Hrunið og heimskan Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. júní 2013 06:00 Hrunið olli öllum Íslendingum miklum skaða. Það varð „forsendubrestur“ hjá allri þjóðinni. Sumir misstu atvinnuna – og eru atvinnulausir enn. Aðrir urðu fyrir stórfelldu eignatapi. Sumir misstu allt sem þeir áttu. Greiðslubyrði námslána stórhækkaði. Kaupmáttur launafólks hrundi. Aldrað fólk og öryrkjar urðu fyrir mikilli lífskjaraskerðingu. Bætur aldraða fólksins voru t.d. skertar um 17 milljarða króna á sl. fjórum árum, auk minnkunar kaupmáttar lífeyris- og bótagreiðslna. Og fólk sem skuldaði húsnæðis- og bílalán auk neyslulána varð fyrir miklu áfalli – líka sá mikli fjöldi sem kominn var í greiðsluþrot af eigin völdum löngu fyrir hrun. Svona var þetta. Samt hefur orðræða öll síðustu fjögur ár svo til einvörðungu snúist um vanda þeirra síðasttöldu, skuldara húsnæðis-, bíla- og neyslulána. Og kosningarnar snerust líka aðeins um þá og þeirra vanda. Lofað var að leysa hann. Lítið talað um aðra. Skautað yfir þá. Að sæmilega vel upplýst fólk skuli fást til þess að trúa að í skuldugu samfélagi á vonarvöl sé hægt að rétta einum hópi fólks fjárhæðir milli tvö hundruð og þrjú hundruð milljarða króna án þess að það komi við nokkurn annan í samfélaginu sem á í vök að verjast; ríkissjóð, skattborgara eða hina tjónsþolana?! Alltaf munu verða til einhverjir þeir sem láta til þess leiðast að lofa í kosningum meiru en hægt er að efna . En þarna var lofað svo miklu meiru en hægt er að efna. Meiru en nokkur dæmi eru til um í gervallri sögu kosninga á Íslandi. Hættan er ekki bara sú að meðvituð sjálfsblekking hafi tekið völdin af heilbrigðri skynsemi fólks; jafnvel að heimskan hafi borið hyggjuvitið ofurliði. Hættan er fordæmið sem verið er að setja. Ef hægt er að stefna til sín fjöldafylgi með því að lofa fólki miklu meiru en nokkur skynsemi segir að hægt sé að efna hvernig mun þá næsta kosningabarátta líta út? Endurheimt heilbrigðrar skynsemi er þjóðþrifamál en líkast til fást ekki mörg atkvæði út á slíka stefnu. A.m.k. ekki eins og sakir standa.Meðvituð sjálfsblekking Meðvituð sjálfsblekking virðist fjarska lífseig á Íslandi. Eins og þegar ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun ásamt fleirum láta sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir forystu ríkisstjórnar þar sem allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafa lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB. Hvernig heldur þú, lesandi góður, að viðbrögðin yrðu úti í heimi ef ætti að halda viðræðum áfram af hálfu Íslands undir forystu ríkisstjórnar sem ekki aðeins lýsir sig algerlega andvíga sjálfum efnisatriðum viðræðnanna heldur telur Ísland ekkert erindi eiga í ESB?! Sá utanríkisráðherra sem mætti til leiks í Brussel með þannig veganesti yrði réttilega aðhlátursefni umheimsins – og sjálf íslenska þjóðin þar með. Við kæmumst enn og aftur í heimsfréttirnar. Afreksfólk í aðhlátri! Auðvitað vita þeir Þorsteinn og Benedikt þetta mætavel. Ég trúi því ekki að líka þarna hafi heimskan borið hyggjuvitið ofurliði. Held frekar að greindir og góðviljaðir sjálfstæðismenn eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun leggi þarna sérstakt kapp á meðvitaða sjálfsblekkingu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að ef þeir hefðu viljað áframhald viðræðnanna hefðu þeir þurft að kjósa eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sem sé ekki heimska heldur meðvituð sjálfsblekking af ærnu tilefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Hrunið olli öllum Íslendingum miklum skaða. Það varð „forsendubrestur“ hjá allri þjóðinni. Sumir misstu atvinnuna – og eru atvinnulausir enn. Aðrir urðu fyrir stórfelldu eignatapi. Sumir misstu allt sem þeir áttu. Greiðslubyrði námslána stórhækkaði. Kaupmáttur launafólks hrundi. Aldrað fólk og öryrkjar urðu fyrir mikilli lífskjaraskerðingu. Bætur aldraða fólksins voru t.d. skertar um 17 milljarða króna á sl. fjórum árum, auk minnkunar kaupmáttar lífeyris- og bótagreiðslna. Og fólk sem skuldaði húsnæðis- og bílalán auk neyslulána varð fyrir miklu áfalli – líka sá mikli fjöldi sem kominn var í greiðsluþrot af eigin völdum löngu fyrir hrun. Svona var þetta. Samt hefur orðræða öll síðustu fjögur ár svo til einvörðungu snúist um vanda þeirra síðasttöldu, skuldara húsnæðis-, bíla- og neyslulána. Og kosningarnar snerust líka aðeins um þá og þeirra vanda. Lofað var að leysa hann. Lítið talað um aðra. Skautað yfir þá. Að sæmilega vel upplýst fólk skuli fást til þess að trúa að í skuldugu samfélagi á vonarvöl sé hægt að rétta einum hópi fólks fjárhæðir milli tvö hundruð og þrjú hundruð milljarða króna án þess að það komi við nokkurn annan í samfélaginu sem á í vök að verjast; ríkissjóð, skattborgara eða hina tjónsþolana?! Alltaf munu verða til einhverjir þeir sem láta til þess leiðast að lofa í kosningum meiru en hægt er að efna . En þarna var lofað svo miklu meiru en hægt er að efna. Meiru en nokkur dæmi eru til um í gervallri sögu kosninga á Íslandi. Hættan er ekki bara sú að meðvituð sjálfsblekking hafi tekið völdin af heilbrigðri skynsemi fólks; jafnvel að heimskan hafi borið hyggjuvitið ofurliði. Hættan er fordæmið sem verið er að setja. Ef hægt er að stefna til sín fjöldafylgi með því að lofa fólki miklu meiru en nokkur skynsemi segir að hægt sé að efna hvernig mun þá næsta kosningabarátta líta út? Endurheimt heilbrigðrar skynsemi er þjóðþrifamál en líkast til fást ekki mörg atkvæði út á slíka stefnu. A.m.k. ekki eins og sakir standa.Meðvituð sjálfsblekking Meðvituð sjálfsblekking virðist fjarska lífseig á Íslandi. Eins og þegar ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun ásamt fleirum láta sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir forystu ríkisstjórnar þar sem allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafa lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB. Hvernig heldur þú, lesandi góður, að viðbrögðin yrðu úti í heimi ef ætti að halda viðræðum áfram af hálfu Íslands undir forystu ríkisstjórnar sem ekki aðeins lýsir sig algerlega andvíga sjálfum efnisatriðum viðræðnanna heldur telur Ísland ekkert erindi eiga í ESB?! Sá utanríkisráðherra sem mætti til leiks í Brussel með þannig veganesti yrði réttilega aðhlátursefni umheimsins – og sjálf íslenska þjóðin þar með. Við kæmumst enn og aftur í heimsfréttirnar. Afreksfólk í aðhlátri! Auðvitað vita þeir Þorsteinn og Benedikt þetta mætavel. Ég trúi því ekki að líka þarna hafi heimskan borið hyggjuvitið ofurliði. Held frekar að greindir og góðviljaðir sjálfstæðismenn eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun leggi þarna sérstakt kapp á meðvitaða sjálfsblekkingu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að ef þeir hefðu viljað áframhald viðræðnanna hefðu þeir þurft að kjósa eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sem sé ekki heimska heldur meðvituð sjálfsblekking af ærnu tilefni.
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun