Umhverfislöggjöf gæti dregið úr hagvexti um tólf prósentustig Jóhannes Stefánsson skrifar 17. janúar 2014 22:40 Sameinuðu þjóðirnar segja það geta falið í sér gríðarmikinn kostnað að halda hnattrænni hlýnun Vilhelm Kostnaður við það að halda rísandi hitastigi jarðar í skefjum gæti náð fjórum prósentum af samanlagðri vergri landsframleiðslu allra landa heims árið 2030. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að koma sér saman um sáttmála gegn hnattrænni hlýnun. Í skýrslunni er velt upp hvað þurfi til svo halda megi hnattrænni hlýnun innan tveggja gráða á celsíus. Til þess að það megi nást þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40-70% auk þess sem hlutur endurnýjanlegra orkugjafa, kjarnorku og kolefnisföngunar þyrfti að þrefaldast fyrir árið 2050. „Skýrslan sýnir að tvær gráður eru tæknilega framkvæmanlegar og ætti það að vera helsta markmiðið," segir Bob Ward við Grantham rannsóknarstofnunina við London School of Economics. Í drögunum kemur fram að „líklega" muni markmiðið um að halda hækkun hitastigs innan tveggja gráða krefjast þess að hlutfalli gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu verði haldið innan við 480 ppm. Hlutfallið er 400 ppm í dag. Það muni hinsvegar á sama tíma leiða til samdráttar í vergri landsframleiðslu á bilinu 1-4% árið 2030, 2-6% árið 2050 og allt að 12% árið 2100. Í drögunum kemur einnig fram að kostnaðurinn við að berjast gegn hnattrænni hlýnun gæti verið hærri en kostnaðurinn við að takast á við áhrif þess að gera það ekki.Segir hagtölurnar ekki sýna heildarmyndina Ward segir þessar mælingar einar og sér þó ekki fullnægjandi. „Þú gætir sagt frá seinni heimsstyrjöldinni bara með hagtölum, en það myndi þó ekki segja þér frá öllum þeim milljónum sem létust," segir Ward. „Tap lífsviðurværis vegna hnattrænnar hlýnunar kemur ekki fram þegar verg landsframleiðsla er mæld," bætir hann við.Bloomberg greinir frá. Loftslagsmál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Kostnaður við það að halda rísandi hitastigi jarðar í skefjum gæti náð fjórum prósentum af samanlagðri vergri landsframleiðslu allra landa heims árið 2030. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að koma sér saman um sáttmála gegn hnattrænni hlýnun. Í skýrslunni er velt upp hvað þurfi til svo halda megi hnattrænni hlýnun innan tveggja gráða á celsíus. Til þess að það megi nást þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40-70% auk þess sem hlutur endurnýjanlegra orkugjafa, kjarnorku og kolefnisföngunar þyrfti að þrefaldast fyrir árið 2050. „Skýrslan sýnir að tvær gráður eru tæknilega framkvæmanlegar og ætti það að vera helsta markmiðið," segir Bob Ward við Grantham rannsóknarstofnunina við London School of Economics. Í drögunum kemur fram að „líklega" muni markmiðið um að halda hækkun hitastigs innan tveggja gráða krefjast þess að hlutfalli gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu verði haldið innan við 480 ppm. Hlutfallið er 400 ppm í dag. Það muni hinsvegar á sama tíma leiða til samdráttar í vergri landsframleiðslu á bilinu 1-4% árið 2030, 2-6% árið 2050 og allt að 12% árið 2100. Í drögunum kemur einnig fram að kostnaðurinn við að berjast gegn hnattrænni hlýnun gæti verið hærri en kostnaðurinn við að takast á við áhrif þess að gera það ekki.Segir hagtölurnar ekki sýna heildarmyndina Ward segir þessar mælingar einar og sér þó ekki fullnægjandi. „Þú gætir sagt frá seinni heimsstyrjöldinni bara með hagtölum, en það myndi þó ekki segja þér frá öllum þeim milljónum sem létust," segir Ward. „Tap lífsviðurværis vegna hnattrænnar hlýnunar kemur ekki fram þegar verg landsframleiðsla er mæld," bætir hann við.Bloomberg greinir frá.
Loftslagsmál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira