Kastaðu ekki atkvæði þínu á glæ - Kjóstu öfluga málsvara fyrir landsbyggðina Magnús Hávarðsson skrifar 27. apríl 2013 07:00 Landsbyggðarflokkurinn er tveggja mánaða gamall um þessar mundir, en hugmyndin að stofnun hans kviknaði fyrir tæpum þremur mánuðum. Á þessum stutta tíma hefur tekist, með þrotlausri vinnu venjulegs vinnandi fólks á landsbyggðinni og án ríkisfjárframlaga eða styrkja, að bjóða fram löglegan framboðslista í Norðvesturkjördæmi. Upphaflegt markmið var að bjóða fram í öllum landsbyggðarkjördæmunum þremur. Það tókst ekki í þessari atrennu því örlítið vantaði upp á í Norðausturkjördæmi en talsvert meira í Suðurkjördæmi. Aðalatriðið er að nú hefur skotið rótum almenningsafl á landsbyggðinni sem mun vinna markvisst að jafnréttis- og jafnræðisbaráttu íbúa á landsbyggðinni um ókomna framtíð vonandi. Mikilvægt er að ýtt verði duglega undir þetta nýja afl með stuðningi í komandi kosningum og þannig flýtt fyrir að það verði marktækt í umræðunni um byggðamál.Rödd almennings á landsbyggðinni Mikilvægt er að rödd almennings á landsbyggðinni heyrist hátt og skýrt á Alþingi Íslendinga. Frambjóðendur Landsbyggðarflokksins bjóða sig fram til að vera öflugur málsvari þessa hóps og hafna því að fulltrúar lítilla, en öflugra sérhagsmunahópa tali í nafni fólksins á landsbyggðinni. Flokkurinn setur málefni landsbyggðarinnar efst í forgangsröðun allra málaflokka og krefst jafnræðis til handa landsbyggðarbúum hvað varðar grunnþjónustu og þar með jafnréttis til búsetu. Landsbyggðarflokkurinn telur mikilvægt að jafnræði ríkji ekki aðeins þegar vægi atkvæða er annars vegar, heldur þurfi jafnræði þá einnig að ríkja í öllum málefnum er lúta að grunnþjónustuþáttum eins og heilbrigðis- og menntamálum, samgöngumálum ofl.Loforðin, fínu orðin og litlar efndir Þess má geta að frambjóðendur Landsbyggðarflokksins koma allir af landsbyggðinni, eru búsettir þar og þekkja af eigin reynslu búsetuskilyrði, atvinnu-, menningar- og mannlíf og hafa því fundið á eigin skinni hvernig landsbyggðin hefur setið á hakanum í ýmsum ákvarðanatökum stjórnvalda á undanförnum árum og áratugum. Loforðin og fínu orðin eru til staðar nú fyrir þessar kosningar sem endranær, en oft verður lítið um efndir eins og við sem byggjum landsbyggðina þekkjum svo vel.Velmegun má ekki byggjast á niðurlægingu og hnignun Landsbyggðarflokkurinn leggur áherslu á jafnræði þegar brugðist er við forsendubresti í þjóðfélaginu - sömu lögmál eiga að gilda hvar sem forsendubrestur á sér stað. Leiðrétting á skuldum heimilanna á ekki að leiða til ójafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Landsbyggðarflokkurinn hafnar því að velmegun á einu eða fáum svæðum byggist á hnignun og niðurlægingu annarra svæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Landsbyggðarflokkurinn er tveggja mánaða gamall um þessar mundir, en hugmyndin að stofnun hans kviknaði fyrir tæpum þremur mánuðum. Á þessum stutta tíma hefur tekist, með þrotlausri vinnu venjulegs vinnandi fólks á landsbyggðinni og án ríkisfjárframlaga eða styrkja, að bjóða fram löglegan framboðslista í Norðvesturkjördæmi. Upphaflegt markmið var að bjóða fram í öllum landsbyggðarkjördæmunum þremur. Það tókst ekki í þessari atrennu því örlítið vantaði upp á í Norðausturkjördæmi en talsvert meira í Suðurkjördæmi. Aðalatriðið er að nú hefur skotið rótum almenningsafl á landsbyggðinni sem mun vinna markvisst að jafnréttis- og jafnræðisbaráttu íbúa á landsbyggðinni um ókomna framtíð vonandi. Mikilvægt er að ýtt verði duglega undir þetta nýja afl með stuðningi í komandi kosningum og þannig flýtt fyrir að það verði marktækt í umræðunni um byggðamál.Rödd almennings á landsbyggðinni Mikilvægt er að rödd almennings á landsbyggðinni heyrist hátt og skýrt á Alþingi Íslendinga. Frambjóðendur Landsbyggðarflokksins bjóða sig fram til að vera öflugur málsvari þessa hóps og hafna því að fulltrúar lítilla, en öflugra sérhagsmunahópa tali í nafni fólksins á landsbyggðinni. Flokkurinn setur málefni landsbyggðarinnar efst í forgangsröðun allra málaflokka og krefst jafnræðis til handa landsbyggðarbúum hvað varðar grunnþjónustu og þar með jafnréttis til búsetu. Landsbyggðarflokkurinn telur mikilvægt að jafnræði ríkji ekki aðeins þegar vægi atkvæða er annars vegar, heldur þurfi jafnræði þá einnig að ríkja í öllum málefnum er lúta að grunnþjónustuþáttum eins og heilbrigðis- og menntamálum, samgöngumálum ofl.Loforðin, fínu orðin og litlar efndir Þess má geta að frambjóðendur Landsbyggðarflokksins koma allir af landsbyggðinni, eru búsettir þar og þekkja af eigin reynslu búsetuskilyrði, atvinnu-, menningar- og mannlíf og hafa því fundið á eigin skinni hvernig landsbyggðin hefur setið á hakanum í ýmsum ákvarðanatökum stjórnvalda á undanförnum árum og áratugum. Loforðin og fínu orðin eru til staðar nú fyrir þessar kosningar sem endranær, en oft verður lítið um efndir eins og við sem byggjum landsbyggðina þekkjum svo vel.Velmegun má ekki byggjast á niðurlægingu og hnignun Landsbyggðarflokkurinn leggur áherslu á jafnræði þegar brugðist er við forsendubresti í þjóðfélaginu - sömu lögmál eiga að gilda hvar sem forsendubrestur á sér stað. Leiðrétting á skuldum heimilanna á ekki að leiða til ójafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Landsbyggðarflokkurinn hafnar því að velmegun á einu eða fáum svæðum byggist á hnignun og niðurlægingu annarra svæða.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun