Hnetusmjörið hérna er allt öðruvísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Grindvíkingum leiddust ekki tilþrif Broussard gegn Stjörnunni á fjölum Rastarinnar. Fréttablaðið/Vilhelm Aaron Broussard bauð áhorfendum í Grindavík upp á sýningu í körfubolta á miðvikudagskvöldið. Stigin voru 39 áður en yfir lauk, auk þess sem enginn á vellinum tók fleiri fráköst. Broussard unir sér vel með eiginkonu sinni og tíu mánaða gömlum syni í Grindavík. Broussard er alinn upp rétt sunnan við borgina Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar lauk hann háskóla síðastliðið vor og horfði út fyrir landsteinana eftir möguleika á að lifa af íþrótt sinni. „Ég hafði ekki mörg tilboð á þeim tíma. Grindavík var eitt það fyrsta og hljómaði spennandi,“ segir Broussard, sem býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Katie og tíu mánaða syni þeirra Aiden. „Ég hef ekki kynnt svona smáum bæ áður en það er gaman að kynnast fólkinu, sem er afar gestrisið. Það hefur ekki verið erfitt að venjast lífinu hérna,“ segir Broussard. Hann hafi helst verið hræddur við veðurfarið, sem sé þó nokkuð svipað og hann á að venjast í Seattle. „Við höfðum séð fyrir okkur miklu meiri kulda og snjókomu en þetta hefur verið frekar mildur vetur að því er mér skilst.“ Spurður hvers hann sakni helst frá Bandaríkjunum kemur matur fyrst í umræðuna. Tengdaforeldrar hans heimsóttu fjölskylduna í febrúar með fullar ferðatöskur af mat. „Í mánuð höfðum við bandarískt hnetusmjör en þegar það kláraðist urðum við að fara í Nettó. Hnetusmjörið þar bragðast allt öðruvísi,“ segir Broussard og hlær. Hnetusmjörið setur hann á brauð ásamt sultu en samlokuna mætti kalla þjóðarrétt Bandaríkjamanna. Þau hjónin segjast verja miklum tíma með syni sínum Aiden sem var fjögurra mánaða við komuna til Íslands. „Svo glápum við mikið á sjónvarpið. Maður myndi halda að hver dagur liði hægt því við erum mikið innandyra en sannleikurinn er sá að tíminn hefur flogið. Við skemmtum okkur konunglega,“ segir Broussard. Í bæjarblöðum í Seattle er Broussard lýst sem hógværum leikmanni sem er í takt við það sem sést hefur til hans hér á landi. Í körfubolta leggja margir mikið upp úr því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Ekki Broussard. „Það er ekki minn stíll. Ég reyni frekar að láta verkin tala. Sumir andstæðingar reyna þó að kveikja í mér og stundum hreyti ég einhverju í þá í gríni,“ segir Broussard af yfirvegun. Þrátt fyrir stórsigur í fyrsta leiknum gegn Grindavík telur Broussard sína menn geta bætt sig. „Þeir tóku fleiri fráköst og mörg sóknarfráköst. En með þeirra lið og líkamlegan styrk kemur það ekki á óvart. Ef við takmörkum þá við eitt skot í sókn þá eigum við góðan möguleika á útisigri.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Flest stig í fyrsta leik í 19 árÓskar Ófeigur Jónsson skrifar: Fara þarf alla leið til lokaúrslitanna 1994 til að finna leikmann sem hefur skorað fleiri stig í leik eitt í úrslitaleik karla en Aaron Broussard. Rondey Robinson á metið en hann skoraði 50 stig í leik eitt í lokaúrslitum 1994. Sá leikur fór einnig fram í Röstinni í Grindavík. Auk stiga sinna var Broussard með tólf fráköst, fjórar stoðsendingar og níu fiskaðar villur í þessum leik. Broussard þurfti líka bara 19 skot til þess að skora þessi 39 stig en hann hitti úr 11 af 19 skotum utan af velli (57,8 prósent) og 13 af 16 vítum (81,3 prósent). Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu en Broussard hafði mest skorað 36 stig í tapleik á móti Keflavík í byrjun þessa árs. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest stig í leik eitt í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Hjörtur Harðarson eiga Íslandsmetið – 37 stig.Flest stig í leik eitt í lokaúrslitum:Rondey Robinson 50 (Njarðvík - Grindavík 1994)Aaron Broussard 39 (Grindavík - Stjarnan 2013)Nick Bradford 38 (Grindavík - KR 2009)Hjörtur Harðarson 37 (Grindavík - Njarðvík 1994)Teitur Örlygsson 37 (Njarðvík - Keflavík 1991)Valur Ingimundarson 37 (Njarðvík - Haukar 1985)Herman Myers 33 (Grindavík - Keflavík 1997)Corey Dickerson 33 (Snæfell - Keflavík 2004)Guðjón Skúlason 32 (Keflavík - KR 1990)Jónatan J. Bow 31 (Keflavík - Haukar 1993) Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Aaron Broussard bauð áhorfendum í Grindavík upp á sýningu í körfubolta á miðvikudagskvöldið. Stigin voru 39 áður en yfir lauk, auk þess sem enginn á vellinum tók fleiri fráköst. Broussard unir sér vel með eiginkonu sinni og tíu mánaða gömlum syni í Grindavík. Broussard er alinn upp rétt sunnan við borgina Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar lauk hann háskóla síðastliðið vor og horfði út fyrir landsteinana eftir möguleika á að lifa af íþrótt sinni. „Ég hafði ekki mörg tilboð á þeim tíma. Grindavík var eitt það fyrsta og hljómaði spennandi,“ segir Broussard, sem býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Katie og tíu mánaða syni þeirra Aiden. „Ég hef ekki kynnt svona smáum bæ áður en það er gaman að kynnast fólkinu, sem er afar gestrisið. Það hefur ekki verið erfitt að venjast lífinu hérna,“ segir Broussard. Hann hafi helst verið hræddur við veðurfarið, sem sé þó nokkuð svipað og hann á að venjast í Seattle. „Við höfðum séð fyrir okkur miklu meiri kulda og snjókomu en þetta hefur verið frekar mildur vetur að því er mér skilst.“ Spurður hvers hann sakni helst frá Bandaríkjunum kemur matur fyrst í umræðuna. Tengdaforeldrar hans heimsóttu fjölskylduna í febrúar með fullar ferðatöskur af mat. „Í mánuð höfðum við bandarískt hnetusmjör en þegar það kláraðist urðum við að fara í Nettó. Hnetusmjörið þar bragðast allt öðruvísi,“ segir Broussard og hlær. Hnetusmjörið setur hann á brauð ásamt sultu en samlokuna mætti kalla þjóðarrétt Bandaríkjamanna. Þau hjónin segjast verja miklum tíma með syni sínum Aiden sem var fjögurra mánaða við komuna til Íslands. „Svo glápum við mikið á sjónvarpið. Maður myndi halda að hver dagur liði hægt því við erum mikið innandyra en sannleikurinn er sá að tíminn hefur flogið. Við skemmtum okkur konunglega,“ segir Broussard. Í bæjarblöðum í Seattle er Broussard lýst sem hógværum leikmanni sem er í takt við það sem sést hefur til hans hér á landi. Í körfubolta leggja margir mikið upp úr því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Ekki Broussard. „Það er ekki minn stíll. Ég reyni frekar að láta verkin tala. Sumir andstæðingar reyna þó að kveikja í mér og stundum hreyti ég einhverju í þá í gríni,“ segir Broussard af yfirvegun. Þrátt fyrir stórsigur í fyrsta leiknum gegn Grindavík telur Broussard sína menn geta bætt sig. „Þeir tóku fleiri fráköst og mörg sóknarfráköst. En með þeirra lið og líkamlegan styrk kemur það ekki á óvart. Ef við takmörkum þá við eitt skot í sókn þá eigum við góðan möguleika á útisigri.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Flest stig í fyrsta leik í 19 árÓskar Ófeigur Jónsson skrifar: Fara þarf alla leið til lokaúrslitanna 1994 til að finna leikmann sem hefur skorað fleiri stig í leik eitt í úrslitaleik karla en Aaron Broussard. Rondey Robinson á metið en hann skoraði 50 stig í leik eitt í lokaúrslitum 1994. Sá leikur fór einnig fram í Röstinni í Grindavík. Auk stiga sinna var Broussard með tólf fráköst, fjórar stoðsendingar og níu fiskaðar villur í þessum leik. Broussard þurfti líka bara 19 skot til þess að skora þessi 39 stig en hann hitti úr 11 af 19 skotum utan af velli (57,8 prósent) og 13 af 16 vítum (81,3 prósent). Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu en Broussard hafði mest skorað 36 stig í tapleik á móti Keflavík í byrjun þessa árs. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest stig í leik eitt í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Hjörtur Harðarson eiga Íslandsmetið – 37 stig.Flest stig í leik eitt í lokaúrslitum:Rondey Robinson 50 (Njarðvík - Grindavík 1994)Aaron Broussard 39 (Grindavík - Stjarnan 2013)Nick Bradford 38 (Grindavík - KR 2009)Hjörtur Harðarson 37 (Grindavík - Njarðvík 1994)Teitur Örlygsson 37 (Njarðvík - Keflavík 1991)Valur Ingimundarson 37 (Njarðvík - Haukar 1985)Herman Myers 33 (Grindavík - Keflavík 1997)Corey Dickerson 33 (Snæfell - Keflavík 2004)Guðjón Skúlason 32 (Keflavík - KR 1990)Jónatan J. Bow 31 (Keflavík - Haukar 1993)
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira