Ákærðir fyrir umboðssvik Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2014 14:43 Þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik SAMSETT/VILHELM/ANTON/STEFÁN/GVA Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðsvik. Í vikunni var greint frá því hvaða einstaklingar yrðu ákærðir í málinu en nú hefur fréttastofa ákæruna undir höndum. Um er að ræða eitt stærsta mál sem hefur komið inn á borð sérstaks saksóknara. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í ákærunni að Lárus Welding sé ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa 16. nóvember 2007 sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu með því að veita Stím ehf tæplega 20 milljarða lán. Í ákærunni kemur einnig fram að Jóhannes Baldursson sé ákærður fyrir umboðssvik og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssyni er síðan gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar Baldurssonar. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Fram kemur í ákærunni að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7, sem Stím ehf. var flokkað í, sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam rúmlega 215 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007. Samkvæmt því voru heimildir áhættunendar og Lárusi Welding í stöðu sinni vegna lánveitinga til Stím ehf. takmarkaður við rúmlega 17 milljarða króna viðskiptamörk. Stjórn bankans var ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til Stím ehf. Því bar Lárusi Welding, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins til Stím ehf en í ákærunni kemur fram að Lárus hafi brugðist þeirri skyldu sinni. Stím málið Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðsvik. Í vikunni var greint frá því hvaða einstaklingar yrðu ákærðir í málinu en nú hefur fréttastofa ákæruna undir höndum. Um er að ræða eitt stærsta mál sem hefur komið inn á borð sérstaks saksóknara. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í ákærunni að Lárus Welding sé ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa 16. nóvember 2007 sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu með því að veita Stím ehf tæplega 20 milljarða lán. Í ákærunni kemur einnig fram að Jóhannes Baldursson sé ákærður fyrir umboðssvik og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssyni er síðan gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar Baldurssonar. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Fram kemur í ákærunni að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7, sem Stím ehf. var flokkað í, sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam rúmlega 215 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007. Samkvæmt því voru heimildir áhættunendar og Lárusi Welding í stöðu sinni vegna lánveitinga til Stím ehf. takmarkaður við rúmlega 17 milljarða króna viðskiptamörk. Stjórn bankans var ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til Stím ehf. Því bar Lárusi Welding, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins til Stím ehf en í ákærunni kemur fram að Lárus hafi brugðist þeirri skyldu sinni.
Stím málið Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira