Ægisstelpurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Inga Elin Cryer og Fjölnismaðurinn Kristinn Þórarinsson unnu öll þrjú gull á fyrsta degi Íslandsmeistaramótsins í 25m laug sem fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.
Eygló Ósk vann 200 metra baksund og 200 metra fjórsund en hún setti Íslandsmet í báðum greinum. Hún synti á 2:06.59 mínútum í 200 metra baksundi og á 2:13.41 mínútum í 200 metra fjórsundi.
Inga Elín vann 400 metra skriðsund og 200 metra flugsund. Þær hjálpuðu síðan A-sveit Ægis að vinna 4 x 200 metra skriðsund. Kristinn vann 200 metra baksund og 200 metra fjórsund og hjálpaði Fjölnismönnum að vinna 4 x 200 metra skriðsund. Karen Sif Vilhjálmsdóttir úr SH vann tvær greinar, 100 metra bringusund og 50 metra skriðsund.
Keppni heldur áfram í dag og klárast síðan á morgun. Undanrásir hefjast klukkan níu báða daga en úrslitahlutinn hefst klukkan fimm og stendur yfir í um tvo tíma.
Eygló með þrjú gull og tvö Íslandsmet á fyrsta degi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn
