Vignir besti maður liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2013 07:00 Vignir Svavarsson og Sverre Jakobsson voru flottir á HM á Spáni. Vignir var besti maðurinn að mati Fréttablaðsins. Fréttablaðið/Vilhelm Fyrsta stórmóti íslenska landsliðsins í handbolta undir stjórn Arons Kristjánssonar lauk fyrr en flestir höfðu vonað. Liðið getur vissulega kennt einhverjum um að hafa verið fórnarlamb aðstæðna í A-riðlinum sem þýddi að Frakkar urðu mótherjar liðsins í sextán liða úrslitunum í stað Þýskalands, Brasilíu eða Túnis. Frakkarnir voru einfaldlega númeri of stórir fyrir íslensku strákana sem stóðu sig samt mjög vel og stríddu frönsku vélinni sem landaði að lokum naumum sigri eftir spennuleik. Það reyndi svo sannarlega mikið á Aron þjálfara á fyrsta móti. Það er ekki auðvelt að taka við af Guðmundi Guðmundssyni, sigursælasta þjálfara Íslands frá upphafi, en að auki missti liðið lykilmenn eins og Alexander Petersson og Arnór Atlason auk þess sem Ólafur Stefánsson gaf ekki kost á sér. Miklar breytingar urðu á vörninni og hægri skyttustaðan var nánast skilin eftir bitlaus. Endurskipulagning varnarinnar tókst vel og sóknarleikurinn batnaði með hverjum leik þrátt fyrir afar lítið framlag úr hægri skyttustöðunni, einni af bestu stöðum landsliðsins í mörg ár. Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk það stóra próf að taka við af Ólafi og Alexander. Hann stóð sig vel varnarlega og á mikið í velgengni liðsins þar en kolféll hins vegar sóknarlega og fyrir vikið var ójafnvægið mikið í uppstilltum sóknarleik íslenska liðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins hafa valið Vigni Svavarsson besta leikmann íslenska liðsins á mótinu en hann kom mjög sterkur inn í íslensku vörnina í forföllum Ingimundar Ingimundarson og Alexanders Peterssonar. Það var einkum innkoma Vignis sem gerði það að verkum að glæný vörn íslenska liðsins varð svona árangursrík. Vignir fékk að margra mati alltof fá tækifæri í liðinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar en sýndi mátt sinn og megin í þessum sex leikjum á Spáni. Þá má ekki gleyma framlagi Vignis í hraðaupphlaupunum en hann var með 11 mörk og 7 stoðsendingar án þess að spila sóknarleikinn. Fleiri leikmenn stóðu sig mjög vel, aðrir skiluðu sínu en nokkrir þurfa að spila betur ætli landsliðið sér að komast lengra. Hér á síðunni má sjá dóma Fréttablaðsins yfir frammistöðu strákanna okkar á Spáni. Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
Fyrsta stórmóti íslenska landsliðsins í handbolta undir stjórn Arons Kristjánssonar lauk fyrr en flestir höfðu vonað. Liðið getur vissulega kennt einhverjum um að hafa verið fórnarlamb aðstæðna í A-riðlinum sem þýddi að Frakkar urðu mótherjar liðsins í sextán liða úrslitunum í stað Þýskalands, Brasilíu eða Túnis. Frakkarnir voru einfaldlega númeri of stórir fyrir íslensku strákana sem stóðu sig samt mjög vel og stríddu frönsku vélinni sem landaði að lokum naumum sigri eftir spennuleik. Það reyndi svo sannarlega mikið á Aron þjálfara á fyrsta móti. Það er ekki auðvelt að taka við af Guðmundi Guðmundssyni, sigursælasta þjálfara Íslands frá upphafi, en að auki missti liðið lykilmenn eins og Alexander Petersson og Arnór Atlason auk þess sem Ólafur Stefánsson gaf ekki kost á sér. Miklar breytingar urðu á vörninni og hægri skyttustaðan var nánast skilin eftir bitlaus. Endurskipulagning varnarinnar tókst vel og sóknarleikurinn batnaði með hverjum leik þrátt fyrir afar lítið framlag úr hægri skyttustöðunni, einni af bestu stöðum landsliðsins í mörg ár. Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk það stóra próf að taka við af Ólafi og Alexander. Hann stóð sig vel varnarlega og á mikið í velgengni liðsins þar en kolféll hins vegar sóknarlega og fyrir vikið var ójafnvægið mikið í uppstilltum sóknarleik íslenska liðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins hafa valið Vigni Svavarsson besta leikmann íslenska liðsins á mótinu en hann kom mjög sterkur inn í íslensku vörnina í forföllum Ingimundar Ingimundarson og Alexanders Peterssonar. Það var einkum innkoma Vignis sem gerði það að verkum að glæný vörn íslenska liðsins varð svona árangursrík. Vignir fékk að margra mati alltof fá tækifæri í liðinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar en sýndi mátt sinn og megin í þessum sex leikjum á Spáni. Þá má ekki gleyma framlagi Vignis í hraðaupphlaupunum en hann var með 11 mörk og 7 stoðsendingar án þess að spila sóknarleikinn. Fleiri leikmenn stóðu sig mjög vel, aðrir skiluðu sínu en nokkrir þurfa að spila betur ætli landsliðið sér að komast lengra. Hér á síðunni má sjá dóma Fréttablaðsins yfir frammistöðu strákanna okkar á Spáni.
Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira