Að selja útópíu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Framsóknarflokkurinn er vinsælasti stjórnmálaflokkur á Íslandi samkvæmt niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtast hér í blaðinu í dag. Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Hlutfall óákveðinna er reyndar enn ótrúlega hátt, en um fjörutíu prósent aðspurðra segjast ekki hafa gert upp hug sinn eða vera ákveðnir í að kjósa ekki í þessum kosningum. Það eru því allar horfur á að kosningabaráttan einkennist af því að gera kjósendum gylliboð sem engin leið er að standa við að loknum kosningum til að freista þess að lokka til sín þá óákveðnu. Í þeirri deild er Framsóknarflokkurinn á heimavelli. Í viðtali við Hlyn Hallsson myndlistarmann, sem einnig hefur setið á Alþingi, í Fréttablaðinu fyrir skemmstu sagði hann eitthvað á þá leið að listir og pólitík færu ágætlega saman þar sem hvort tveggja gengi út á það að reyna að selja fólki útópíur. Framsóknarflokkurinn hefur gengið flokka lengst í þeirri sölumennsku og eins óraunhæfar og útópíur hans virðast vera þá ganga þær greinilega í hinn almenna kjósanda. Engu virðist skipta þótt þingflokksformaðurinn hafi viðurkennt að allt tal um niðurfellingu verðtryggingar sé óraunhæft og aldrei hafi staðið til að afnema verðtryggingu af þeim lánum sem fólk hafi þegar tekið. Kjósendur heyra það sem þeir vilja heyra og því loðnari sem loforðin eru, þeim mun meiri hljómgrunn virðast flokkar fá. Skemmst er að minnast loforðs Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu: Alls konar fyrir aumingja, sem skilaði flokknum glæstum sigri. Verðtryggingarumræðan er þó væntanlega langt því frá það eina sem Framsóknarflokkurinn safnar fylgi út á. Fyrir síðustu kosningar var nánast alfarið skipt um forystu og reynt að selja þá hugmynd að gömlu spillingaröflin hefðu ekki lengur nokkur ítök í flokknum. Sú andlitslyfting dugði skammt í þeim kosningum en virðist vera að skila árangri nú. Hin meinta staðfesta í Icesave-málinu virðist líka vega þungt á vogarskálum kjósenda, enda gullfiskaminni þeirra viðbrugðið. Kannski segir þessi árangur Framsóknarflokksins þó einna mest um gjaldþrot hinna gömlu flokkanna. Jóhanna og Steingrímur hafa á síðustu fjórum árum orðið að einhvers konar grýlugervingum í huga þjóðarinnar og þótt þeim hafi nú verið skipt út fyrir nýrri og ferskari andlit virðist það engan veginn duga til. Umdeild fjármálafortíð formanns Sjálfstæðisflokksins og forkastanlegar ályktanir landsfundar flokksins fyrir skömmu vekja ekki von um þá útópíu sem kjósendur þrá og flokkurinn má sætta sig við að vera næststærsti flokkur landsins í fyrsta sinn í manna minnum. Björt framtíð nær ekki að höfða til aðdáenda Besta flokksins, enda í augum flestra skilgetið afkvæmi Samfylkingarinnar. Nýju framboðin eru einfaldlega allt of mörg og með of óljósa stefnu til að fjöldinn nenni einu sinni að leggja það á sig að kynna sér hvað þau hafa fram að færa. Þrautalendingin er Framsókn og loforðaflaumur hennar, slík er veruleikafirring þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun
Framsóknarflokkurinn er vinsælasti stjórnmálaflokkur á Íslandi samkvæmt niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtast hér í blaðinu í dag. Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Hlutfall óákveðinna er reyndar enn ótrúlega hátt, en um fjörutíu prósent aðspurðra segjast ekki hafa gert upp hug sinn eða vera ákveðnir í að kjósa ekki í þessum kosningum. Það eru því allar horfur á að kosningabaráttan einkennist af því að gera kjósendum gylliboð sem engin leið er að standa við að loknum kosningum til að freista þess að lokka til sín þá óákveðnu. Í þeirri deild er Framsóknarflokkurinn á heimavelli. Í viðtali við Hlyn Hallsson myndlistarmann, sem einnig hefur setið á Alþingi, í Fréttablaðinu fyrir skemmstu sagði hann eitthvað á þá leið að listir og pólitík færu ágætlega saman þar sem hvort tveggja gengi út á það að reyna að selja fólki útópíur. Framsóknarflokkurinn hefur gengið flokka lengst í þeirri sölumennsku og eins óraunhæfar og útópíur hans virðast vera þá ganga þær greinilega í hinn almenna kjósanda. Engu virðist skipta þótt þingflokksformaðurinn hafi viðurkennt að allt tal um niðurfellingu verðtryggingar sé óraunhæft og aldrei hafi staðið til að afnema verðtryggingu af þeim lánum sem fólk hafi þegar tekið. Kjósendur heyra það sem þeir vilja heyra og því loðnari sem loforðin eru, þeim mun meiri hljómgrunn virðast flokkar fá. Skemmst er að minnast loforðs Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu: Alls konar fyrir aumingja, sem skilaði flokknum glæstum sigri. Verðtryggingarumræðan er þó væntanlega langt því frá það eina sem Framsóknarflokkurinn safnar fylgi út á. Fyrir síðustu kosningar var nánast alfarið skipt um forystu og reynt að selja þá hugmynd að gömlu spillingaröflin hefðu ekki lengur nokkur ítök í flokknum. Sú andlitslyfting dugði skammt í þeim kosningum en virðist vera að skila árangri nú. Hin meinta staðfesta í Icesave-málinu virðist líka vega þungt á vogarskálum kjósenda, enda gullfiskaminni þeirra viðbrugðið. Kannski segir þessi árangur Framsóknarflokksins þó einna mest um gjaldþrot hinna gömlu flokkanna. Jóhanna og Steingrímur hafa á síðustu fjórum árum orðið að einhvers konar grýlugervingum í huga þjóðarinnar og þótt þeim hafi nú verið skipt út fyrir nýrri og ferskari andlit virðist það engan veginn duga til. Umdeild fjármálafortíð formanns Sjálfstæðisflokksins og forkastanlegar ályktanir landsfundar flokksins fyrir skömmu vekja ekki von um þá útópíu sem kjósendur þrá og flokkurinn má sætta sig við að vera næststærsti flokkur landsins í fyrsta sinn í manna minnum. Björt framtíð nær ekki að höfða til aðdáenda Besta flokksins, enda í augum flestra skilgetið afkvæmi Samfylkingarinnar. Nýju framboðin eru einfaldlega allt of mörg og með of óljósa stefnu til að fjöldinn nenni einu sinni að leggja það á sig að kynna sér hvað þau hafa fram að færa. Þrautalendingin er Framsókn og loforðaflaumur hennar, slík er veruleikafirring þjóðarinnar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun