Vantar enn aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti Haraldur Guðmundsson skrifar 30. janúar 2014 09:03 Rannsókn MAST leiddi á sínum tíma í ljós að nautabökur Gæðakokka í Borgarnesi innihéldu ekkert kjöt. Vísir/Stefán Matvælastofnun (MAST) hefur ekki fengið aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti þrátt fyrir ýmis þekkt og alvarleg dæmi um að eftirliti sé ábótavant. Starfsmönnum sem sinna eftirlitinu hefur því ekki fjölgað en þeim hefur aftur á móti verið sagt að fylgjast betur með því hvaða hráefni fara í matvælaframleiðslu hér á landi. „Í úttektum í matvælafyrirtækjum þá er gert ráð fyrir að eftirlitsmenn kanni hráefni sem eru notuð við framleiðsluna og hvort þau séu viðurkennd til matvælavinnslu. Og það hefur verið skerpt á því að eftirlitsmennirnir fylgist með þessu í úttektum sínum,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendasviðs MAST. Hann segir innköllunum stofnunarinnar á matvælum sem geta verið hættuleg ekki hafa fjölgað. Spurður hvort Matvælastofnun þurfi ekki aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti betur svarar Sigurður: „Það eru mörg verkefni sem við vildum gjarnan sinna sem við höfum ekki tök á vegna fjárskorts.“ Starfsmenn MAST hafa á síðustu árum komið upp um alvarleg mál við matvælaeftirlit. Í janúar 2012 kom í ljós að mörg af stærstu matvælafyrirtækjum landsins höfðu til fjölda ára notað iðnaðarsalt frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og í fyrra var fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi uppvíst að því að framleiða nautakjötsbökur sem innihéldu ekkert kjöt. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem starfar undir yfirumsjón MAST, bannaði fyrr í þessum mánuði sölu á hvalabjór Brugghúss Steðja í Borgarfirði. Ástæðan var sú að bjórinn inniheldur hvalmjöl sem óheimilt er að nota til manneldis. Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, yfirmaður ráðuneytisins sem fer með opinbert matvælaeftirlit á Íslandi, heimilaði sölu og dreifingu á bjórnum í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust um fimmtán hundruð lítrar af bjórnum fyrstu fjóra dagana eftir að hann fór í sölu. Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu í gær að horft hefði verið til ákveðinnar lagaóvissu þegar ákvörðunin um að leyfa sölu á bjórnum var tekin og „eins að það sé eðlilegt að stjórnsýslan beiti ákveðnu meðalhófi í sínum aðgerðum“. Sigurður Ingi Jóhannsson Taldi opinbera aðila geta gert beturSigurður Ingi Jóhannsson var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þann 28. febrúar 2013. Þar ræddi hann kjötbökumálið í Borgarnesi og sagði nauðsynlegt að herða matvælaeftirlit. „Ég fullyrði að framleiðendur matvæla geti gert betur og eigi að gera betur og ég fullyrði líka að opinberir eftirlitsaðilar eigi að geta gert betur við núverandi kerfi og eigi að gera betur.“ Sigurður var aftur í viðtali í sama útvarpsþætti þann 19. ágúst 2013, tæpu hálfu ári síðar. Þá sagði hann: „Þá er rétt að ítreka það að matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi og þannig er til að mynda tíðni matarsýkinga lægst hérlendis af samanburðarlöndum.“ Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Matvælastofnun (MAST) hefur ekki fengið aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti þrátt fyrir ýmis þekkt og alvarleg dæmi um að eftirliti sé ábótavant. Starfsmönnum sem sinna eftirlitinu hefur því ekki fjölgað en þeim hefur aftur á móti verið sagt að fylgjast betur með því hvaða hráefni fara í matvælaframleiðslu hér á landi. „Í úttektum í matvælafyrirtækjum þá er gert ráð fyrir að eftirlitsmenn kanni hráefni sem eru notuð við framleiðsluna og hvort þau séu viðurkennd til matvælavinnslu. Og það hefur verið skerpt á því að eftirlitsmennirnir fylgist með þessu í úttektum sínum,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendasviðs MAST. Hann segir innköllunum stofnunarinnar á matvælum sem geta verið hættuleg ekki hafa fjölgað. Spurður hvort Matvælastofnun þurfi ekki aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti betur svarar Sigurður: „Það eru mörg verkefni sem við vildum gjarnan sinna sem við höfum ekki tök á vegna fjárskorts.“ Starfsmenn MAST hafa á síðustu árum komið upp um alvarleg mál við matvælaeftirlit. Í janúar 2012 kom í ljós að mörg af stærstu matvælafyrirtækjum landsins höfðu til fjölda ára notað iðnaðarsalt frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og í fyrra var fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi uppvíst að því að framleiða nautakjötsbökur sem innihéldu ekkert kjöt. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem starfar undir yfirumsjón MAST, bannaði fyrr í þessum mánuði sölu á hvalabjór Brugghúss Steðja í Borgarfirði. Ástæðan var sú að bjórinn inniheldur hvalmjöl sem óheimilt er að nota til manneldis. Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, yfirmaður ráðuneytisins sem fer með opinbert matvælaeftirlit á Íslandi, heimilaði sölu og dreifingu á bjórnum í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust um fimmtán hundruð lítrar af bjórnum fyrstu fjóra dagana eftir að hann fór í sölu. Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu í gær að horft hefði verið til ákveðinnar lagaóvissu þegar ákvörðunin um að leyfa sölu á bjórnum var tekin og „eins að það sé eðlilegt að stjórnsýslan beiti ákveðnu meðalhófi í sínum aðgerðum“. Sigurður Ingi Jóhannsson Taldi opinbera aðila geta gert beturSigurður Ingi Jóhannsson var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þann 28. febrúar 2013. Þar ræddi hann kjötbökumálið í Borgarnesi og sagði nauðsynlegt að herða matvælaeftirlit. „Ég fullyrði að framleiðendur matvæla geti gert betur og eigi að gera betur og ég fullyrði líka að opinberir eftirlitsaðilar eigi að geta gert betur við núverandi kerfi og eigi að gera betur.“ Sigurður var aftur í viðtali í sama útvarpsþætti þann 19. ágúst 2013, tæpu hálfu ári síðar. Þá sagði hann: „Þá er rétt að ítreka það að matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi og þannig er til að mynda tíðni matarsýkinga lægst hérlendis af samanburðarlöndum.“
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira