Er lítið mál að lofa of miklu? Sighvatur Björgvinsson skrifar 26. febrúar 2013 06:00 Sumir frambjóðendur, jafnvel úr „mínum“ flokki, tala um að sanngjarnt sé að þeir sem lítið skulda greiði skuldir fyrir þá sem mikið skulda. Fáir eða engir þeirra leyfa sér þann munað að segja hvernig það skuli gert. Heill flokkur segist ætla að létta af skuldurum 20% skulda þeirra með „sanngjörnum“ hætti, en nefnd þurfi að starfa í sex mánuði til þess að hægt sé að útlista hvernig það skuli gert. Skili af sér fjórum mánuðum eftir kosningar!Einfalt reikningsdæmi Vandamál „hinnar sanngjörnu lausnar“ er hins vegar jafn einfalt og útfærslan virðist eiga að vera flókin. Eignir Íbúðalánasjóðs í verðtryggðum lánum til fasteignakaupa nema um 950 milljörðum króna. Ætli menn að lækka þá eignastöðu – skuldastöðu skuldara Íbúðalánasjóðs – um 20% þá kostar það 190 milljarða króna. Þetta á að gera í sjónhendingu. Þar sem ríkissjóður stendur á bak við Íbúðalánasjóð merkir það einfaldlega að ríkissjóður verður að leggja Íbúðalánasjóði til þá peninga. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af tekjusköttum allra einstaklinga í landinu eiga á næsta ári að nema 135,5 milljörðum króna. Þó tekjuskattar yrðu tvöfaldaðir – hæsta skattþrep þá um 90% af tekjum – þá dygði viðbótin ekki til. Þó tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti yrðu tvöfaldaðar með því að hækka skattinn upp í 51% af veltu myndi viðbótin ekki heldur duga til. Sanngjarnt – ekki satt? Sanngjarnt ekki hvað síst vegna þess að skuldugt fólk er skattgreiðendur og myndi fá reikninginn sendan ekkert síður en þeir skattborgarar sem skulda lítið. Svo tala sömu frambjóðendur á sama tíma um að þeir ætli að lækka skattgjöld fólksins. Hvílík snilld!Börnin taki þátt Þó skuldaniðurfellingin eigi að fara fram í sjónhendingu þarf auðvitað ekki að afla tekna til þess að standa undir henni innan ársins. Alltaf má reyna að taka þessa 190 milljarða að láni í útlöndum til viðbótar við aðrar skuldir ríkissjóðs. Vandamálið gæti þó orðið hver vildi lána – en það mun væntanlega reddast, ekki satt? Svo mætti greiða lánið til baka á svo sem þrjátíu árum. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi þyrftu skattborgarar, þ.á.m. skuldugir skattborgarar, ekki að taka á sig byrðina í einni sjónhendingu heldur gætu dreift henni á lengri tíma. Í öðru lagi væri þetta góð aðferð til þess að láta börnin, sem nú eru að alast upp og þeirra börn hjálpa til við að greiða verðtryggðar skuldir foreldranna. Fjarska sanngjarnt – ekki satt?! Þarf að ræða það meir?!Áhrifin á lífeyrissjóðina Þetta er vandinn hjá Íbúðalánasjóði. Þá er ótalinn vandi lífeyrissjóðanna. Eignir þeirra í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema 600-700 milljörðum. Hrein eign lífeyrissjóðanna í árslok 2012 nam 2.390 milljörðum króna. Eignir lífeyrissjóðanna í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema því um 25-26% heildareigna sjóðanna. Eigi að lækka útistandandi kröfur Íbúðalánasjóðs um 20% þá er líklegt að reynt verði að flytja þá lækkun yfir í samsvarandi lækkun á verðtryggðum eignarhlut lífeyrissjóðanna hjá Íbúðalánasjóði. Með því myndi eignastaða sjóðanna lækka um 120-140 milljarða króna. Það er lækkun um 6-7% af heildareign sjóðanna. Slíkt áfall myndi samsvara um þriðjungi þess áfalls sem varð hjá lífeyrissjóðunum í hruninu. Afleiðingar þess um stöðu sjóðanna og lækkun lífeyris eru mörgum enn í fersku minni. En er ekki sanngjarnt að lífeyrisþegar taki á sig slíkt áfall til viðbótar þannig að afi og amma hjálpi líka til við að borga? Fæst þeirra skulda hvort eð er mjög mikið og ættu því að vera aflögufær. Er þetta því ekki ýkja sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Sumir frambjóðendur, jafnvel úr „mínum“ flokki, tala um að sanngjarnt sé að þeir sem lítið skulda greiði skuldir fyrir þá sem mikið skulda. Fáir eða engir þeirra leyfa sér þann munað að segja hvernig það skuli gert. Heill flokkur segist ætla að létta af skuldurum 20% skulda þeirra með „sanngjörnum“ hætti, en nefnd þurfi að starfa í sex mánuði til þess að hægt sé að útlista hvernig það skuli gert. Skili af sér fjórum mánuðum eftir kosningar!Einfalt reikningsdæmi Vandamál „hinnar sanngjörnu lausnar“ er hins vegar jafn einfalt og útfærslan virðist eiga að vera flókin. Eignir Íbúðalánasjóðs í verðtryggðum lánum til fasteignakaupa nema um 950 milljörðum króna. Ætli menn að lækka þá eignastöðu – skuldastöðu skuldara Íbúðalánasjóðs – um 20% þá kostar það 190 milljarða króna. Þetta á að gera í sjónhendingu. Þar sem ríkissjóður stendur á bak við Íbúðalánasjóð merkir það einfaldlega að ríkissjóður verður að leggja Íbúðalánasjóði til þá peninga. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af tekjusköttum allra einstaklinga í landinu eiga á næsta ári að nema 135,5 milljörðum króna. Þó tekjuskattar yrðu tvöfaldaðir – hæsta skattþrep þá um 90% af tekjum – þá dygði viðbótin ekki til. Þó tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti yrðu tvöfaldaðar með því að hækka skattinn upp í 51% af veltu myndi viðbótin ekki heldur duga til. Sanngjarnt – ekki satt? Sanngjarnt ekki hvað síst vegna þess að skuldugt fólk er skattgreiðendur og myndi fá reikninginn sendan ekkert síður en þeir skattborgarar sem skulda lítið. Svo tala sömu frambjóðendur á sama tíma um að þeir ætli að lækka skattgjöld fólksins. Hvílík snilld!Börnin taki þátt Þó skuldaniðurfellingin eigi að fara fram í sjónhendingu þarf auðvitað ekki að afla tekna til þess að standa undir henni innan ársins. Alltaf má reyna að taka þessa 190 milljarða að láni í útlöndum til viðbótar við aðrar skuldir ríkissjóðs. Vandamálið gæti þó orðið hver vildi lána – en það mun væntanlega reddast, ekki satt? Svo mætti greiða lánið til baka á svo sem þrjátíu árum. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi þyrftu skattborgarar, þ.á.m. skuldugir skattborgarar, ekki að taka á sig byrðina í einni sjónhendingu heldur gætu dreift henni á lengri tíma. Í öðru lagi væri þetta góð aðferð til þess að láta börnin, sem nú eru að alast upp og þeirra börn hjálpa til við að greiða verðtryggðar skuldir foreldranna. Fjarska sanngjarnt – ekki satt?! Þarf að ræða það meir?!Áhrifin á lífeyrissjóðina Þetta er vandinn hjá Íbúðalánasjóði. Þá er ótalinn vandi lífeyrissjóðanna. Eignir þeirra í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema 600-700 milljörðum. Hrein eign lífeyrissjóðanna í árslok 2012 nam 2.390 milljörðum króna. Eignir lífeyrissjóðanna í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema því um 25-26% heildareigna sjóðanna. Eigi að lækka útistandandi kröfur Íbúðalánasjóðs um 20% þá er líklegt að reynt verði að flytja þá lækkun yfir í samsvarandi lækkun á verðtryggðum eignarhlut lífeyrissjóðanna hjá Íbúðalánasjóði. Með því myndi eignastaða sjóðanna lækka um 120-140 milljarða króna. Það er lækkun um 6-7% af heildareign sjóðanna. Slíkt áfall myndi samsvara um þriðjungi þess áfalls sem varð hjá lífeyrissjóðunum í hruninu. Afleiðingar þess um stöðu sjóðanna og lækkun lífeyris eru mörgum enn í fersku minni. En er ekki sanngjarnt að lífeyrisþegar taki á sig slíkt áfall til viðbótar þannig að afi og amma hjálpi líka til við að borga? Fæst þeirra skulda hvort eð er mjög mikið og ættu því að vera aflögufær. Er þetta því ekki ýkja sanngjarnt?
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun