og er margfaldur heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari í upphitunarfótbolta," bætti Róbert við í léttum tón. Róbert meiddist í fyrsta leiknum gegn Rússum og óvíst er með framhaldið hjá honum. Róbert lenti illa á bakinu og fékk högg á spjaldbeinið og aftanvert læri hægra megin. Línumaðurinn sterki æfði eins og hann gat í gærkvöld og hann var nokkuð sáttur við framfarirnar. „Það hefur blætt inn á vöðva í aftanverðu læri, eða við getum bara kallað þetta rassvöðva. Bakið hefur aldrei verið betra en ég fann mikið til í bakinu þegar ég meiddist og það hefur blætt inn á vöðva. Ég þarf að bíða og sjá hvernig ég verð eftir æfinguna og meðferðina sem ég fæ á næstu klukkutímum. Það er mikill munur á svona æfingu og því sem gengur á í leikjum. En ég er bjartsýnni núna en ég var í gær en það kæmi ekkert á óvart að ég missti af leiknum gegn Makedóníu," sagði Róbert og lagði áherslu á að eldra liðið væri 2-0 yfir í upphitunarfótboltanum gegn því yngra. Eigum jafna möguleika Þórir Ólafsson, hægri hornamaður landsliðsins, telur að íslenska liðið eigi jafna möguleika gegn Makedóníu í leiknum í dag. Þórir lék ekkert með gegn Síle og fékk þar kærkomna hvíld – og hann fagnar þeirri samkeppni sem er til staðar. „Makedóníumenn eru með gott lið og verða erfiðir, það hefur gengið þokkalega nema í undankeppninni fyrir HM 2009. Það þarf að ganga vel út í skytturnar og lemja aðeins á þeim. Í sókninni getum við gert betur en við sýndum gegn Rússum og það er alltaf eitthvað sem við getum bætt. Ungu strákarnir í liðinu ganga núna um með brjóstið þanið og sjálfstraustið í botni eftir Síle-leikinn – og við þurfum að nýta þá góðu strauma til að koma þeim enn betur inn í leik liðsins gegn sterkum mótherjum sem við glímum við í næstu tveimur leikjum," sagði Þórir Ólafsson. Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Það var létt og góð stemning á síðustu æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir átökin gegn Makedóníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik á Spáni. Eftir góða upphitun fengu þeir eldri og þeir yngri að reyna með sér í fótbolta samkvæmt venju – og Róbert Gunnarsson dró þar upp heljarmikið skjal þar sem leikaðferðir eldra liðsins voru opinberaðar. Róbert vildi lítið tjá sig við Fréttablaðið um leikaðferðir eldra liðsins en hann lagði samt fram nokkur tromp sem það hefur á hendi. „Ég var að segja mínum hvernig við ættum að leggja leikinn upp og vinna þetta saman. Þar lagði ég áherslu á að Ásgeir Örn Hallgrímsson gerði sér grein fyrir hlutverki sínu í heildarmynd skipulagsins. Hann á oft erfitt með það í fótboltanum. Þetta plan átti aldrei að rata í fjölmiðla og ég mun gæta mín betur í framtíðinni," sagði Róbert, en hann lagði mikla áherslu á að vera jákvæður í allri sinni framkomu á hliðarlínunni á meðan þeir eldri tókust á við þá yngri í upphitunarfótboltanum. „Ég ákvað að vera með aðrar áherslur en forveri Arons Kristjánssonar í starfinu hvað þetta varðar. Það er um að gera að vera bara rólegur og yfirvegaður – og árangurinn lætur ekki á sér standa. Ég er Roy Keane á þessu sviði og er margfaldur heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari í upphitunarfótbolta," bætti Róbert við í léttum tón. Róbert meiddist í fyrsta leiknum gegn Rússum og óvíst er með framhaldið hjá honum. Róbert lenti illa á bakinu og fékk högg á spjaldbeinið og aftanvert læri hægra megin. Línumaðurinn sterki æfði eins og hann gat í gærkvöld og hann var nokkuð sáttur við framfarirnar. „Það hefur blætt inn á vöðva í aftanverðu læri, eða við getum bara kallað þetta rassvöðva. Bakið hefur aldrei verið betra en ég fann mikið til í bakinu þegar ég meiddist og það hefur blætt inn á vöðva. Ég þarf að bíða og sjá hvernig ég verð eftir æfinguna og meðferðina sem ég fæ á næstu klukkutímum. Það er mikill munur á svona æfingu og því sem gengur á í leikjum. En ég er bjartsýnni núna en ég var í gær en það kæmi ekkert á óvart að ég missti af leiknum gegn Makedóníu," sagði Róbert og lagði áherslu á að eldra liðið væri 2-0 yfir í upphitunarfótboltanum gegn því yngra. Eigum jafna möguleika Þórir Ólafsson, hægri hornamaður landsliðsins, telur að íslenska liðið eigi jafna möguleika gegn Makedóníu í leiknum í dag. Þórir lék ekkert með gegn Síle og fékk þar kærkomna hvíld – og hann fagnar þeirri samkeppni sem er til staðar. „Makedóníumenn eru með gott lið og verða erfiðir, það hefur gengið þokkalega nema í undankeppninni fyrir HM 2009. Það þarf að ganga vel út í skytturnar og lemja aðeins á þeim. Í sókninni getum við gert betur en við sýndum gegn Rússum og það er alltaf eitthvað sem við getum bætt. Ungu strákarnir í liðinu ganga núna um með brjóstið þanið og sjálfstraustið í botni eftir Síle-leikinn – og við þurfum að nýta þá góðu strauma til að koma þeim enn betur inn í leik liðsins gegn sterkum mótherjum sem við glímum við í næstu tveimur leikjum," sagði Þórir Ólafsson.
Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira