Mæta brosandi í musteri gleðinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Mynd/Vilhelm „Sumir eru lengur að jafna sig eftir leiki en aðrir. Það snýr að lífeðlisfræðinni og fer eftir líkamsbyggingu, aldri og fleiru,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Hinir grænu og hvítu hafa verið undir miklu álagi undanfarnar fimm vikur. Liðið hefur spilað ellefu leiki á 35 dögum og aldrei fengið meiri hvíld en þrjá daga á milli leikja. Þar að auki fór liðið í langt ferðalag fram og til baka til Kasakstans í síðustu viku og þar áður til Andorra og Austurríkis. „Stemningin í hópnum er fín og það er mikil tilhlökkun,“ segir Ólafur um stöðuna á strákunum. Blikar töpuðu í undanúrslitum bikarsins gegn Fram á sunnudaginn og endurnýja kynnin við Laugardalsvöllinn í dag. „Auðvitað hefði verið betra að spila á Kópavogsvelli enda er það okkar heimavöllur,“ segir Ólafur. Ástæða þess að leikurinn fer fram í Laugardalnum er sú að forsvarsmenn Aktobe neituðu beiðni Blika um að spila í Kópavogi. „Maður getur valið að velta sér upp úr vellinum en við höfum ekki einu sinni rætt þetta,“ segir Ólafur, greinilega harðákveðinn í að halda einbeitingu sinna manna. „Við munum spila í musteri gleðinnar í kvöld með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur á léttu nótunum. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Aktobe frá því í fyrri leiknum. Ólafur segir alla pressuna á gestunum frá Kasakstan, sem séu með firnasterkt lið. „Aktobe er miklu betra lið en Sturm Graz og með hrikalega flotta leikmenn. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir á boltann og liðið í öðrum klassa en andstæðingar okkar í deildinni hérna heima,“ segir Ólafur með fullri virðingu fyrir íslensku liðunum. Hann minnir á stórsigur Aktobe á FH fyrir fjórum tímabilum og segir sjö til átta leikmenn úr því liði enn leikmenn Aktobe. „Þeir eru fyrirfram mun líklegri til að fara áfram og pressan því öll á þeim.“ Leikur Breiðabliks og Aktobe á Laugardalsvelli hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira
„Sumir eru lengur að jafna sig eftir leiki en aðrir. Það snýr að lífeðlisfræðinni og fer eftir líkamsbyggingu, aldri og fleiru,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Hinir grænu og hvítu hafa verið undir miklu álagi undanfarnar fimm vikur. Liðið hefur spilað ellefu leiki á 35 dögum og aldrei fengið meiri hvíld en þrjá daga á milli leikja. Þar að auki fór liðið í langt ferðalag fram og til baka til Kasakstans í síðustu viku og þar áður til Andorra og Austurríkis. „Stemningin í hópnum er fín og það er mikil tilhlökkun,“ segir Ólafur um stöðuna á strákunum. Blikar töpuðu í undanúrslitum bikarsins gegn Fram á sunnudaginn og endurnýja kynnin við Laugardalsvöllinn í dag. „Auðvitað hefði verið betra að spila á Kópavogsvelli enda er það okkar heimavöllur,“ segir Ólafur. Ástæða þess að leikurinn fer fram í Laugardalnum er sú að forsvarsmenn Aktobe neituðu beiðni Blika um að spila í Kópavogi. „Maður getur valið að velta sér upp úr vellinum en við höfum ekki einu sinni rætt þetta,“ segir Ólafur, greinilega harðákveðinn í að halda einbeitingu sinna manna. „Við munum spila í musteri gleðinnar í kvöld með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur á léttu nótunum. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Aktobe frá því í fyrri leiknum. Ólafur segir alla pressuna á gestunum frá Kasakstan, sem séu með firnasterkt lið. „Aktobe er miklu betra lið en Sturm Graz og með hrikalega flotta leikmenn. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir á boltann og liðið í öðrum klassa en andstæðingar okkar í deildinni hérna heima,“ segir Ólafur með fullri virðingu fyrir íslensku liðunum. Hann minnir á stórsigur Aktobe á FH fyrir fjórum tímabilum og segir sjö til átta leikmenn úr því liði enn leikmenn Aktobe. „Þeir eru fyrirfram mun líklegri til að fara áfram og pressan því öll á þeim.“ Leikur Breiðabliks og Aktobe á Laugardalsvelli hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira