Eftir fína byrjun lentu Stjörnustelpur í miklu basli með uppgjafir og sterkan sóknarleik Þróttarans Jónu Guðlaugar Vigfúsdóttur í sigri Austfirðinga í Mikasadeild kvenna í Garðabænum í dag.
Stjarnan vann sigur í fyrstu hrinunni 27-25 eftir að hafa haft frumkvæðið alla hrinuna. Þróttur sneri við blaðinu með 25-11 sigri í annarri hrinu sem líkt og tölurnar gefa til kynna var ekki jafn spennandi og sú fyrsta.
Bláklæddar heimakonur héldu vel í við gulklædda gestina í þriðju hrinu og stóðu leikar 21-21. Þá skoruðu gestirnir frá Neskaupstað fjögur stig í röð og 25-21 sigur í hrinunni staðreynd.
Lokahrinan var svo einstök og í járnum frá upphafi til enda. Svo fór að Þróttur hafði sigur 28-26 og þar með 3-1 í hrinunum fjórum.
Stigahæstar í liði Stjörnunnar voru Ásthildur Gunnarsdóttir með 11 stig og Nicole Hannah Johansen með 8 stig. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir átti frábæran leik og skoraði 36 stig og þar af 8 stig úr uppgjöfum næst á eftir henni var Erla Rán Eiríksdóttir með 11 stig.
Fyrr í dag vann Afturelding 3-0 sigur á KA norðan heiða. Sigur gestanna úr Mosfellsbæ var nokkuð öruggur eða 25-12, 25-9 og 25-7.
Stighæstu liðsmenn Aftureldingar voru Auður Anna Jónsdóttir með 14 stig og Thelma D Grétarsdóttir með 13 stig. Hjá KA voru það Friðrika Marteinsdóttir með 5 stig, Una Sigurðardóttir og Lena Braun með 2 stig hvor.
Afturelding er sem fyrr í toppsæti deildarinnar og KA á botninum. Stöðuna í deildinni má sjá hér.
Jóna Guðlaug í sérflokki
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


Steinunn hætt í landsliðinu
Handbolti

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn
