Brugðist við erfiðum málum Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 25. janúar 2013 10:00 Það deila ef til vill margir þeirri tilfinningu minni að það hafi verið æði erfitt að fylgjast með fjölmiðlum þessar fyrstu vikur ársins. Ástæðan er einfaldlega sú að óvanalega mörg fréttamál hafa komið upp sem snúast um kynferðisbrot gegn börnum. Líklega vekur enginn glæpur upp jafn sterkar tilfinningar og kynferðisbrot gegn barni; annars vegar reiði gagnvart gerandanum og hins vegar samúð með fórnarlambinu. Það er því oft átakanlegt að hlusta á sögur fórnarlamba sem stíga í mörgum tilvikum fram eftir fjölda ára eða jafnvel áratuga sársaukafulla þögn. Einna mest sláandi hefur verið fréttaflutningur af kynferðisbrotum Karls Vignis Þorsteinssonar sem Kastljósið kom af stað með umfjöllun sinni. Svo virðist sem Karl Vignir hafi komist upp með brot gegn tugum barna í áratugi þrátt fyrir að fjöldi fólks hafi haft grun og jafnvel vitneskju um einstök brot. Það er ekki skemmtilegt að fjölmiðlar séu uppfullir af fréttum um kynferðisbrotamál en það er mögulega þroskamerki á íslensku samfélagi að fleiri mál sem þessi komist upp á yfirborðið. Þroskamerki þar sem það bendir til þess að samfélagið láti sig brotin meira varða en áður fyrr og líði þau síður. Það vekur svo aftur vonir um að fórnarlömb eigi framvegis auðveldara með að stíga fram og að saga Karl Vignis geti ekki endurtekið sig. Mál Karls Vignis er alls ekki eina kynferðisbrotamálið sem komið hefur upp að undanförnu en það er að mörgu leyti sérstakt. Ekki síst vegna þess hve löng brotasaga Karls Vignis virðist vera og vegna játninga hans. Það sem sameinar hins vegar þessi barnaníðsmál eru viðbrögðin við umfjölluninni sem hafa verið afar sterk og samhljóða. Hafa þau einkennst af því að fórnarlömbunum hefur verið sýndur skilningur og þeim hampað fyrir að hafa haft hugrekki til að tala um brotin. Ég hef í það minnsta ekki heyrt raddir velta því upp að hér geti í einhverjum tilvikum verið um að ræða falskar ásakanir sem að baki liggja annarlegar hvatir. Þetta er athyglisvert því slíkar raddir heyrast jafnan þegar ásakanir um kynferðisbrot gegn fullorðnum, nauðganir, komast í fréttir. Það er nefnilega furðu algengt að fyrstu viðbrögð við fregnum af nauðgunarkærum séu tortryggni og jafnvel einhvers konar andúð gagnvart kærandanum. Sem er einkennilegt í ljósi þess hve sjaldgæft það er að ásakanir um kynferðisbrot séu settar fram að ósekju, eins og fjöldi rannsókna getur vitnað um, og þess hvaða áhrif slík viðbrögð geta haft á hegðun fórnarlamba. Því ber að fagna að íslenskt samfélag hafi þroskast þegar kemur að viðbrögðum við ásökunum um barnaníð. Það er umhugsunarvert að sama þroska er ekki alltaf fyrir að fara í öðrum kynferðisbrotamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun
Það deila ef til vill margir þeirri tilfinningu minni að það hafi verið æði erfitt að fylgjast með fjölmiðlum þessar fyrstu vikur ársins. Ástæðan er einfaldlega sú að óvanalega mörg fréttamál hafa komið upp sem snúast um kynferðisbrot gegn börnum. Líklega vekur enginn glæpur upp jafn sterkar tilfinningar og kynferðisbrot gegn barni; annars vegar reiði gagnvart gerandanum og hins vegar samúð með fórnarlambinu. Það er því oft átakanlegt að hlusta á sögur fórnarlamba sem stíga í mörgum tilvikum fram eftir fjölda ára eða jafnvel áratuga sársaukafulla þögn. Einna mest sláandi hefur verið fréttaflutningur af kynferðisbrotum Karls Vignis Þorsteinssonar sem Kastljósið kom af stað með umfjöllun sinni. Svo virðist sem Karl Vignir hafi komist upp með brot gegn tugum barna í áratugi þrátt fyrir að fjöldi fólks hafi haft grun og jafnvel vitneskju um einstök brot. Það er ekki skemmtilegt að fjölmiðlar séu uppfullir af fréttum um kynferðisbrotamál en það er mögulega þroskamerki á íslensku samfélagi að fleiri mál sem þessi komist upp á yfirborðið. Þroskamerki þar sem það bendir til þess að samfélagið láti sig brotin meira varða en áður fyrr og líði þau síður. Það vekur svo aftur vonir um að fórnarlömb eigi framvegis auðveldara með að stíga fram og að saga Karl Vignis geti ekki endurtekið sig. Mál Karls Vignis er alls ekki eina kynferðisbrotamálið sem komið hefur upp að undanförnu en það er að mörgu leyti sérstakt. Ekki síst vegna þess hve löng brotasaga Karls Vignis virðist vera og vegna játninga hans. Það sem sameinar hins vegar þessi barnaníðsmál eru viðbrögðin við umfjölluninni sem hafa verið afar sterk og samhljóða. Hafa þau einkennst af því að fórnarlömbunum hefur verið sýndur skilningur og þeim hampað fyrir að hafa haft hugrekki til að tala um brotin. Ég hef í það minnsta ekki heyrt raddir velta því upp að hér geti í einhverjum tilvikum verið um að ræða falskar ásakanir sem að baki liggja annarlegar hvatir. Þetta er athyglisvert því slíkar raddir heyrast jafnan þegar ásakanir um kynferðisbrot gegn fullorðnum, nauðganir, komast í fréttir. Það er nefnilega furðu algengt að fyrstu viðbrögð við fregnum af nauðgunarkærum séu tortryggni og jafnvel einhvers konar andúð gagnvart kærandanum. Sem er einkennilegt í ljósi þess hve sjaldgæft það er að ásakanir um kynferðisbrot séu settar fram að ósekju, eins og fjöldi rannsókna getur vitnað um, og þess hvaða áhrif slík viðbrögð geta haft á hegðun fórnarlamba. Því ber að fagna að íslenskt samfélag hafi þroskast þegar kemur að viðbrögðum við ásökunum um barnaníð. Það er umhugsunarvert að sama þroska er ekki alltaf fyrir að fara í öðrum kynferðisbrotamálum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun