Hungrið er fáránlega mikið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 07:00 Teitur þarf að huga að því að lærisveinar hans verði með spennustigið rétt stillt í leiknum í kvöld.fréttablaðið/valli „Þetta er frídagur þannig að við munum taka létta æfingu um morguninn. Skjótum aðeins á körfuna og förum svo saman í bröns og hlæjum saman. Leikmenn fara svo heim til sín, fá sér lúr eða hvað þeir vilja gera fram að leik,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, um undirbúning sinna manna fyrir leikinn stóra gegn Grindavík í kvöld. Staðan fyrir kvöldið er einföld. Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og verður meistari með sigri. Tapi liðið aftur á móti leiknum verður spilaður oddaleikur í Grindavík. „Þetta er rosalegt tækifæri. Við höfum oft talað um þetta markmið í úrslitakeppninni. Menn mega ekki missa sjónar á þessu markmiði. Sama hvort við vinnum eða töpum. Menn hafa reynt að halda fókus á markmiðið og það er bannað að missa sjónar á því. Einbeitingin hefur sem betur fer verið góð í liðinu,“ sagði Teitur. „Við gáfum það út fyrir tímabilið að markmiðið væri að verða Íslandsmeistari. Við höfum viljað bæta okkur frá hverju ári og búa til sigurhefð. Það taka allir Stjörnuna alvarlega í dag.“ Teitur er reynslumikill kappi og var mjög sigursæll leikmaður. Reynsla hans mun líklega vega þungt í því að undirbúa liðið sitt rétt fyrir leikinn.Enginn orðið Íslandsmeistari áður „Það er oft best að gera ekki of mikið úr hlutunum þó svo að þetta sé stærsta tækifæri Stjörnunnar frá upphafi til þess að verða meistari. Ég held að það hafi enginn í okkar liði orðið Íslandsmeistari áður. Hungrið er því fáránlega mikið í liðinu. Það hjálpar til að liðið hefur verið lengi saman og það er mikil reynsla í liðinu. Við erum í eldri kantinum og strákarnir eru þroskaðir og það hefur sýnt sig í síðustu leikjum. Við höfum ekki gefið mörg færi á okkur,“ sagði Teitur. Hann hefur enga trú á öðru en að hans menn verði klárir í bátana og að stressið taki ekki yfir. „Það getur verið stress rétt í upphafi en menn spila það úr sér. Mönnum líður kannski illa þegar þeir eru að bíða. Svo þegar menn koma í upphitun á sínum heimavelli sjá þeir að það er ekkert að óttast. Ég held að stemningin verði ekkert yfirþyrmandi. Vonandi koma fleiri en áður. Vonandi fáum við fólkið sem hefur verið að íhuga að koma. Þetta er staðurinn og stundin til þess að koma á leik. Vonandi verður kofinn troðfullur. Við höfum staðið okkur vel í leikjum þar sem mikið er í húfi og allt í beinni. Mínir menn virðast þrífast á þannig umhverfi sem er frábært.“Erfitt að klára titilinn á heimavelliSíðustu fimm lið sem gátu tryggt sér titilinn á heimavelliGrindavík 2012 - 91-98 tap á móti Þór Þorl.Keflavík 2010 - 69-105 tap á móti SnæfelliSnæfell 2010 - 73-82 tap á móti KeflavíkKR 2009 - 84-83 sigur á GrindavíkGrindavík 2009 - 83-94 tap á móti KR Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
„Þetta er frídagur þannig að við munum taka létta æfingu um morguninn. Skjótum aðeins á körfuna og förum svo saman í bröns og hlæjum saman. Leikmenn fara svo heim til sín, fá sér lúr eða hvað þeir vilja gera fram að leik,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, um undirbúning sinna manna fyrir leikinn stóra gegn Grindavík í kvöld. Staðan fyrir kvöldið er einföld. Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og verður meistari með sigri. Tapi liðið aftur á móti leiknum verður spilaður oddaleikur í Grindavík. „Þetta er rosalegt tækifæri. Við höfum oft talað um þetta markmið í úrslitakeppninni. Menn mega ekki missa sjónar á þessu markmiði. Sama hvort við vinnum eða töpum. Menn hafa reynt að halda fókus á markmiðið og það er bannað að missa sjónar á því. Einbeitingin hefur sem betur fer verið góð í liðinu,“ sagði Teitur. „Við gáfum það út fyrir tímabilið að markmiðið væri að verða Íslandsmeistari. Við höfum viljað bæta okkur frá hverju ári og búa til sigurhefð. Það taka allir Stjörnuna alvarlega í dag.“ Teitur er reynslumikill kappi og var mjög sigursæll leikmaður. Reynsla hans mun líklega vega þungt í því að undirbúa liðið sitt rétt fyrir leikinn.Enginn orðið Íslandsmeistari áður „Það er oft best að gera ekki of mikið úr hlutunum þó svo að þetta sé stærsta tækifæri Stjörnunnar frá upphafi til þess að verða meistari. Ég held að það hafi enginn í okkar liði orðið Íslandsmeistari áður. Hungrið er því fáránlega mikið í liðinu. Það hjálpar til að liðið hefur verið lengi saman og það er mikil reynsla í liðinu. Við erum í eldri kantinum og strákarnir eru þroskaðir og það hefur sýnt sig í síðustu leikjum. Við höfum ekki gefið mörg færi á okkur,“ sagði Teitur. Hann hefur enga trú á öðru en að hans menn verði klárir í bátana og að stressið taki ekki yfir. „Það getur verið stress rétt í upphafi en menn spila það úr sér. Mönnum líður kannski illa þegar þeir eru að bíða. Svo þegar menn koma í upphitun á sínum heimavelli sjá þeir að það er ekkert að óttast. Ég held að stemningin verði ekkert yfirþyrmandi. Vonandi koma fleiri en áður. Vonandi fáum við fólkið sem hefur verið að íhuga að koma. Þetta er staðurinn og stundin til þess að koma á leik. Vonandi verður kofinn troðfullur. Við höfum staðið okkur vel í leikjum þar sem mikið er í húfi og allt í beinni. Mínir menn virðast þrífast á þannig umhverfi sem er frábært.“Erfitt að klára titilinn á heimavelliSíðustu fimm lið sem gátu tryggt sér titilinn á heimavelliGrindavík 2012 - 91-98 tap á móti Þór Þorl.Keflavík 2010 - 69-105 tap á móti SnæfelliSnæfell 2010 - 73-82 tap á móti KeflavíkKR 2009 - 84-83 sigur á GrindavíkGrindavík 2009 - 83-94 tap á móti KR
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira