Mætti með skopparabolta á blaðamannafund Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 14. október 2013 07:30 Frá æfingu norska landsliðsins á Ullevaal-leikvanginum í gær. Mynd/Vilhelm Blaðamenn frá Íslandi notuðu augu meir en eyru á fundi með Per-Mathias Högmo, þjálfara norska landsliðsins, í Ósló í gær. Norskir blaðamenn spurðu spurninga sem Högmo svaraði að bragði. Það var ekki fyrr en Högmo tók upp skopparabolta sem fulltrúar Íslands skildu um hvað var rætt. 3-0 tap á útivelli gegn Slóveníu var ekki óskabyrjunin sem þeir norsku vonuðust eftir. Sjálfstraust leikmanna er lítið og vonleysi stuðningsmanna lýsir sér í hve illa miðasala gengur á leikinn. Með boltanum vildi nýi landsliðsþjálfarinn sýna fram á að þótt liðið væri langt niðri núna gætu hlutirnir breyst á skömmum tíma. Líkt og þegar skopparabolti lendir og kastast um leið upp á ný. Nokkrir blaðamenn brostu en enginn hló. „Við eigum marga góða unga leikmenn og staða okkar er ekki ósvipuð og hjá íslenska liðinu fyrir tveimur árum,“ sagði Högmo. Vísaði sá norski í þann kjarna íslenska liðsins sem komst á Evrópumót 21 árs landsliða í Danmörku fyrir tveimur árum. „Íslenska liðið ætti að vera innblástur fyrir Noreg og aðrar minni þjóðir,“ bætti Högmo við. Aðspurður hvort það væri innblástur fyrir leikinn að vita að sigur gæti gert út um vonir Íslands um sæti á HM sagði Högmo: „Það er í sjálfu sér ekki markmið að eyðileggja fyrir Íslandi. Hins vegar viljum við eðlilega vinna leikinn.“ Norðmenn hafa að engu að keppa í sjálfu sér. Tapi liðið getur það hafnað í fimmta sæti í riðlinum vinni Albanir sigur á Kýpur. Árangurinn yrði sá versti í undankeppni síðan fyrir Evrópumótið í Vestur-Þýskalandi 1988. „Auðvitað erum við vonsviknir að geta ekki farið á HM. Þú færð hins vegar bara tíu leiki með landsliðinu á ári og því er auðvelt að gíra sig upp fyrir þá,“ sagði fyrirliðinn Brede Hangeland við Fréttablaðið í gær. Miðvörðurinn stæðilegi var um tíma liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham. Mohammed Abdellaoue, sem skoraði sigurmark þeirra norsku úr vítaspyrnu í viðureign liðanna í undankeppni EM 2012 fyrir sléttum tveimur árum, er meðvitaður um hve sterkt íslenska liðið er. „Á heimavelli eigum við hins vegar að vera ákveðnir. Við höfum trú á okkur og stefnum ótrauðir á þrjú stig,“ sagði Moa. Hann skilur vel viðhorf íslenskra stuðningsmanna að þeirra landslið sé ekki síðra og mögulega betur mannað en það norska. Það gæti hins vegar hjálpað að pressan á liðinu sé lítil enda möguleikinn á sæti á HM úti. „Við höfum ekki að neinu að keppa nema heiðrinum þannig að við verðum bara að fara út á völl, skemmta okkur og klára dagsverkið. Það skiptir máli að gefa tóninn fyrir næstu undankeppni.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Blaðamenn frá Íslandi notuðu augu meir en eyru á fundi með Per-Mathias Högmo, þjálfara norska landsliðsins, í Ósló í gær. Norskir blaðamenn spurðu spurninga sem Högmo svaraði að bragði. Það var ekki fyrr en Högmo tók upp skopparabolta sem fulltrúar Íslands skildu um hvað var rætt. 3-0 tap á útivelli gegn Slóveníu var ekki óskabyrjunin sem þeir norsku vonuðust eftir. Sjálfstraust leikmanna er lítið og vonleysi stuðningsmanna lýsir sér í hve illa miðasala gengur á leikinn. Með boltanum vildi nýi landsliðsþjálfarinn sýna fram á að þótt liðið væri langt niðri núna gætu hlutirnir breyst á skömmum tíma. Líkt og þegar skopparabolti lendir og kastast um leið upp á ný. Nokkrir blaðamenn brostu en enginn hló. „Við eigum marga góða unga leikmenn og staða okkar er ekki ósvipuð og hjá íslenska liðinu fyrir tveimur árum,“ sagði Högmo. Vísaði sá norski í þann kjarna íslenska liðsins sem komst á Evrópumót 21 árs landsliða í Danmörku fyrir tveimur árum. „Íslenska liðið ætti að vera innblástur fyrir Noreg og aðrar minni þjóðir,“ bætti Högmo við. Aðspurður hvort það væri innblástur fyrir leikinn að vita að sigur gæti gert út um vonir Íslands um sæti á HM sagði Högmo: „Það er í sjálfu sér ekki markmið að eyðileggja fyrir Íslandi. Hins vegar viljum við eðlilega vinna leikinn.“ Norðmenn hafa að engu að keppa í sjálfu sér. Tapi liðið getur það hafnað í fimmta sæti í riðlinum vinni Albanir sigur á Kýpur. Árangurinn yrði sá versti í undankeppni síðan fyrir Evrópumótið í Vestur-Þýskalandi 1988. „Auðvitað erum við vonsviknir að geta ekki farið á HM. Þú færð hins vegar bara tíu leiki með landsliðinu á ári og því er auðvelt að gíra sig upp fyrir þá,“ sagði fyrirliðinn Brede Hangeland við Fréttablaðið í gær. Miðvörðurinn stæðilegi var um tíma liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham. Mohammed Abdellaoue, sem skoraði sigurmark þeirra norsku úr vítaspyrnu í viðureign liðanna í undankeppni EM 2012 fyrir sléttum tveimur árum, er meðvitaður um hve sterkt íslenska liðið er. „Á heimavelli eigum við hins vegar að vera ákveðnir. Við höfum trú á okkur og stefnum ótrauðir á þrjú stig,“ sagði Moa. Hann skilur vel viðhorf íslenskra stuðningsmanna að þeirra landslið sé ekki síðra og mögulega betur mannað en það norska. Það gæti hins vegar hjálpað að pressan á liðinu sé lítil enda möguleikinn á sæti á HM úti. „Við höfum ekki að neinu að keppa nema heiðrinum þannig að við verðum bara að fara út á völl, skemmta okkur og klára dagsverkið. Það skiptir máli að gefa tóninn fyrir næstu undankeppni.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira