Ólíklegt að bannið nái fram að ganga Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Obama Bandaríkjaforseti skrifaði undir 23 tilskipanir sem hann getur látið koma í kring. Börn sem skrifuðu honum bréf og báðu hann að herða byssulöggjöfina eftir Sandy Hook-árásina í desember voru með honum á sviðinu. fréttablaðið/ap Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. Ólíklegt er talið að Barack Obama Bandaríkjaforseta takist að koma banni gegn sjálfvirkum árásarskotvopnum, sem hann lagði til í fyrradag, í gegnum þingið. Meiri líkur eru taldar á því að þingmenn samþykki að öll viðskipti með byssur verði undir eftirliti og bakgrunnur kaupenda verði skoðaður betur. Obama biðlaði til þingmanna að aðhafast mjög fljótt í málunum þegar hann kynnti tillögur sínar í Washington, mánuði eftir skotárásina á Sandy Hook-barnaskólann í Newton, þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir. Tillögurnar munu kosta 500 milljónir dollara ef þær ná fram að ganga, og eru sagðar þær víðfeðmustu í takmörkun á byssueign í tuttugu ár. Forsetinn mun ferðast um landið til að kynna tillögurnar. Staðan í þinginu Repúblikanar eru í meirihluta í bandarísku fulltrúadeildinni og þeir eru mótfallnir hertri byssulöggjöf. Í öldungadeild eru flokksmenn forsetans, demókratar, í meirihluta en hann á stuðning þeirra alls ekki vísan. Örlög tillagna hans eru talin ráðast af afstöðu nokkurra hófsamra öldungadeildarþingmanna meðal demókrata. Litlar líkur eru á því að þeir muni styðja bann við árásarrifflum, en þeir gætu stutt hinar tillögurnar sem forsetinn hefur sett fram. Forsetinn, sem sver embættiseið í annað sinn á morgun, á erfiða baráttu fram undan við fulltrúadeildina. Nú í byrjun annars kjörtímabilsins þarf hann stuðning repúblikana í efnahagsmálum og til þess að koma umfangsmiklum breytingum á innflytjendalögum í gegn. Byssulöggjöfin gæti svo bæst ofan á. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa gert það ljóst að þeir muni bíða aðgerða öldungadeildarinnar í málinu. „Nefndir fulltrúadeildarinnar munu skoða þessar tillögur. Og ef öldungadeildin samþykkir þær, mun fulltrúadeildin einnig skoða þær," sagði talsmaður forseta deildarinnar, Johns Boehner. Öldungadeildarþingmenn munu koma saman á ný í næstu viku og er búist við því að þá hefjist umræður um hvernig tekið verði á tillögunum. Mögulegt er að þeim verði skipt upp og kosið verði um þær hvora í sínu lagi. NRA tilbúið í átök aldarinnar Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, segjast tilbúin í „átök aldarinnar," gegn tillögunum. David Keene, yfirmaður NRA, sagði í gær að samtökin væru þó samþykk því að bakgrunnur byssukaupenda væri kannaður betur. Þau væru hins vegar mótfallin öðrum takmörkunum og teldu of mikla áherslu lagða á að banna ákveðnar tegundir vopna. „Raunverulega spurningin sem þarf að svara er ekki hvað á að gera í sambandi við byssurnar, heldur hvernig á að gera skólana okkar öruggari." Þá sagði hann að embættismenn ættu frekar að beina sjónum sínum að brotalömum í geðheilbrigðiskerfinu ef ætlun þeirra væri að útrýma byssuárásum. „Rétturinn til að bera vopn er réttur, þrátt fyrir óbeit forsetans á öðrum viðauka stjórnarskrárinnar," sagði Tim Huelskamp, þingmaður repúblikana við fjölmiðla í gær, en margir telja tillögurnar brjóta í bága við viðaukann, þar sem kveðið er á um rétt manna til að eiga og bera vopn. Obama hefur þverneitað að tillögurnar gangi gegn stjórnarskránni og Leon Panetta, fráfarandi varnarmálaráðherra, hefur tekið í sama streng. „Ég veit ekki af hverju í fjandanum fólk þarf að eiga sjálfvirk vopn," sagði hann við hóp bandarískra hermanna sem hann heimsótti á Ítalíu í gær. „Hver í fjandanum þarf byssukúlur sem ná í gegnum skotheldan klæðnað nema þið sem eruð í bardögum?" spurði hann þá einnig. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. Ólíklegt er talið að Barack Obama Bandaríkjaforseta takist að koma banni gegn sjálfvirkum árásarskotvopnum, sem hann lagði til í fyrradag, í gegnum þingið. Meiri líkur eru taldar á því að þingmenn samþykki að öll viðskipti með byssur verði undir eftirliti og bakgrunnur kaupenda verði skoðaður betur. Obama biðlaði til þingmanna að aðhafast mjög fljótt í málunum þegar hann kynnti tillögur sínar í Washington, mánuði eftir skotárásina á Sandy Hook-barnaskólann í Newton, þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir. Tillögurnar munu kosta 500 milljónir dollara ef þær ná fram að ganga, og eru sagðar þær víðfeðmustu í takmörkun á byssueign í tuttugu ár. Forsetinn mun ferðast um landið til að kynna tillögurnar. Staðan í þinginu Repúblikanar eru í meirihluta í bandarísku fulltrúadeildinni og þeir eru mótfallnir hertri byssulöggjöf. Í öldungadeild eru flokksmenn forsetans, demókratar, í meirihluta en hann á stuðning þeirra alls ekki vísan. Örlög tillagna hans eru talin ráðast af afstöðu nokkurra hófsamra öldungadeildarþingmanna meðal demókrata. Litlar líkur eru á því að þeir muni styðja bann við árásarrifflum, en þeir gætu stutt hinar tillögurnar sem forsetinn hefur sett fram. Forsetinn, sem sver embættiseið í annað sinn á morgun, á erfiða baráttu fram undan við fulltrúadeildina. Nú í byrjun annars kjörtímabilsins þarf hann stuðning repúblikana í efnahagsmálum og til þess að koma umfangsmiklum breytingum á innflytjendalögum í gegn. Byssulöggjöfin gæti svo bæst ofan á. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa gert það ljóst að þeir muni bíða aðgerða öldungadeildarinnar í málinu. „Nefndir fulltrúadeildarinnar munu skoða þessar tillögur. Og ef öldungadeildin samþykkir þær, mun fulltrúadeildin einnig skoða þær," sagði talsmaður forseta deildarinnar, Johns Boehner. Öldungadeildarþingmenn munu koma saman á ný í næstu viku og er búist við því að þá hefjist umræður um hvernig tekið verði á tillögunum. Mögulegt er að þeim verði skipt upp og kosið verði um þær hvora í sínu lagi. NRA tilbúið í átök aldarinnar Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, segjast tilbúin í „átök aldarinnar," gegn tillögunum. David Keene, yfirmaður NRA, sagði í gær að samtökin væru þó samþykk því að bakgrunnur byssukaupenda væri kannaður betur. Þau væru hins vegar mótfallin öðrum takmörkunum og teldu of mikla áherslu lagða á að banna ákveðnar tegundir vopna. „Raunverulega spurningin sem þarf að svara er ekki hvað á að gera í sambandi við byssurnar, heldur hvernig á að gera skólana okkar öruggari." Þá sagði hann að embættismenn ættu frekar að beina sjónum sínum að brotalömum í geðheilbrigðiskerfinu ef ætlun þeirra væri að útrýma byssuárásum. „Rétturinn til að bera vopn er réttur, þrátt fyrir óbeit forsetans á öðrum viðauka stjórnarskrárinnar," sagði Tim Huelskamp, þingmaður repúblikana við fjölmiðla í gær, en margir telja tillögurnar brjóta í bága við viðaukann, þar sem kveðið er á um rétt manna til að eiga og bera vopn. Obama hefur þverneitað að tillögurnar gangi gegn stjórnarskránni og Leon Panetta, fráfarandi varnarmálaráðherra, hefur tekið í sama streng. „Ég veit ekki af hverju í fjandanum fólk þarf að eiga sjálfvirk vopn," sagði hann við hóp bandarískra hermanna sem hann heimsótti á Ítalíu í gær. „Hver í fjandanum þarf byssukúlur sem ná í gegnum skotheldan klæðnað nema þið sem eruð í bardögum?" spurði hann þá einnig.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira