Nú væri hiti undir vellinum fljótur að borga sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2013 00:01 Englendingar hafa nýtt búnaðinn á þjóðarleikvangi sínum í Lundúnum þegar kalt hefur verið í veðri. Mynd/Sports & Stadia „Við veltum ýmsum hugmyndum fyrir okkur en vandamálið var alltaf það sama. Völlurinn er ekki upphitaður,“ segir Jóhann Gunnar Kristinsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Karlalandslið Íslands mætir Króötum í fyrri viðureign þjóðanna í umspili um laust sæti hér á landi föstudagskvöldið 15. nóvember. Töluverðar áhyggjur hafa verið vegna ástands vallarins um miðjan nóvember og sumir rifjað upp kvennalandsleik Íslands og Írlands í umspili um sæti á EM haustið 2008. Þá var réttilega hægt að líkja Laugardalsvelli við skautasvell, en leikurinn fór fram 30. október. Koma þarf í veg fyrir að frost komist í jörðu líkt og þá. Niðurstaðan er sú að KSÍ hefur ákveðið að nýta sér lausn sem breska fyrirtækið MacLeod býður upp á. Um er að ræða stóran og mikinn dúk en undir honum er stór pylsa. Í pylsuna er dælt heitu lofti sem heldur dúknum uppi. Myndband sem útskýrir lausnina má sjá neðst í fréttinni. „Það koma fjórir menn með búnaðinn, setja þetta upp og munu halda þessu gangandi þann tíma sem þarf,“ segir Jóhann. Eina mögulega vandamálið snýr að því hvernig dúknum verður haldið niðri. Þar hjálpi hlaupabrautin ekki til enda ekki hægt að festa í hana. Jóhann telur líklegast að notaðar verði vegstoðir til þess að halda dúknum niðri. „Þær geta verið allt að eitt og hálft tonn að þyngd,“ segir Jóhann.Mynd/Sport & StadiaTilbúnir með sprey á leikdegi Mennirnir mæta til landsins þann 7. nóvember og daginn eftir verður búnaðurinn settur upp. „Áður en þeir mæta munum við slá völlinn, mála hann og gera eins kláran og hægt er,“ segir Jóhann. Búnaðurinn á að halda hitastigi í grasinu í þremur til fjórum gráðum en þó er hætta á að frost komist í grasið þegar taka þarf dúkinn af. Það þarf að gera daginn fyrir leik þegar bæði landslið eiga rétt á æfingu á vellinum. Að æfingum loknum er þó hægt að setja búnaðinn aftur upp og starfsmenn geta hugað að skemmdum á vellinum. Augljóslega verður búnaðurinn tekinn niður á leikdegi en það þarf að gerast um þremur tímum fyrir leik. Því er sú á hætta á ferðinni að grasið geti frosið á nokkrum klukkustundum verði svo kalt þann daginn. Jóhann hefur hugsað fyrir því. „Þá erum við tilbúnir með efnablöndu sem seinkar því að völlurinn frjósi þótt hún komi ekki í veg fyrir það. Við gætum þá spreyjað völlinn bæði fyrir leik og í hálfleik.“ Búnaðurinn frá Englandi verður leigður en ljóst er að kostnaður Knattspyrnusambandsins er töluverður og hleypur á milljónum.Mynd/Sports & Stadia„Við skulum segja að þetta sé fokdýrt. Kostnaður hleypur á milljónum,“ segir Jóhann. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort kostnaðurinn væri innan við tug milljóna eða meiri. „Auðvitað er þetta dýr lausn. Við erum að leigja menn og flytja til landsins. Nú væri hiti undir vellinum fljótur að borga sig,“ segir Jóhann. Vaknar sú spurning hvers vegna ekki hafi verið farið í að koma fyrir hitakerfi undir Laugardalsvelli á undanförnum árum. „Stofnkostnaðurinn væri auðvitað tugir milljóna en kæmi að notum allan ársins hring,“ segir Jóhann. Afar dýrt sé þó að kynda vatnið sem þarf fyrir svo stóran flöt. Þar sem Jóhann þekkir til erlendis sé aðeins kynt í þá örfáu daga sem reiknað er með frosti. Ekki sé verið að hugsa um að örva vöxt grassins heldur einfaldlega að hafa leikfleti frostlausa og hættulausa. Untitled from Blayney Partnership on Vimeo. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
„Við veltum ýmsum hugmyndum fyrir okkur en vandamálið var alltaf það sama. Völlurinn er ekki upphitaður,“ segir Jóhann Gunnar Kristinsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Karlalandslið Íslands mætir Króötum í fyrri viðureign þjóðanna í umspili um laust sæti hér á landi föstudagskvöldið 15. nóvember. Töluverðar áhyggjur hafa verið vegna ástands vallarins um miðjan nóvember og sumir rifjað upp kvennalandsleik Íslands og Írlands í umspili um sæti á EM haustið 2008. Þá var réttilega hægt að líkja Laugardalsvelli við skautasvell, en leikurinn fór fram 30. október. Koma þarf í veg fyrir að frost komist í jörðu líkt og þá. Niðurstaðan er sú að KSÍ hefur ákveðið að nýta sér lausn sem breska fyrirtækið MacLeod býður upp á. Um er að ræða stóran og mikinn dúk en undir honum er stór pylsa. Í pylsuna er dælt heitu lofti sem heldur dúknum uppi. Myndband sem útskýrir lausnina má sjá neðst í fréttinni. „Það koma fjórir menn með búnaðinn, setja þetta upp og munu halda þessu gangandi þann tíma sem þarf,“ segir Jóhann. Eina mögulega vandamálið snýr að því hvernig dúknum verður haldið niðri. Þar hjálpi hlaupabrautin ekki til enda ekki hægt að festa í hana. Jóhann telur líklegast að notaðar verði vegstoðir til þess að halda dúknum niðri. „Þær geta verið allt að eitt og hálft tonn að þyngd,“ segir Jóhann.Mynd/Sport & StadiaTilbúnir með sprey á leikdegi Mennirnir mæta til landsins þann 7. nóvember og daginn eftir verður búnaðurinn settur upp. „Áður en þeir mæta munum við slá völlinn, mála hann og gera eins kláran og hægt er,“ segir Jóhann. Búnaðurinn á að halda hitastigi í grasinu í þremur til fjórum gráðum en þó er hætta á að frost komist í grasið þegar taka þarf dúkinn af. Það þarf að gera daginn fyrir leik þegar bæði landslið eiga rétt á æfingu á vellinum. Að æfingum loknum er þó hægt að setja búnaðinn aftur upp og starfsmenn geta hugað að skemmdum á vellinum. Augljóslega verður búnaðurinn tekinn niður á leikdegi en það þarf að gerast um þremur tímum fyrir leik. Því er sú á hætta á ferðinni að grasið geti frosið á nokkrum klukkustundum verði svo kalt þann daginn. Jóhann hefur hugsað fyrir því. „Þá erum við tilbúnir með efnablöndu sem seinkar því að völlurinn frjósi þótt hún komi ekki í veg fyrir það. Við gætum þá spreyjað völlinn bæði fyrir leik og í hálfleik.“ Búnaðurinn frá Englandi verður leigður en ljóst er að kostnaður Knattspyrnusambandsins er töluverður og hleypur á milljónum.Mynd/Sports & Stadia„Við skulum segja að þetta sé fokdýrt. Kostnaður hleypur á milljónum,“ segir Jóhann. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort kostnaðurinn væri innan við tug milljóna eða meiri. „Auðvitað er þetta dýr lausn. Við erum að leigja menn og flytja til landsins. Nú væri hiti undir vellinum fljótur að borga sig,“ segir Jóhann. Vaknar sú spurning hvers vegna ekki hafi verið farið í að koma fyrir hitakerfi undir Laugardalsvelli á undanförnum árum. „Stofnkostnaðurinn væri auðvitað tugir milljóna en kæmi að notum allan ársins hring,“ segir Jóhann. Afar dýrt sé þó að kynda vatnið sem þarf fyrir svo stóran flöt. Þar sem Jóhann þekkir til erlendis sé aðeins kynt í þá örfáu daga sem reiknað er með frosti. Ekki sé verið að hugsa um að örva vöxt grassins heldur einfaldlega að hafa leikfleti frostlausa og hættulausa. Untitled from Blayney Partnership on Vimeo.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira