Ákærðir fyrir umboðssvik Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2014 14:43 Þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik SAMSETT/VILHELM/ANTON/STEFÁN/GVA Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðsvik. Í vikunni var greint frá því hvaða einstaklingar yrðu ákærðir í málinu en nú hefur fréttastofa ákæruna undir höndum. Um er að ræða eitt stærsta mál sem hefur komið inn á borð sérstaks saksóknara. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í ákærunni að Lárus Welding sé ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa 16. nóvember 2007 sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu með því að veita Stím ehf tæplega 20 milljarða lán. Í ákærunni kemur einnig fram að Jóhannes Baldursson sé ákærður fyrir umboðssvik og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssyni er síðan gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar Baldurssonar. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Fram kemur í ákærunni að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7, sem Stím ehf. var flokkað í, sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam rúmlega 215 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007. Samkvæmt því voru heimildir áhættunendar og Lárusi Welding í stöðu sinni vegna lánveitinga til Stím ehf. takmarkaður við rúmlega 17 milljarða króna viðskiptamörk. Stjórn bankans var ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til Stím ehf. Því bar Lárusi Welding, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins til Stím ehf en í ákærunni kemur fram að Lárus hafi brugðist þeirri skyldu sinni. Stím málið Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðsvik. Í vikunni var greint frá því hvaða einstaklingar yrðu ákærðir í málinu en nú hefur fréttastofa ákæruna undir höndum. Um er að ræða eitt stærsta mál sem hefur komið inn á borð sérstaks saksóknara. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í ákærunni að Lárus Welding sé ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa 16. nóvember 2007 sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu með því að veita Stím ehf tæplega 20 milljarða lán. Í ákærunni kemur einnig fram að Jóhannes Baldursson sé ákærður fyrir umboðssvik og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssyni er síðan gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar Baldurssonar. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Fram kemur í ákærunni að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7, sem Stím ehf. var flokkað í, sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam rúmlega 215 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007. Samkvæmt því voru heimildir áhættunendar og Lárusi Welding í stöðu sinni vegna lánveitinga til Stím ehf. takmarkaður við rúmlega 17 milljarða króna viðskiptamörk. Stjórn bankans var ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til Stím ehf. Því bar Lárusi Welding, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins til Stím ehf en í ákærunni kemur fram að Lárus hafi brugðist þeirri skyldu sinni.
Stím málið Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira