Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plasti 13. janúar 2014 17:08 Hinrik og Gísli voru þeir einu ákærða sem mættu fyrir dóm. Mynd/Vísir Húsráðandi í húsinu sem Stokkseyrarmálið er kennt við kom fyrir dóm í dag. Hann sagði að einn hinna ákærðu, Davíð Freyr, hefði hringt og spurt hvor hann mætti koma í heimsókn. Hann hafi síðan mætt með tveimur mönnum, þar á meðal fórnarlambinu. Húsráðandi sagðist hafi upplifað sem fórnarlambið hafi lent í slagsmálum en vildi ekki skipta sér af málinu. Þeir hafi fyrst farið með fórnarlambið inn í herbergi og síðan niður í kjallara þar sem þeir hafi bundið hann við burðarbita. Davíð Freyr og félagi hans hafi síðan farið á brott. Þegar hann hafi leyst fórnarlambið hafi það verið sveipað plastpoka einum fata. Hann segist ekki hafa orðið var við að fórnarlambið hafi verið beitt ofbeldi. Við vitnisburð sagðist húsráðandi ekki hafa kannast við félaga Davíðs Freys, hann hafi seinna heyrt að þar hafi verið Stefán Blackburn. Húsráðandi fór síðan í göngutúr en hringdi síðan í Davíð Frey sem sagði honum að sleppa piltinum. Húsráðandi hafi komið honum í sturtu og týnt til klink fyrir hann.Sívar Bragason, faðir Stefáns Loga Sívarssonar, bar vitni í gegnum síma í dag. Hann sagðist ekki muna mikið frá þeim dögum þegar árásin átti sér stað. Hann sagðist hafa verið í húsinu við Trönuhraun þegar Stefán Blackburn og félagar hafi komið með Stokkseyrarfórnarlambið. Sívar sagði að þá þegar hafi verið búið að sprengja vörina á fórnarlambinu og því hafi hann drifið drenginn í sturtu. „Það var agalegt að sjá greyið. Þá voru Stefán Blackburn og þessi vinur hans búnir að lemja hann,“ sagði Sívar. Stefán og félagar hafi síðan farið. Sívar sagði að sonur sinn hefði ekki verið viðstaddur, hann hafi rétt litið inn í um hálftíma. Sívar sagðist hafa gert sér grein fyrir því að til stæði að misþyrma fórnarlambinu. Eitt vitni, stúlka, sem kom fyrir dómara í dag var viðstödd þegar Stefán Logi réðst á eitt fórnarlambanna í íbúð í Grýtubakka. Ástæðan fyrir barsmíðunum hafi verið frásögn fórnarlambsins af sambandi Stokkseyrarfórnarlambsins við fyrrverandi kærustu Stefáns Sívarsson. Vitnið sagðist ekki kannast við margt sem fram kom í skýrslutöku hjá lögreglunni og að hún hefði verið beitt miklum þrýstingi. Stúlkan er einnig vitni í ákæru gegn Stefáni vegna innbrots á heimili foreldra barnsmóður Stefáns. Hún sagði að faðir barnsmóður hans hafi komið út með hníf og ætlað að stinga hann. Hinrik Geir Helgason, einn hinna ákærðu, hafi þá stokkið út og tekið hann í burtu. Hún sagði fyrir skýrslutöku að Stefán hefði verið mjög reiður, hafi verið í slæmu ástandi og illa stemmdur andlega og líkamlega. Hún hafi síðar fengið taugaáfall. Þegar verjandi Stefáns Sívarssonar spurði stúlkuna út í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún ekki hafa sagt rétt frá hjá lögreglu þar sem hún hafi verið beitt þrýstingi. Stokkseyrarmálið Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Húsráðandi í húsinu sem Stokkseyrarmálið er kennt við kom fyrir dóm í dag. Hann sagði að einn hinna ákærðu, Davíð Freyr, hefði hringt og spurt hvor hann mætti koma í heimsókn. Hann hafi síðan mætt með tveimur mönnum, þar á meðal fórnarlambinu. Húsráðandi sagðist hafi upplifað sem fórnarlambið hafi lent í slagsmálum en vildi ekki skipta sér af málinu. Þeir hafi fyrst farið með fórnarlambið inn í herbergi og síðan niður í kjallara þar sem þeir hafi bundið hann við burðarbita. Davíð Freyr og félagi hans hafi síðan farið á brott. Þegar hann hafi leyst fórnarlambið hafi það verið sveipað plastpoka einum fata. Hann segist ekki hafa orðið var við að fórnarlambið hafi verið beitt ofbeldi. Við vitnisburð sagðist húsráðandi ekki hafa kannast við félaga Davíðs Freys, hann hafi seinna heyrt að þar hafi verið Stefán Blackburn. Húsráðandi fór síðan í göngutúr en hringdi síðan í Davíð Frey sem sagði honum að sleppa piltinum. Húsráðandi hafi komið honum í sturtu og týnt til klink fyrir hann.Sívar Bragason, faðir Stefáns Loga Sívarssonar, bar vitni í gegnum síma í dag. Hann sagðist ekki muna mikið frá þeim dögum þegar árásin átti sér stað. Hann sagðist hafa verið í húsinu við Trönuhraun þegar Stefán Blackburn og félagar hafi komið með Stokkseyrarfórnarlambið. Sívar sagði að þá þegar hafi verið búið að sprengja vörina á fórnarlambinu og því hafi hann drifið drenginn í sturtu. „Það var agalegt að sjá greyið. Þá voru Stefán Blackburn og þessi vinur hans búnir að lemja hann,“ sagði Sívar. Stefán og félagar hafi síðan farið. Sívar sagði að sonur sinn hefði ekki verið viðstaddur, hann hafi rétt litið inn í um hálftíma. Sívar sagðist hafa gert sér grein fyrir því að til stæði að misþyrma fórnarlambinu. Eitt vitni, stúlka, sem kom fyrir dómara í dag var viðstödd þegar Stefán Logi réðst á eitt fórnarlambanna í íbúð í Grýtubakka. Ástæðan fyrir barsmíðunum hafi verið frásögn fórnarlambsins af sambandi Stokkseyrarfórnarlambsins við fyrrverandi kærustu Stefáns Sívarsson. Vitnið sagðist ekki kannast við margt sem fram kom í skýrslutöku hjá lögreglunni og að hún hefði verið beitt miklum þrýstingi. Stúlkan er einnig vitni í ákæru gegn Stefáni vegna innbrots á heimili foreldra barnsmóður Stefáns. Hún sagði að faðir barnsmóður hans hafi komið út með hníf og ætlað að stinga hann. Hinrik Geir Helgason, einn hinna ákærðu, hafi þá stokkið út og tekið hann í burtu. Hún sagði fyrir skýrslutöku að Stefán hefði verið mjög reiður, hafi verið í slæmu ástandi og illa stemmdur andlega og líkamlega. Hún hafi síðar fengið taugaáfall. Þegar verjandi Stefáns Sívarssonar spurði stúlkuna út í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún ekki hafa sagt rétt frá hjá lögreglu þar sem hún hafi verið beitt þrýstingi.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira