„Við vorum ekki flottir fyrir áramót,“ sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR sem mætir Grindavík í úrslitum bikarkeppni karla í dag.
Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
ÍR hefur komið á óvart að undanförnu en liðið hefur spilað vel eftir að Nigel Moore kom til liðsins.
„En við höfum girt okkur í brók og stöndum okkur aðeins betur núna. Nigel hefur haft mikil áhrif á liðið, bæði innan vallar sem utan.“
Hann segir að þeir eigi möguleika gegn Grindavík. „Það getur alltaf allt gerst í bikarúrslitaleik. Grindavík er talið sigurstranglegra en við ætlum að gera okkar besta til að fara heim í Breiðholtið með bikarinn.“
Sveinbjörn: Ætlum heim í Breiðholtið með bikarinn
Mest lesið

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Enski boltinn

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Enski boltinn


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Aron tekur við landsliði Kúveits
Handbolti