Meta verður jarðstrengi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. nóvember 2013 06:00 Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu. Skýrsla Metsco sýnir að jarðstrengur er aðeins 4 til 20 prósent dýrari en loftlína eftir því hve stór raflínan er (132kV eða 220kV). Kostnaðarmunur er því fjarri því að vera margfaldur eins og ranglega hefur verið haldið fram hérlendis hingað til. Landsnet gagnrýndi ákveðnar forsendur fyrir kostnaðarútreikningum Metsco í Fréttablaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn, sérstaklega það að Metsco notar 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína í útreikningum sínum. Þess skal getið að Metsco vitnar til ritaðra heimilda erlendis frá um áætlaðan líftíma nútíma jarðstrengja, en niðurstöður rannsókna sýna að þeir standast ítrustu kröfur um endingu. Jafnframt fullyrðir franska raforkuflutningsfyrirtækið að strengirnir endist í yfir 70 ár, en fyrirtækið hefur einna mestu reynslu af rekstri jarðstrengja í Evrópu. Landsnet hefur hingað til hafnað því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja líkt og gert er fyrir loftlínur. Þetta hefur fyrirtækið gert á grundvelli fullyrðinga sinna um að kostnaðarmunur jarðstrengja og loftlína sé alltof mikill þannig að það muni hvort eð er ekki koma til þess að leggja strengina og því gæti umhverfismat þeirra valdið óraunhæfum væntingum hjá fólki. Í ljósi niðurstaðna Metsco, heldur þessi röksemdafærsla Landsnets ekki lengur. Stórar loftlínur eru mjög umdeild mannvirki á Íslandi, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa þeirra. Til dæmis sýna niðurstöður kannana neikvætt viðhorf mikils meirihluta ferðamanna á hálendinu til háspennulína. Ekki gengur lengur að skýla sér á bak við dýrari jarðstrengi og Landsnet skuldar því almenningi í landinu að meta kosti og galla jarðstrengja til jafns á við loftlínur á þeim línuleiðum sem fyrirtækið vinnur núna að, þar með talið á Reykjanesskaga (Suðvesturlínur), í Skagafirði, Hörgársveit, Eyjafirði, Fljótsdal og víðar. Slíkur samanburður ætti að auðvelda mat á því hvar ásættanlegt er að leggja raflínur í jörð og hvar ekki, ekki síst á lengri línuleiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu. Skýrsla Metsco sýnir að jarðstrengur er aðeins 4 til 20 prósent dýrari en loftlína eftir því hve stór raflínan er (132kV eða 220kV). Kostnaðarmunur er því fjarri því að vera margfaldur eins og ranglega hefur verið haldið fram hérlendis hingað til. Landsnet gagnrýndi ákveðnar forsendur fyrir kostnaðarútreikningum Metsco í Fréttablaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn, sérstaklega það að Metsco notar 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína í útreikningum sínum. Þess skal getið að Metsco vitnar til ritaðra heimilda erlendis frá um áætlaðan líftíma nútíma jarðstrengja, en niðurstöður rannsókna sýna að þeir standast ítrustu kröfur um endingu. Jafnframt fullyrðir franska raforkuflutningsfyrirtækið að strengirnir endist í yfir 70 ár, en fyrirtækið hefur einna mestu reynslu af rekstri jarðstrengja í Evrópu. Landsnet hefur hingað til hafnað því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja líkt og gert er fyrir loftlínur. Þetta hefur fyrirtækið gert á grundvelli fullyrðinga sinna um að kostnaðarmunur jarðstrengja og loftlína sé alltof mikill þannig að það muni hvort eð er ekki koma til þess að leggja strengina og því gæti umhverfismat þeirra valdið óraunhæfum væntingum hjá fólki. Í ljósi niðurstaðna Metsco, heldur þessi röksemdafærsla Landsnets ekki lengur. Stórar loftlínur eru mjög umdeild mannvirki á Íslandi, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa þeirra. Til dæmis sýna niðurstöður kannana neikvætt viðhorf mikils meirihluta ferðamanna á hálendinu til háspennulína. Ekki gengur lengur að skýla sér á bak við dýrari jarðstrengi og Landsnet skuldar því almenningi í landinu að meta kosti og galla jarðstrengja til jafns á við loftlínur á þeim línuleiðum sem fyrirtækið vinnur núna að, þar með talið á Reykjanesskaga (Suðvesturlínur), í Skagafirði, Hörgársveit, Eyjafirði, Fljótsdal og víðar. Slíkur samanburður ætti að auðvelda mat á því hvar ásættanlegt er að leggja raflínur í jörð og hvar ekki, ekki síst á lengri línuleiðum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun