Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Haraldur Guðmundsson skrifar 19. september 2013 07:00 Reimar Sigurjónsson, bóndi í Finnafirði. Forsvarsmenn Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps héldu á þriðjudag fund með landeigendum í Finnafirði vegna áforma um mögulega uppbyggingu á stórskipahöfn í firðinum. Sveitarfélögin gengu fyrr í sumar til samstarfs við þýska fyrirtækið Bremenport sem hyggst fara í rannsóknir á svæðinu áður en ákvörðun um byggingu stórskipahafnarinnar verður tekin. Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli, einu jörðinni sem er í byggð í firðinum, lýsti óánægju sinni með áformin á fundinum. „Ég er algjörlega á móti þessum framkvæmdum og tel að þær eigi eftir að eyðileggja fjörðinn. Það er margt sem þarf að huga að í tengslum við þetta mál og þar á meðal eru hugsanleg mengunaráhrif. Þarna verður miklu fórnað fyrir lítið þegar fram líða stundir og við munum ekki koma til með að búa í kyrrlátum firði eftir þetta,“ segir Reimar. Hann bendir á að í aðalskipulagi Langanesbyggðar sé gert ráð fyrir stórskipahöfn í firðinum. „Skipulagið var um sex ár í vinnslu og á þeim langa tíma var aldrei haft beint samband við landeigendur á svæðinu.“ Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að ekki verði farið í umrædda rannsóknarvinnu nema að gefnu leyfi landeigenda. „Við munum leggja upp úr því að hafa mjög náið og gott samráð við landeigendur á þessu svæði,“ segir Ólafur og bætir því við að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum í október næstkomandi. Bremenport ætlar að stofna fyrirtæki hér á landi á næstunni sem mun standa að rannsóknum og athugunum á svæðinu. Sú vinna mun að öllum líkindum fela í sér uppsetningu mælitækja á sjó og landi og umhverfis- og jarðtæknirannsóknum. Áætlað er að rannsóknarvinnan taki um þrjú ár. Fyrirtækið er á meðal stærstu rekstrar- og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu. Bremenport á meðal annars umskipunarhöfnina í þýsku borginni Bremerhaven, sem er næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Forsvarsmenn Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps héldu á þriðjudag fund með landeigendum í Finnafirði vegna áforma um mögulega uppbyggingu á stórskipahöfn í firðinum. Sveitarfélögin gengu fyrr í sumar til samstarfs við þýska fyrirtækið Bremenport sem hyggst fara í rannsóknir á svæðinu áður en ákvörðun um byggingu stórskipahafnarinnar verður tekin. Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli, einu jörðinni sem er í byggð í firðinum, lýsti óánægju sinni með áformin á fundinum. „Ég er algjörlega á móti þessum framkvæmdum og tel að þær eigi eftir að eyðileggja fjörðinn. Það er margt sem þarf að huga að í tengslum við þetta mál og þar á meðal eru hugsanleg mengunaráhrif. Þarna verður miklu fórnað fyrir lítið þegar fram líða stundir og við munum ekki koma til með að búa í kyrrlátum firði eftir þetta,“ segir Reimar. Hann bendir á að í aðalskipulagi Langanesbyggðar sé gert ráð fyrir stórskipahöfn í firðinum. „Skipulagið var um sex ár í vinnslu og á þeim langa tíma var aldrei haft beint samband við landeigendur á svæðinu.“ Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að ekki verði farið í umrædda rannsóknarvinnu nema að gefnu leyfi landeigenda. „Við munum leggja upp úr því að hafa mjög náið og gott samráð við landeigendur á þessu svæði,“ segir Ólafur og bætir því við að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum í október næstkomandi. Bremenport ætlar að stofna fyrirtæki hér á landi á næstunni sem mun standa að rannsóknum og athugunum á svæðinu. Sú vinna mun að öllum líkindum fela í sér uppsetningu mælitækja á sjó og landi og umhverfis- og jarðtæknirannsóknum. Áætlað er að rannsóknarvinnan taki um þrjú ár. Fyrirtækið er á meðal stærstu rekstrar- og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu. Bremenport á meðal annars umskipunarhöfnina í þýsku borginni Bremerhaven, sem er næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira