Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. febrúar 2014 20:00 Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum sem gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. Nú þegar hafa landeigendur nokkurra vinsælla ferðamannastaða ákveðið að hefja gjaldtöku í sumar.Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að landeigendur í Reykjahlíð hefðu tekið ákvörðun um að innheimta gjald af ferðamönnum sem heimsækja Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Gjaldtaka fyrir að skoða Dettifoss verður 800 krónur. Um 100 þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á síðasta ári og því gætu tekjurnar numið frá 80 til 100 milljónum króna á ári hverju. Nú þegar hafa landeigendur við Gullfoss og Geysi tilkynnt gjaldtöku og sömu sögu er að segja af Kerinu í Grímsnesi og Silfru á Þingvöllum.Náttúrupassinn á lokametrunumRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði kosið að landeigendur hefðu beðið eftir náttúrupassanum. „Ég er að sjálfsögðu hlynntari því að menn hinkri og sjái niðurstöðuna hjá okkur í vinnunni með náttúrupassann sem er núna á lokametrum. Ég vona að ég nái að kynna þær tillögur sem við munum leggja fram öðru hvoru megin við mánaðamótin. Nýjustu áformin eru að hefja gjaldtöku í júní í sumar þannig að ég vona að við náum saman um þetta mál áður en til þeirrar gjaldtöku kemur,“ segir Ragnheiður Elín.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sagði í samtali við Fréttablaðið að tiltrú til náttúrupassans væri lítil. Fátt bendi til þess að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. Ólafur sagðist vilja fá arðinn heim í hérað.Finnst þér eðlilegt að landeigendur gerði sér arð af náttúruperlum landsins? „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það vegna þess að landeigendur verða fyrir ýmsum kostnaði,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég sé ekkert athugavert við það að menn fái sanngjarnan arð af þeirri fjárfestingu sem liggur í landinu.“ Tengdar fréttir Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum sem gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. Nú þegar hafa landeigendur nokkurra vinsælla ferðamannastaða ákveðið að hefja gjaldtöku í sumar.Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að landeigendur í Reykjahlíð hefðu tekið ákvörðun um að innheimta gjald af ferðamönnum sem heimsækja Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Gjaldtaka fyrir að skoða Dettifoss verður 800 krónur. Um 100 þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á síðasta ári og því gætu tekjurnar numið frá 80 til 100 milljónum króna á ári hverju. Nú þegar hafa landeigendur við Gullfoss og Geysi tilkynnt gjaldtöku og sömu sögu er að segja af Kerinu í Grímsnesi og Silfru á Þingvöllum.Náttúrupassinn á lokametrunumRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði kosið að landeigendur hefðu beðið eftir náttúrupassanum. „Ég er að sjálfsögðu hlynntari því að menn hinkri og sjái niðurstöðuna hjá okkur í vinnunni með náttúrupassann sem er núna á lokametrum. Ég vona að ég nái að kynna þær tillögur sem við munum leggja fram öðru hvoru megin við mánaðamótin. Nýjustu áformin eru að hefja gjaldtöku í júní í sumar þannig að ég vona að við náum saman um þetta mál áður en til þeirrar gjaldtöku kemur,“ segir Ragnheiður Elín.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sagði í samtali við Fréttablaðið að tiltrú til náttúrupassans væri lítil. Fátt bendi til þess að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. Ólafur sagðist vilja fá arðinn heim í hérað.Finnst þér eðlilegt að landeigendur gerði sér arð af náttúruperlum landsins? „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það vegna þess að landeigendur verða fyrir ýmsum kostnaði,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég sé ekkert athugavert við það að menn fái sanngjarnan arð af þeirri fjárfestingu sem liggur í landinu.“
Tengdar fréttir Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00