Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2014 08:03 Pete Carroll þjálfari var hinn hressasti eftir sigurinn í nótt. Mynd/Heimasíða Seahawks Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikurinn í Seattle var æsispennandi frá upphafi til enda en þar fóru liðin tvö sem eru af flestum talin sterkustu varnarlið deildarinnar. Russell Wilson, leikstjórnandi heimamanna, virkaði stressaður framan af leik en átti eftir að blása á gagnrýnisraddir eins og svo oft áður. Gestirnir komust í 3-0 í fyrsta leikhluta og Seattle komst ekki á blað fyrr en í öðrum leikhluta. Áfram hélt spennan en tvenn mistök Colin Kaepernick, leikstjórnanda 49ers, komu Sjóhaukunum í góða stöðu í lokafjórðungnum. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á lokasekúndunum þegar sending Kaepernick, þegar 49ers voru komnir í námunda við snertimark, hafnaði í röngum höndum. Háværir heimamenn fögnuðu því að vera komnir í Ofurskálina í annað skiptið á átta árum. Seattle mætir Peyton Manning og félögum í Denver Broncos. Manning fór á kostum í sigri á Tom Brady og félögum í New England Patriots fyrr í gær. Úrslitaleikurinn fer fram í New Jersey þann 2. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og leikirnir í nótt.Allt það helsta úr leiknum í nótt má sjá hér.Tweets about '#nflisland' NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikurinn í Seattle var æsispennandi frá upphafi til enda en þar fóru liðin tvö sem eru af flestum talin sterkustu varnarlið deildarinnar. Russell Wilson, leikstjórnandi heimamanna, virkaði stressaður framan af leik en átti eftir að blása á gagnrýnisraddir eins og svo oft áður. Gestirnir komust í 3-0 í fyrsta leikhluta og Seattle komst ekki á blað fyrr en í öðrum leikhluta. Áfram hélt spennan en tvenn mistök Colin Kaepernick, leikstjórnanda 49ers, komu Sjóhaukunum í góða stöðu í lokafjórðungnum. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á lokasekúndunum þegar sending Kaepernick, þegar 49ers voru komnir í námunda við snertimark, hafnaði í röngum höndum. Háværir heimamenn fögnuðu því að vera komnir í Ofurskálina í annað skiptið á átta árum. Seattle mætir Peyton Manning og félögum í Denver Broncos. Manning fór á kostum í sigri á Tom Brady og félögum í New England Patriots fyrr í gær. Úrslitaleikurinn fer fram í New Jersey þann 2. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og leikirnir í nótt.Allt það helsta úr leiknum í nótt má sjá hér.Tweets about '#nflisland'
NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira