Ég þarf enga hjálp 23. apríl 2013 06:00 Lionel Messi, leikmaður Barcelona, og Franck Ribery hjá Bayern verða í lykilhlutverkum í kvöld.nordicphotos/afp Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld þegar Bayern München tekur á móti Barcelona. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir viðureigninni. Talsvert hefur verið gert úr því að þarna mætast liðið sem Pep Guardiola bjó til, Barcelona, og liðið sem hann er að fara að taka við, Bayern. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, segist ekki ætla að nýta sér Guardiola og fá hann til þess að kortleggja Barcelona-liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Guardiola og við erum í fínu sambandi. Ég þarf þó engar upplýsingar frá honum því ég þekki Barcelona-liðið mjög vel sjálfur,“ sagði Heynckes. Heynckes er enginn nýgræðingur þegar kemur að spænskum fótbolta en hann gerði Real Madrid að Evrópumeisturum árið 1998. Hann segir að Bayern þurfi að hafa áhyggjur af meiru en Lionel Messi í leiknum. „Liðið er alltaf mikilvægara en einstaklingurinn. Auðvitað hafa bestu liðin síðan menn sem gera útslagið og Barcelona á Messi. Samvinna alls liðsins er þó það sem gerir það svona gott,“ sagði Heynckes en hver er lykillinn að góðu gengi hans liðs? „Ef ég ætti að taka það saman í eitt orð þá myndi ég segja liðsheild. Við spilum gríðarlega vel saman og ég er á því að okkar fótbolti sé sá nútímalegasti frá upphafi.“ Mario Mandzukic getur ekki leikið með Bayern í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Heynckes vildi ekki gefa upp hvort Mario Gomez eða Claudio Pizarro tæki hans sæti í byrjunarliðinu í kvöld. Barcelona hefur að sjálfsögðu smá áhyggjur af Lionel Messi sem meiddist í rimmunni gegn PSG í átta liða úrslitum. Hann hefur aftur á móti fengið góða hvíld og ætti að verða klár í slaginn. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa Leo með okkur. Okkur hefur tekist að vinna leiki án hans en við leggjum áherslu á að hafa hann kláran í slaginn,“ sagði Jordi Roura, aðstoðarþjálfari Barcelona, en þeir passa upp á að gefa andstæðingnum ekki upplýsingar um heilsufar Messi. „Ég get ekki sagt með vissu hvernig Messi kemur til með að vera og hvort hann spili. Við sjáum hvernig hann bregst við æfingu fyrir leikinn og eftir það munum við ráðfæra okkur við læknana um framhaldið.“ Roura segir að Barcelona muni spila sinn leik þó svo liðið sé á útivelli. Þeir breyti ekki leikstíl sínum sama hvar liðið sé að spila og gegn hverjum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira
Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld þegar Bayern München tekur á móti Barcelona. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir viðureigninni. Talsvert hefur verið gert úr því að þarna mætast liðið sem Pep Guardiola bjó til, Barcelona, og liðið sem hann er að fara að taka við, Bayern. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, segist ekki ætla að nýta sér Guardiola og fá hann til þess að kortleggja Barcelona-liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Guardiola og við erum í fínu sambandi. Ég þarf þó engar upplýsingar frá honum því ég þekki Barcelona-liðið mjög vel sjálfur,“ sagði Heynckes. Heynckes er enginn nýgræðingur þegar kemur að spænskum fótbolta en hann gerði Real Madrid að Evrópumeisturum árið 1998. Hann segir að Bayern þurfi að hafa áhyggjur af meiru en Lionel Messi í leiknum. „Liðið er alltaf mikilvægara en einstaklingurinn. Auðvitað hafa bestu liðin síðan menn sem gera útslagið og Barcelona á Messi. Samvinna alls liðsins er þó það sem gerir það svona gott,“ sagði Heynckes en hver er lykillinn að góðu gengi hans liðs? „Ef ég ætti að taka það saman í eitt orð þá myndi ég segja liðsheild. Við spilum gríðarlega vel saman og ég er á því að okkar fótbolti sé sá nútímalegasti frá upphafi.“ Mario Mandzukic getur ekki leikið með Bayern í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Heynckes vildi ekki gefa upp hvort Mario Gomez eða Claudio Pizarro tæki hans sæti í byrjunarliðinu í kvöld. Barcelona hefur að sjálfsögðu smá áhyggjur af Lionel Messi sem meiddist í rimmunni gegn PSG í átta liða úrslitum. Hann hefur aftur á móti fengið góða hvíld og ætti að verða klár í slaginn. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa Leo með okkur. Okkur hefur tekist að vinna leiki án hans en við leggjum áherslu á að hafa hann kláran í slaginn,“ sagði Jordi Roura, aðstoðarþjálfari Barcelona, en þeir passa upp á að gefa andstæðingnum ekki upplýsingar um heilsufar Messi. „Ég get ekki sagt með vissu hvernig Messi kemur til með að vera og hvort hann spili. Við sjáum hvernig hann bregst við æfingu fyrir leikinn og eftir það munum við ráðfæra okkur við læknana um framhaldið.“ Roura segir að Barcelona muni spila sinn leik þó svo liðið sé á útivelli. Þeir breyti ekki leikstíl sínum sama hvar liðið sé að spila og gegn hverjum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira