Búinn að spila tvo metleiki í röð í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2013 06:30 Jón Arnór Stefánsson hitti meðal annars úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum.Fréttablaðið/Daníel Jón Arnór Stefánsson sýndi mátt sinn og megin á móti Búlgörum í Laugardalshöllinni en því miður dugði það ekki til sigurs. Lokaskot kappans rúllaði á hringnum. Hefði skotið farið ofan í körfuna hefði hann ekki aðeins tryggt íslenska liðinu framlengingu heldur einnig bætt stigamet landsliðsmanns í Höllinni. Það er enginn svikinn af því að mæta í Höllina þegar gullmolinn Jón Arnór Stefánsson er á svæðinu. Jón Arnór jafnaði stigametið í landsleik í Laugardalshöllinni í þessum leik en svo skemmtilega vill til að Jón setti metið sjálfur í síðasta leik sínum í Höllinni sem var á móti Svartfellingum fyrir ári síðan. „Jón Arnór Stefánsson átti eina mögnuðustu frammistöðu sem ég hef séð á körfuboltavelli með berum augum,“ skrifaði hinn margreyndi þjálfari Benedikt Guðmundsson á fésbókarsíðu sína eftir leik og ekki að ástæðulausu. „Frammistaða Jóns var suddaleg. Stig, fráköst og annað sem er nokkuð augljóst er bara brot af því sem hann gerði í kvöld. Krafturinn, viljinn, yfirferðin, einstaklingsvörnin, hjálparvörnin, staðsetningar og fleira undirstrikaði að hann er einn af okkar bestu íþróttamönnum allra tíma. Allt þetta hálf meiddur og ekki nálægt sínu besta formi,“ bætti Benedikt við. En stigin voru 32 talsins og Jón Arnór hefur því skorað 32 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í Laugardalshöllinni. Hann er nú í hópi með Teiti Örlygssyni yfir þá sem hafa oftast brotið 30 stiga múrinn í landsleik í Höllinni. Jón Arnór gerði samt betur en á móti Svartfjallalandi í fyrra þar sem hann hitti „bara“ úr 8 af 19 skotum sínum. Þá fékk hann 14 vítaskot (hitti úr 13) en í fyrrakvöld fékk þessi frábæri leikmaður lítið frá dómurum leiksins. Jón Arnór fékk aðeins tvö víti allan leikinn á móti Búlgörum en hann hitti úr 13 af 21 skoti sínu (62 prósent) í leiknum þar af fimm af sex fyrir utan þriggja stiga línuna. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest stig í einum landsleik í Laugardalshöllinni.Flest stig í leik í Laugardalshöllinni:32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Búlgaríu 13. ágúst 2013)32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Svartfjallalandi 8. september 2012)31 stig - Pálmar Sigurðsson (á móti Noregi 17. apríl 1986)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Írlandi 24. maí 1996)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Lúxemborg 22. maí 1996)29 stig - Logi Gunnarsson (á móti Slóveníu 29. nóvember 2000)28 stig - Pétur Guðmundsson (á móti Finnlandi 26. mars 1981)28 stig - Teitur Örlygsson (á móti Noregi 14. maí 1996) Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson sýndi mátt sinn og megin á móti Búlgörum í Laugardalshöllinni en því miður dugði það ekki til sigurs. Lokaskot kappans rúllaði á hringnum. Hefði skotið farið ofan í körfuna hefði hann ekki aðeins tryggt íslenska liðinu framlengingu heldur einnig bætt stigamet landsliðsmanns í Höllinni. Það er enginn svikinn af því að mæta í Höllina þegar gullmolinn Jón Arnór Stefánsson er á svæðinu. Jón Arnór jafnaði stigametið í landsleik í Laugardalshöllinni í þessum leik en svo skemmtilega vill til að Jón setti metið sjálfur í síðasta leik sínum í Höllinni sem var á móti Svartfellingum fyrir ári síðan. „Jón Arnór Stefánsson átti eina mögnuðustu frammistöðu sem ég hef séð á körfuboltavelli með berum augum,“ skrifaði hinn margreyndi þjálfari Benedikt Guðmundsson á fésbókarsíðu sína eftir leik og ekki að ástæðulausu. „Frammistaða Jóns var suddaleg. Stig, fráköst og annað sem er nokkuð augljóst er bara brot af því sem hann gerði í kvöld. Krafturinn, viljinn, yfirferðin, einstaklingsvörnin, hjálparvörnin, staðsetningar og fleira undirstrikaði að hann er einn af okkar bestu íþróttamönnum allra tíma. Allt þetta hálf meiddur og ekki nálægt sínu besta formi,“ bætti Benedikt við. En stigin voru 32 talsins og Jón Arnór hefur því skorað 32 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í Laugardalshöllinni. Hann er nú í hópi með Teiti Örlygssyni yfir þá sem hafa oftast brotið 30 stiga múrinn í landsleik í Höllinni. Jón Arnór gerði samt betur en á móti Svartfjallalandi í fyrra þar sem hann hitti „bara“ úr 8 af 19 skotum sínum. Þá fékk hann 14 vítaskot (hitti úr 13) en í fyrrakvöld fékk þessi frábæri leikmaður lítið frá dómurum leiksins. Jón Arnór fékk aðeins tvö víti allan leikinn á móti Búlgörum en hann hitti úr 13 af 21 skoti sínu (62 prósent) í leiknum þar af fimm af sex fyrir utan þriggja stiga línuna. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest stig í einum landsleik í Laugardalshöllinni.Flest stig í leik í Laugardalshöllinni:32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Búlgaríu 13. ágúst 2013)32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Svartfjallalandi 8. september 2012)31 stig - Pálmar Sigurðsson (á móti Noregi 17. apríl 1986)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Írlandi 24. maí 1996)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Lúxemborg 22. maí 1996)29 stig - Logi Gunnarsson (á móti Slóveníu 29. nóvember 2000)28 stig - Pétur Guðmundsson (á móti Finnlandi 26. mars 1981)28 stig - Teitur Örlygsson (á móti Noregi 14. maí 1996)
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira