Trillurnar fóru áður á brennu en teljast nú menningararfur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2014 19:31 Litlu trillurnar sem áður héldu uppi atvinnu í þorpum hringinn í kringum landið hafa margar endað feril sinn á áramótabrennu. Núna er komin upp vakning um að varðveita gömlu trébátana sem merkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar. Talið er að Íslendingar hafi átt um þúsund trillur þegar mest var. Þær voru hins vegar hægfara og véku hratt þegar hraðfiskibátar úr trefjaplasti tóku að birtast upp úr 1980. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður Seyðisfjörður heimsóttur og fjallað um hvernig gömlu timburhúsin þar í bæ eru gerð upp og nýtt til atvinnusköpunar. En rétt eins og með öll litríku húsin í bænum hafa Seyðfirðingar líka áhuga á að varðveita gamla trébáta. Hjónin Ólafur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Stefánsdóttir segja í þættinum frá bátnum sem þau keyptu frá Vopnafirði á síðasta ári í því skyni að gera upp. Hann var upphaflega smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir um 40 árum úr eik og furu. Áhugann á gömlum bátum hefur Ólafur frá föður sínum sem var útgerðarmaður í Neskaupstað og gerði út eikarbáta. Nú á að taka þennan í gegn.Báturinn var smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir 40 árum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur segir þetta mikið verk, nokkurra ára vinna sé framundan. Hann segir þetta lið í því að varðveita söguna. Þessir bátar hafi haldið uppi atvinnu í öllum þessum litlu plássum. „Þetta er held ég að verða vakning að vernda þessa gömlu báta,“ segir Ólafur. „Þeir fóru á brennurnar hérna áður,“ segir Ingibjörg. Þau segjast hafa þannig horft á eftir mörgum fallegum bátum sem hafi verið mikil synd. Þau segjast samt ekki ætla að hafa bátinn sem safngrip uppi á landi. Honum eigi að sjálfsögðu að sigla. Hann verði nýttur sem sportbátur fyrir fjölskylduna til að sigla um Seyðisfjörð og jafnvel yfir í næstu firði á góðviðrisdögum á sumrin. Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Litlu trillurnar sem áður héldu uppi atvinnu í þorpum hringinn í kringum landið hafa margar endað feril sinn á áramótabrennu. Núna er komin upp vakning um að varðveita gömlu trébátana sem merkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar. Talið er að Íslendingar hafi átt um þúsund trillur þegar mest var. Þær voru hins vegar hægfara og véku hratt þegar hraðfiskibátar úr trefjaplasti tóku að birtast upp úr 1980. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður Seyðisfjörður heimsóttur og fjallað um hvernig gömlu timburhúsin þar í bæ eru gerð upp og nýtt til atvinnusköpunar. En rétt eins og með öll litríku húsin í bænum hafa Seyðfirðingar líka áhuga á að varðveita gamla trébáta. Hjónin Ólafur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Stefánsdóttir segja í þættinum frá bátnum sem þau keyptu frá Vopnafirði á síðasta ári í því skyni að gera upp. Hann var upphaflega smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir um 40 árum úr eik og furu. Áhugann á gömlum bátum hefur Ólafur frá föður sínum sem var útgerðarmaður í Neskaupstað og gerði út eikarbáta. Nú á að taka þennan í gegn.Báturinn var smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir 40 árum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur segir þetta mikið verk, nokkurra ára vinna sé framundan. Hann segir þetta lið í því að varðveita söguna. Þessir bátar hafi haldið uppi atvinnu í öllum þessum litlu plássum. „Þetta er held ég að verða vakning að vernda þessa gömlu báta,“ segir Ólafur. „Þeir fóru á brennurnar hérna áður,“ segir Ingibjörg. Þau segjast hafa þannig horft á eftir mörgum fallegum bátum sem hafi verið mikil synd. Þau segjast samt ekki ætla að hafa bátinn sem safngrip uppi á landi. Honum eigi að sjálfsögðu að sigla. Hann verði nýttur sem sportbátur fyrir fjölskylduna til að sigla um Seyðisfjörð og jafnvel yfir í næstu firði á góðviðrisdögum á sumrin.
Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira