Staðreyndir um skuldavanda heimila Konráð Guðjónsson skrifar 13. apríl 2013 07:00 Það er orðin viðurkennd hugmynd að heimili landsins séu öll svo þjökuð af skuldum eftir hrun að annað eins hafi ekki sést og nú sé því nauðsynlegt að ráðast í almennar niðurfærslur á húsnæðislánum heimilanna. Þetta á að gera í nafni réttlætis og svo að hér fari ekki allt í bál og brand. Undirritaður er, svo vægt sé til orða tekið, fullur efasemda. Getur verið að þetta sé rangt og þessi hugmynd hafi orðið til út af múgæsingi, gegndarlausum áróðri, minnisleysi og því sem kallast peningaglýja (e. money illusion)? Margir hrista eflaust hausinn yfir slíkum vangaveltum, sem er skiljanlegt. Við nánari skoðun kemur þó annað í ljós. 1. Heimasíða Hagstofu Íslands hefur að geyma ýmsar athyglisverðar tölur um fjárhag heimila frá 2004 (http://hagstofa.is/pages/2495). Þar kemur meðal annars eftirfarandi fram: - Hlutfall heimila í vanskilum vegna leigu eða lána árið 2004 var 9,4% sbr. 10,1% árið 2012. Með öðrum orðum var vandinn svipaður í góðæri, þegar kaupmáttur var þar að auki um 2% lægri en hann er í dag. Enginn talaði þá um slæmt ástand heimilanna og nauðsyn leiðréttingar. - Húsnæðiskostnaður á Íslandi, sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, virðist ekki vera langt frá því sem gengur og gerist í Evrópu og virðist ekki hafa hækkað frekar á Íslandi en annars staðar eftir hrun. Á árunum 2005-2010 hefur hann verið 16,4-18,7% sem er á bilinu 0,1-1,7% hærra en í Evrópusambandinu. - Þeir sem leigja hafa frá 2004 þurft að glíma við meira íþyngjandi húsnæðiskostnað (skilgreining Hagstofu: Ef 40% eða meira af ráðstöfunartekjum fara í húsnæðiskostnað) en þeir sem búa í eigin húsnæði. Árið 2011 var hlutfall heimila í þessari stöðu í leiguhúsnæði 16,4%, en 10% þeirra sem búa í eigin húsnæði. - Árið 2004 áttu 9,7% heimila mjög erfitt með að ná endum saman og 36,6% erfitt eða nokkuð erfitt með það. Árið 2012 voru þessar tölur nær þær sömu, eða 11,5% og 36,7%. Staðan 2004 og 2012 er því nánast sú sama. - Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum meðalheimilis með húsnæðislán var 20,2% árið 2006, en 18,7% árið 2011. - Árið 2007 áttu 28,4% heimila erfitt með að ná endum saman og 29,8% gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum, á toppi góðærisins. - Í tölum Hagstofunnar er ekkert sem bendir til þess að staða heimilanna fari versnandi. Í raun lítur út fyrir að hún fari batnandi, t.d. með því að færri áttu erfitt með að ná endum saman árið 2012 heldur en 2011. 2. Á vef Hagstofunnar eru einnig tölur um verðbólgu og launaþróun sem styðja þetta. Þær styðja líka þann grun að ein lykilástæða þessara hugmynda sé peningaglýja: - Verðlag hefur hækkað um 50,4% frá júlí 2007 til dagsins í dag, sem þýðir að verðtryggt lán, sem ekkert er greitt af, hefur hækkað um 50,4%. Á sama tíma hefur vísitala launa hækkað um 40,4%. Launaþróun hefur því að miklu leyti náð að bæta upp fyrir hækkun lánanna, þótt vissulega sé þarna munur. - Til útskýringar, þá væru skuldug heimili að öllu óbreyttu að greiða jafn hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í afborganir og vexti af lánum sínum og 2007 ef laun og verðlag hefðu hækkað jafn mikið. 3. Mikið er talað um að vandinn sé forsendubrestur. - Fólk skrifar sjálfviljugt undir lánasamning þar sem skilmálarnir eru skýrir – það veit það að lánið mun fylgja verðlagi. Það er eina forsendan fyrir utan aðra skilmála svo að fullyrðingar eins og „hér varð forsendubrestur“ eru býsna máttlaus rök. - En þá er gjarnan sagt: „Fólk gerði ekki ráð fyrir svona mikilli verðbólgu.“ Stutta svarið er: Það var ekki skynsamlegt, þetta er Ísland. Verðbólgan árin 2008 og 2009 var um 12% hvort ár. Meðalverðbólga frá lýðveldisstofnun er hærri, eða um 15%. Þegar fólk tekur lán eða fjárfestir veit það að aðstæður geta breyst. Það kallast ekki forsendubrestur heldur óvissa og hún mun alltaf vera til staðar. - Það var líka forsendubrestur samkvæmt þessari skilgreiningu að hlutabréfamarkaðurinn hrundi. Enginn hefur kallað eftir almennri leiðréttingu vegna taps í hlutabréfaviðskiptum. 4. Að lokum vil ég benda á hversu mikið virðist vera búið að rugla með réttlætishugtakið í umræðunni. Ef ríkið getur framkvæmt almennar niðurfellingar, þá hefur það augljóslega fjármuni til þess og getur ráðið því hvernig þeim er ráðstafað. Nú vona margir að hægt verði að fá mikla fjármuni frá kröfuhöfum bankanna í almenna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána, samt er ekkert sem segir að ráðstafa þurfi þeim fjármunum þannig. Þessir fjármunir gætu til dæmis nýst til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og sparað þannig strax marga milljarða í vaxtagjöld. Það er eitthvað sem allir græða á – skuldarar, þeir sem leigja og komandi kynslóðir. Hvernig er þá sanngjarnt að hampa sérstaklega þeim sem tóku verðtryggð lán, á kostnað annarra borgara? Hvernig er það réttlætanlegt gagnvart komandi kynslóðum að nýta ekki tækifærið til að minnka byrðarnar á þeim? Hvernig er réttlætanlegt að veita þeim sem skulda mest, þ.e.a.s. þeir sem eru að öllu jöfnu efnaðastir, langstærstu aðstoðina? Ef það á að veita aðstoð í húsnæðismálum, hvernig er þá réttlætanlegt að hjálpa þeim sem búa í eigin húsnæði en ekki þeim sem leigja og virðast hafa það verra? Árið 2007 héldum við að við værum bestu bankamenn í heimi og fyrr á sama áratugi ætluðu allir að græða á Decode. Við trúðum því að fótanuddtæki væri algjör snilld og að hundurinn Lúkas hefði verið drepinn á hrottalegan hátt. Vissulega er staðan ekki góð – langt í frá. Drögum samt andann djúpt, hlustum ekki á órökstuddar upphrópanir og skoðum staðreyndirnar. Þegar það er gert blasir allt annar veruleiki við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er orðin viðurkennd hugmynd að heimili landsins séu öll svo þjökuð af skuldum eftir hrun að annað eins hafi ekki sést og nú sé því nauðsynlegt að ráðast í almennar niðurfærslur á húsnæðislánum heimilanna. Þetta á að gera í nafni réttlætis og svo að hér fari ekki allt í bál og brand. Undirritaður er, svo vægt sé til orða tekið, fullur efasemda. Getur verið að þetta sé rangt og þessi hugmynd hafi orðið til út af múgæsingi, gegndarlausum áróðri, minnisleysi og því sem kallast peningaglýja (e. money illusion)? Margir hrista eflaust hausinn yfir slíkum vangaveltum, sem er skiljanlegt. Við nánari skoðun kemur þó annað í ljós. 1. Heimasíða Hagstofu Íslands hefur að geyma ýmsar athyglisverðar tölur um fjárhag heimila frá 2004 (http://hagstofa.is/pages/2495). Þar kemur meðal annars eftirfarandi fram: - Hlutfall heimila í vanskilum vegna leigu eða lána árið 2004 var 9,4% sbr. 10,1% árið 2012. Með öðrum orðum var vandinn svipaður í góðæri, þegar kaupmáttur var þar að auki um 2% lægri en hann er í dag. Enginn talaði þá um slæmt ástand heimilanna og nauðsyn leiðréttingar. - Húsnæðiskostnaður á Íslandi, sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, virðist ekki vera langt frá því sem gengur og gerist í Evrópu og virðist ekki hafa hækkað frekar á Íslandi en annars staðar eftir hrun. Á árunum 2005-2010 hefur hann verið 16,4-18,7% sem er á bilinu 0,1-1,7% hærra en í Evrópusambandinu. - Þeir sem leigja hafa frá 2004 þurft að glíma við meira íþyngjandi húsnæðiskostnað (skilgreining Hagstofu: Ef 40% eða meira af ráðstöfunartekjum fara í húsnæðiskostnað) en þeir sem búa í eigin húsnæði. Árið 2011 var hlutfall heimila í þessari stöðu í leiguhúsnæði 16,4%, en 10% þeirra sem búa í eigin húsnæði. - Árið 2004 áttu 9,7% heimila mjög erfitt með að ná endum saman og 36,6% erfitt eða nokkuð erfitt með það. Árið 2012 voru þessar tölur nær þær sömu, eða 11,5% og 36,7%. Staðan 2004 og 2012 er því nánast sú sama. - Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum meðalheimilis með húsnæðislán var 20,2% árið 2006, en 18,7% árið 2011. - Árið 2007 áttu 28,4% heimila erfitt með að ná endum saman og 29,8% gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum, á toppi góðærisins. - Í tölum Hagstofunnar er ekkert sem bendir til þess að staða heimilanna fari versnandi. Í raun lítur út fyrir að hún fari batnandi, t.d. með því að færri áttu erfitt með að ná endum saman árið 2012 heldur en 2011. 2. Á vef Hagstofunnar eru einnig tölur um verðbólgu og launaþróun sem styðja þetta. Þær styðja líka þann grun að ein lykilástæða þessara hugmynda sé peningaglýja: - Verðlag hefur hækkað um 50,4% frá júlí 2007 til dagsins í dag, sem þýðir að verðtryggt lán, sem ekkert er greitt af, hefur hækkað um 50,4%. Á sama tíma hefur vísitala launa hækkað um 40,4%. Launaþróun hefur því að miklu leyti náð að bæta upp fyrir hækkun lánanna, þótt vissulega sé þarna munur. - Til útskýringar, þá væru skuldug heimili að öllu óbreyttu að greiða jafn hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í afborganir og vexti af lánum sínum og 2007 ef laun og verðlag hefðu hækkað jafn mikið. 3. Mikið er talað um að vandinn sé forsendubrestur. - Fólk skrifar sjálfviljugt undir lánasamning þar sem skilmálarnir eru skýrir – það veit það að lánið mun fylgja verðlagi. Það er eina forsendan fyrir utan aðra skilmála svo að fullyrðingar eins og „hér varð forsendubrestur“ eru býsna máttlaus rök. - En þá er gjarnan sagt: „Fólk gerði ekki ráð fyrir svona mikilli verðbólgu.“ Stutta svarið er: Það var ekki skynsamlegt, þetta er Ísland. Verðbólgan árin 2008 og 2009 var um 12% hvort ár. Meðalverðbólga frá lýðveldisstofnun er hærri, eða um 15%. Þegar fólk tekur lán eða fjárfestir veit það að aðstæður geta breyst. Það kallast ekki forsendubrestur heldur óvissa og hún mun alltaf vera til staðar. - Það var líka forsendubrestur samkvæmt þessari skilgreiningu að hlutabréfamarkaðurinn hrundi. Enginn hefur kallað eftir almennri leiðréttingu vegna taps í hlutabréfaviðskiptum. 4. Að lokum vil ég benda á hversu mikið virðist vera búið að rugla með réttlætishugtakið í umræðunni. Ef ríkið getur framkvæmt almennar niðurfellingar, þá hefur það augljóslega fjármuni til þess og getur ráðið því hvernig þeim er ráðstafað. Nú vona margir að hægt verði að fá mikla fjármuni frá kröfuhöfum bankanna í almenna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána, samt er ekkert sem segir að ráðstafa þurfi þeim fjármunum þannig. Þessir fjármunir gætu til dæmis nýst til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og sparað þannig strax marga milljarða í vaxtagjöld. Það er eitthvað sem allir græða á – skuldarar, þeir sem leigja og komandi kynslóðir. Hvernig er þá sanngjarnt að hampa sérstaklega þeim sem tóku verðtryggð lán, á kostnað annarra borgara? Hvernig er það réttlætanlegt gagnvart komandi kynslóðum að nýta ekki tækifærið til að minnka byrðarnar á þeim? Hvernig er réttlætanlegt að veita þeim sem skulda mest, þ.e.a.s. þeir sem eru að öllu jöfnu efnaðastir, langstærstu aðstoðina? Ef það á að veita aðstoð í húsnæðismálum, hvernig er þá réttlætanlegt að hjálpa þeim sem búa í eigin húsnæði en ekki þeim sem leigja og virðast hafa það verra? Árið 2007 héldum við að við værum bestu bankamenn í heimi og fyrr á sama áratugi ætluðu allir að græða á Decode. Við trúðum því að fótanuddtæki væri algjör snilld og að hundurinn Lúkas hefði verið drepinn á hrottalegan hátt. Vissulega er staðan ekki góð – langt í frá. Drögum samt andann djúpt, hlustum ekki á órökstuddar upphrópanir og skoðum staðreyndirnar. Þegar það er gert blasir allt annar veruleiki við.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun