Lofum 50% lækkun eldsneytiskostnaðar 27. apríl 2013 06:00 Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.Eldsneytisnýtnari bíll Bílaframleiðendur hafa náð ótrúlegum framförum í bættri eldsneytisnýtni og nú er svo komið að margir geta skipt bílnum sínum út fyrir nýjan, í sama stærðarflokki, sem eyðir allt að helmingi minna eldsneyti á hvern ekinn kílómetra. Vissulega eru uppgefnar eyðslutölur oft lægri en raunveruleikinn sýnir en það gildir líka fyrir eyðslufreka bíla. Þannig eyðir bíll með uppgefna eyðslu upp á 5 L/100 km hugsanlega 6 lítrum og 10 lítra bifreið þá 12 lítrum en munurinn er áfram 50% á hvern kílómetra. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur auðveldlega borið saman eldsneytiskostnað bíla með einföldum hætti. Þar er til dæmis reikniverk sem sýnir hvað þinn bíll kemst langt á hverjum lítra af eldsneyti. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Margir keyra um á bifreiðum sem komast um 8 km fyrir hvern keyptan lítra en gætu auðveldlega skipt yfir í jafnstóra bifreið sem kæmist 16 km fyrir sama eldsneytismagn. Það er helmings sparnaður.Betri nýtni ferða. Tilgangur samgangna er aðeins einn, þ.e. að koma einstaklingi frá einum stað til annars. Allt of fáir hafa áttað sig á að í bifreiðum eru sæti fyrir fleiri en einn. Ef maka eða vinnufélaga er boðið far, þá helmingast flutningskostnaður á hvern farþega. Ef samferðamaðurinn er í þurrari kantinum þá má alltaf kveikja á viðtækinu, en slíkur búnaður er fyrir löngu orðinn staðalbúnaður í öllum bifreiðum. Til þess að auðvelda samferðamönnum að skipta milli sín kostnaði hefur Orkusetur sett upp reiknivélina „hvað kostar ferðin?“ þar sem hægt er að setja inn skráningarnúmer bifreiðar, brottfararstað og áfangastað og upp kemur áætlaður eldsneytiskostnaður ferðarinnar, sem skipta má bróðurlega á milli farþega. Þannig er hægt að lækka eldsneytiskostnað um 50% eða meira á hvern farþega.Hjólreiðar og ganga Flestir keyra um 15.000 km á ári og ein leiðin til að lækka eldsneytiskostnað um helming er að fara um 7.500 km á ári með öðrum hætti en á bílnum. Margan hryllir við tilhugsun um að hjóla eða ganga í kulda, roki og slyddu. Það er skiljanlegt en þá vill svo skemmtilega til að veður er skaplegt á Íslandi öðru hverju og reyndar alltaf á Akureyri. Þess vegna er upplagt að ganga eða hjóla þegar veður er gott en taka bílinn þess á milli. Á samgönguvef Orkuseturs má finna tvær skemmtilegar reiknivélar sem tengjast göngu og hjólreiðum. Önnur reiknar út hversu mikið þú sparar með því að skilja bílinn þinn eftir heima og reiknar reyndar líka hitaeiningabrennsluna sem hreyfingunni fylgir. Hin reiknivélin reiknar út hvað marga kílómetra þarf að hjóla til að borga upp draumareiðhjólið. Oft er óþarfi að bíða og vonast eftir einhverjum töfralausnum stjórnmálaflokka til að ná ákveðnum markmiðum. Það er stundum undir okkur sjálfum komið að gera þær breytingar sem við viljum sjá. Merkilegust er þó sú staðreynd að ofangreindar leiðir minnka ekki einungis eldsneytiskosnað neytenda heldur minnka líka mengun og spara dýrmætan gjaldeyri, sem skilar sér svo í enn betri lífsgæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.Eldsneytisnýtnari bíll Bílaframleiðendur hafa náð ótrúlegum framförum í bættri eldsneytisnýtni og nú er svo komið að margir geta skipt bílnum sínum út fyrir nýjan, í sama stærðarflokki, sem eyðir allt að helmingi minna eldsneyti á hvern ekinn kílómetra. Vissulega eru uppgefnar eyðslutölur oft lægri en raunveruleikinn sýnir en það gildir líka fyrir eyðslufreka bíla. Þannig eyðir bíll með uppgefna eyðslu upp á 5 L/100 km hugsanlega 6 lítrum og 10 lítra bifreið þá 12 lítrum en munurinn er áfram 50% á hvern kílómetra. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur auðveldlega borið saman eldsneytiskostnað bíla með einföldum hætti. Þar er til dæmis reikniverk sem sýnir hvað þinn bíll kemst langt á hverjum lítra af eldsneyti. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Margir keyra um á bifreiðum sem komast um 8 km fyrir hvern keyptan lítra en gætu auðveldlega skipt yfir í jafnstóra bifreið sem kæmist 16 km fyrir sama eldsneytismagn. Það er helmings sparnaður.Betri nýtni ferða. Tilgangur samgangna er aðeins einn, þ.e. að koma einstaklingi frá einum stað til annars. Allt of fáir hafa áttað sig á að í bifreiðum eru sæti fyrir fleiri en einn. Ef maka eða vinnufélaga er boðið far, þá helmingast flutningskostnaður á hvern farþega. Ef samferðamaðurinn er í þurrari kantinum þá má alltaf kveikja á viðtækinu, en slíkur búnaður er fyrir löngu orðinn staðalbúnaður í öllum bifreiðum. Til þess að auðvelda samferðamönnum að skipta milli sín kostnaði hefur Orkusetur sett upp reiknivélina „hvað kostar ferðin?“ þar sem hægt er að setja inn skráningarnúmer bifreiðar, brottfararstað og áfangastað og upp kemur áætlaður eldsneytiskostnaður ferðarinnar, sem skipta má bróðurlega á milli farþega. Þannig er hægt að lækka eldsneytiskostnað um 50% eða meira á hvern farþega.Hjólreiðar og ganga Flestir keyra um 15.000 km á ári og ein leiðin til að lækka eldsneytiskostnað um helming er að fara um 7.500 km á ári með öðrum hætti en á bílnum. Margan hryllir við tilhugsun um að hjóla eða ganga í kulda, roki og slyddu. Það er skiljanlegt en þá vill svo skemmtilega til að veður er skaplegt á Íslandi öðru hverju og reyndar alltaf á Akureyri. Þess vegna er upplagt að ganga eða hjóla þegar veður er gott en taka bílinn þess á milli. Á samgönguvef Orkuseturs má finna tvær skemmtilegar reiknivélar sem tengjast göngu og hjólreiðum. Önnur reiknar út hversu mikið þú sparar með því að skilja bílinn þinn eftir heima og reiknar reyndar líka hitaeiningabrennsluna sem hreyfingunni fylgir. Hin reiknivélin reiknar út hvað marga kílómetra þarf að hjóla til að borga upp draumareiðhjólið. Oft er óþarfi að bíða og vonast eftir einhverjum töfralausnum stjórnmálaflokka til að ná ákveðnum markmiðum. Það er stundum undir okkur sjálfum komið að gera þær breytingar sem við viljum sjá. Merkilegust er þó sú staðreynd að ofangreindar leiðir minnka ekki einungis eldsneytiskosnað neytenda heldur minnka líka mengun og spara dýrmætan gjaldeyri, sem skilar sér svo í enn betri lífsgæðum.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun