Alltaf í lokaúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2013 00:01 Sverrir Þór Sverrisson með dóttur sinni Lovísu Bylgju eftir að Njarðvíkurkonur unnu bikarinn í fyrra. Mynd/Valli Sverrir Þór Sverrisson og lærisveinar hans í Grindavík hefja annað kvöld leik í úrslitaeinvíginu í Dominos-deild karla á móti Stjörnunni í Grindavík. Sverrir Þór er búinn að koma liði sínu alla leið í lokaúrslitin á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki karla en hann er langt frá því að vera ókunnugur því að fara alla leið með liðið sitt. Sverrir Þór hafði áður gert frábæra hluti með kvennalið Njarðvíkur og kvennalið Keflavíkur og státar nú af þeim frábæra árangri að fara með lið sitt alla leið í úrslit á fyrstu fimm tímabilum sínum sem þjálfari meistaraflokksliðs. Sverrir Þór hefur þegar gert tvö lið að Íslandsmeisturum, Keflavík 2005 og Njarðvík 2012 og lið hans hafa samtals unnið níu af ellefu einvígum sínum í úrslitakeppni. Keflavíkurliðið fór einnig í úrslit árið eftir (2006) og Njarðvíkurkonur voru öllum að óvörum í lokaúrslitum 2011 þrátt fyrir að enda aðeins í fimmta sæti í deildinni. Sverrir Þór varð sjálfur þrisvar sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður en hann var lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur frá 2003 til 2005. Keflavík fór einnig í lokaúrslitin árið 2002 og spilaði því Sverrir Þór fjögur ár í röð um titilinn. Þetta Keflavíkurlið er jafnframt síðasta liðið sem náði því að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn (2005) en Grindavík á því möguleika á því að vera fyrsta liðið í átta ár sem lyftir Íslandsmeistarabikarnum tvö ár í röð. Grindvíkingar eru þegar búnir að næla sér í tvenn verðlaun á tímabilinu, því þeir urðu deildarmeistarar og urðu í öðru sæti í bikarnum eftir tap á móti Stjörnunni í bikarúrslitum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm tímabil Sverris Þórs sem þjálfara í meistaraflokki en á þessum fimm tímabilum hafa lið hans spilað 35 leiki í úrslitakeppni og unnið 23 þeirra eða 65,7 prósent. Sigurhlutfall liða hans í deildarkeppninni er bara örlítið betra (77 sigrar í 110 leikjum eða 70 prósent).Yfirlit yfir tímabilin fimm.Mikilvægi fyrsta leiksins í úrslitaeinvíginu hefur verið mikið í þjálfaratíð Sverris en í öllum fjórum úrslitaeinvígum hans hjá konunum hefur það lið unnið Íslandsmeistaratitilinn sem landaði sigri í fyrsta leik lokaúrslitanna. Nú er að sjá hvort Sverrir Þór komist í klúbb þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni hjá bæði körlum og konum. Meðlimirnir eru aðeins tveir í dag – Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingimundarson.Tímabil Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfari í meistaraflokki:2004-05 Keflavík, konurDeildin: 17 sigrar - 3 töp (Deildarmeistari)Undanúrslit: Keflavík 2-1 ÍS {77-71 (64-64), 54-75, 79-73}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Grindavík {88-71, 89-87 (81-81), 70-57}Niðurstaða: Íslandsmeistari2005-06 Keflavík, konurDeildin: 12 sigrar - 8 töp (3. sæti)Undanúrslit: Grindavík 0-2 Keflavík {83-90, 72-97}Úrslitaeinvígi: Haukar 3-0 Keflavík {90-61, 79-77, 81-77}Niðurstaða: 2. sæti2010-11 Njarðvík, konurDeildin: 10 sigrar - 10 töp (5. sæti)1.umferð: Haukar 0-2 Njarðvík {71-84, 83-55}Undanúrslit: Hamar 2-3 Njarðvík {85-77, 78-86, 83-47, 70-79, 67-74}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Njarðvík {74-73, 67-64, 61-51}Niðurstaða: 2. sæti2011-12 Njarðvík, konurDeildin: 20 sigrar - 8 töp (2. sæti)Undanúrslit: Njarðvík 3-1 Snæfell {87-84, 83-85, 93-85, 79-78}Úrslitaeinvígi: Njarðvík 3-1 Haukar {75-73, 74-56, 66-69, 76-62}Niðurstaða: Íslandsmeistari2012-13 Grindavík, karlarDeildin: 18 sigrar - 4 töp (Deildarmeistari)8 liða úrslit: Grindavík 2-0 Skallagrímur {103-86, 102-78}Undanúrslit: Grindavík 3-1 KR {95-87, 72-90, 95-80, 92-88}Úrslitaeinvígi: Grindavík ?-? Stjarnan Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson og lærisveinar hans í Grindavík hefja annað kvöld leik í úrslitaeinvíginu í Dominos-deild karla á móti Stjörnunni í Grindavík. Sverrir Þór er búinn að koma liði sínu alla leið í lokaúrslitin á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki karla en hann er langt frá því að vera ókunnugur því að fara alla leið með liðið sitt. Sverrir Þór hafði áður gert frábæra hluti með kvennalið Njarðvíkur og kvennalið Keflavíkur og státar nú af þeim frábæra árangri að fara með lið sitt alla leið í úrslit á fyrstu fimm tímabilum sínum sem þjálfari meistaraflokksliðs. Sverrir Þór hefur þegar gert tvö lið að Íslandsmeisturum, Keflavík 2005 og Njarðvík 2012 og lið hans hafa samtals unnið níu af ellefu einvígum sínum í úrslitakeppni. Keflavíkurliðið fór einnig í úrslit árið eftir (2006) og Njarðvíkurkonur voru öllum að óvörum í lokaúrslitum 2011 þrátt fyrir að enda aðeins í fimmta sæti í deildinni. Sverrir Þór varð sjálfur þrisvar sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður en hann var lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur frá 2003 til 2005. Keflavík fór einnig í lokaúrslitin árið 2002 og spilaði því Sverrir Þór fjögur ár í röð um titilinn. Þetta Keflavíkurlið er jafnframt síðasta liðið sem náði því að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn (2005) en Grindavík á því möguleika á því að vera fyrsta liðið í átta ár sem lyftir Íslandsmeistarabikarnum tvö ár í röð. Grindvíkingar eru þegar búnir að næla sér í tvenn verðlaun á tímabilinu, því þeir urðu deildarmeistarar og urðu í öðru sæti í bikarnum eftir tap á móti Stjörnunni í bikarúrslitum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm tímabil Sverris Þórs sem þjálfara í meistaraflokki en á þessum fimm tímabilum hafa lið hans spilað 35 leiki í úrslitakeppni og unnið 23 þeirra eða 65,7 prósent. Sigurhlutfall liða hans í deildarkeppninni er bara örlítið betra (77 sigrar í 110 leikjum eða 70 prósent).Yfirlit yfir tímabilin fimm.Mikilvægi fyrsta leiksins í úrslitaeinvíginu hefur verið mikið í þjálfaratíð Sverris en í öllum fjórum úrslitaeinvígum hans hjá konunum hefur það lið unnið Íslandsmeistaratitilinn sem landaði sigri í fyrsta leik lokaúrslitanna. Nú er að sjá hvort Sverrir Þór komist í klúbb þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni hjá bæði körlum og konum. Meðlimirnir eru aðeins tveir í dag – Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingimundarson.Tímabil Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfari í meistaraflokki:2004-05 Keflavík, konurDeildin: 17 sigrar - 3 töp (Deildarmeistari)Undanúrslit: Keflavík 2-1 ÍS {77-71 (64-64), 54-75, 79-73}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Grindavík {88-71, 89-87 (81-81), 70-57}Niðurstaða: Íslandsmeistari2005-06 Keflavík, konurDeildin: 12 sigrar - 8 töp (3. sæti)Undanúrslit: Grindavík 0-2 Keflavík {83-90, 72-97}Úrslitaeinvígi: Haukar 3-0 Keflavík {90-61, 79-77, 81-77}Niðurstaða: 2. sæti2010-11 Njarðvík, konurDeildin: 10 sigrar - 10 töp (5. sæti)1.umferð: Haukar 0-2 Njarðvík {71-84, 83-55}Undanúrslit: Hamar 2-3 Njarðvík {85-77, 78-86, 83-47, 70-79, 67-74}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Njarðvík {74-73, 67-64, 61-51}Niðurstaða: 2. sæti2011-12 Njarðvík, konurDeildin: 20 sigrar - 8 töp (2. sæti)Undanúrslit: Njarðvík 3-1 Snæfell {87-84, 83-85, 93-85, 79-78}Úrslitaeinvígi: Njarðvík 3-1 Haukar {75-73, 74-56, 66-69, 76-62}Niðurstaða: Íslandsmeistari2012-13 Grindavík, karlarDeildin: 18 sigrar - 4 töp (Deildarmeistari)8 liða úrslit: Grindavík 2-0 Skallagrímur {103-86, 102-78}Undanúrslit: Grindavík 3-1 KR {95-87, 72-90, 95-80, 92-88}Úrslitaeinvígi: Grindavík ?-? Stjarnan
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira