Var trúnaðarvinur Lárusar Fanney Birna Jónsdóttir og Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. apríl 2014 21:52 Verjendur og sakborningar í Aurum málinu fyrir dómi. Vísir/GVA „Það að kalla menn til vitnis í sakamáli sem vita ekkert um málið, í því skyni að fá frá þeim eins konar karakterlýsingar - væntanlega í því skyni að kalla fram hughrif sem muni hjálpa til við að fá sakfellingu er einfaldlega ekki heimilt,“ sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við munnlegan málflutning í Aurum-málinu svokallaða í dag.Tveggja daga ferð til Íslands frá Dúbaí Verið verið takast á um kröfu verjenda hinna ákærðu þess efnis annars vegar að tveimur vitnum frá Dúbaí verði ekki heimilt að gefa skýrslu í gegnum síma og hins vegar kröfu Jóns Ásgeirs um að ákveðnum stjórnarmönnum í Glitni verði ekki látin gefa skýrslu í málinu. Sérstakur saksóknari krafðist þess að kröfum verjendanna yrði hafnað. Varðandi símaskýrslurnar sagði hann að sú aðferð væri heimil samkvæmt lögum og mörg fordæmi væru fyrir slíku. „Vitnin búa bæði í Dúbaí og þurfa því að fara verulegar vegalengdir til að gefa framburð í málinu. Það er töluvert óhagræði til að koma hingað og gefa vitni í hálftíma,“ sagði Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari við málflutninginn. Verjandi Jóns Ásgeirs sagði úrslit málsins geta ráðist af framgöngu vitnisins og að hann réði það af framgangi málsóknarinnar að ákæruvaldið hygðist nota vitnisburð annars vitnisins til stuðnings sakfellingu í málinu. Vitnið væri eini aðilinn í málinu sem héldi því fram að svokallaður forsamningur sem gerður var milli Aurum og Damas væri einskis virði, merkingarlaust skjal og að fjárhæðir sem þar væru nefndar væru aðeins til viðmiðunar. Sérstakur saksóknari saksóknari sagði hins vegar að þessum vitnum væri ekki ætlað að bera vitni um lánveitinguna sjálfa heldur tilurð skjala sem urðu til við viðræður Damas og Aurum. Varðandi vitnisburð stjórnarmannanna sagði Gestur verjandi Jóns Ásgeirs að þar sem þeir þekktu ekkert til málsatvika væri skýrslugjöf þeirra andstæð 1. málsgrein 116. greinar sakamálalaga þar sem segir meðal annars að menn skuli bera vitni um málsatvik. „Í þessu máli er Jón Ásgeir borinn sök um hlutdeild í ætluðu broti Lárusar og Magnúsar. Það liggur ekkert fyrir um það að stjórnarmennirnir sem kallaðir eru til skýrslugjafar þekki neitt um atvikin sem snerta lánveitinguna og Fons sem að er ákært fyrir. Ekki liggja fyrir neinar vísbendingar um það að neinn þessara manna þekki neitt til þeirra atriða sem skipta máli við mat á fjártjónshættunni, það er hvort að verðmatið sem lá fyrir þegar ákvörðunin var tekin hafi verið forsvaranlegt,“ sagði Gestur. Hann sagði það væri einfaldlega ekki leyfilegt að kalla til vitni þar sem eini tilgangurinn væri að fá frá þeim setningar eins og: „hann er þannig maður, það segja allir að hann sé svona, hann hlýtur að hafa gert þetta.“ Sérstakur saksóknari sagði hins vegar á móti að ákæruvaldið haldi því fram að aðdragandinn að ráðningu Lárusar Welding sem bankastjóra væri mikilvægur. Hann vildi kanna aðdraganda ráðningarinnar, stefnumörkun innan bankans og hvaða vitneskju stjórnarmenn hefðu um afskipti Jóns Ásgeirs að einstökum lánamálum. Einnig hvaða hlut hann hafði varðandi skipun í stjórn bankans og val á stjórnarmönnum. Hann sagði þessa menn þegar hafa gefið skýrslu. „Þar má sjá að þeir geta borið vitni um aðdragandann, um Jón Ásgeir og áhrif hans á bankann og ákvaðanatökur og telur ákæruvaldið það hafa þýðingu við úrlausn þessa máls,“ sagði Ólafur Þór. Eftir að málflutningi um þessar kröfur verjendanna lauk var haldið áfram við að taka skýrslur af vitnum.Jón Sigurðsson fyrrverandi forstjóri FL Group var léttur áður en hann gaf skýrslu í Aurum málinu í dag.Vísir/DaníelVar trúnaðarvinur Lárusar Fyrir dóminn mætti Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group og stjórnarmaður í Glitni. Jón sagðist hafa verið vinur Lárusar Welding og þeir hefðu oft rætt saman sem slíkir. Hann sagðist ekki muna hvort Jón Ásgeir hefði komið að ráðningu Lárusar sem forstjóra á sínum tíma, né heldur hvort einhver í stjórn bankans hafi gert einhverjar athugasemdir við ráðninguna. Jón sagðist ekki þekkja til lánveitingar bankans til FS38 sem ákært er fyrir í málinu. Hann hafi hins vegar komið með „komment“ um málið að beiðni Lárusar, en mundi lítið eftir því. „Málið hafði verið í vinnslu í töluvert langan tíma á þessum tímapunkti. Ég var að kommenta á útfærsluna en hafði engin gögn til að leggja á þetta tölulegt mat,“ sagði Jón en tölvupóstur frá Jóni liggur fyrir í málinu þar sem hann fjallar um málið. Aðspurður um hvort aðkoma hans að málinu hafi samrýmst stöðu hans sem stjórnarmaður hjá Glitni sagði Jón að þegar vinir manns óski eftir aðstoð þá reyni maður að koma með sínar skoðanir eða aðstoð í slíku tilfelli. „Ég var ekki að beita mér fyrir því að eitthvað myndi gerast,“ sagði Jón. Hann taldi þetta ekki hafa verið í andstöðu við neinar reglur eða í ósamræmi við vinnubrögð stjórnarinnar og sagði samband þeirra Lárusar hafa verið með þeim hætti að enginn hafi túlkað þetta með þeim hætti að um hafi verið að ræða tilskipun um nein skapaðan hlut.Lögfræðingar og verkfræðingar við rannsókn málsins Fyrir dóminn kom einni yfirlögregluþjónn sem stýrði rannsókn málsins. Hann sagði að við rannsóknina hafi efi komið upp meðal rannsakenda um að umsamið verðmæti Aurum hefði endurspeglað líklegt markaðsvirði á þeim tíma. Hart hefur verið tekist á um hvert hafi verið rétt verðmat á félaginu Aurum á þessum tíma. Lögregluþjónninn þurfti að svara spurningum verjendanna um af hverju ákveðin verðmöt sem til voru hafi ekki verið gerð að málsgögnum í málinu. Hann sagði að vitni hefðu ekki gefið til kynna að þau hefðu framkvæmt verðmöt eða myndu ekki eftir því og því ástæðulaust að reyna að finna slík möt. Annað hefur síðar komið í ljós. Dómari spurði lögregluþjóninn af hverju ekki hefðu verið kallaðir til dómkvaddir matsmenn við rannsókn málsins til að verðmeta félagið. Svarið var að þar sem verið væri að framkvæma slíkt mat í einkamáli Glitnis vegna sama láns hefði slíkt verið óþarfi.Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði hvort rannsóknin hefði fengið sérfræðinga tli að aðstoða við að greina þá fjártjónshættu sem stafað hefði af lánveitingunni en yfirlögregluþjónninn sagði að svo hefði ekki verið, en bæði lögfræðingar og verkfræðingar hafi starfað við rannsóknina, sem hefðu sérþekkingu á þessu sviði.Frestað fram í maí Dómari mun kveða upp úrskurð varðandi kröfur verjendanna um vitnaleiðslurnar fljótlega. Málinu hefur að öðru leyti verið frestað til 14. maí þar sem afgangur þeirra vitna sem eiga eftir að gefa skýrslu í málinu munu mæta fyrir dóminn. Þar á meðal eru nokkur erlend vitni. Þannig má búast við því að dómur muni ekki liggja fyrir í málinu fyrr en í júní. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24 Aurum málinu frestað í nokkra klukkutíma Deilt um hvort vitni megi gefa símaskýrslu og hvort stjórnarmenn í Glitni þurfi að gefa skýrslur. 8. apríl 2014 10:49 Töldu viðskiptalegar forsendur að baki Aurum láninu Þriðji dagur aðalmeðferðar Aurum Holding-málsins var í dag þar sem meðal annars voru teknar skýrslur af starfsmönnum Glitnis, Kaupþings og Baugs. 7. apríl 2014 19:44 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Það að kalla menn til vitnis í sakamáli sem vita ekkert um málið, í því skyni að fá frá þeim eins konar karakterlýsingar - væntanlega í því skyni að kalla fram hughrif sem muni hjálpa til við að fá sakfellingu er einfaldlega ekki heimilt,“ sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við munnlegan málflutning í Aurum-málinu svokallaða í dag.Tveggja daga ferð til Íslands frá Dúbaí Verið verið takast á um kröfu verjenda hinna ákærðu þess efnis annars vegar að tveimur vitnum frá Dúbaí verði ekki heimilt að gefa skýrslu í gegnum síma og hins vegar kröfu Jóns Ásgeirs um að ákveðnum stjórnarmönnum í Glitni verði ekki látin gefa skýrslu í málinu. Sérstakur saksóknari krafðist þess að kröfum verjendanna yrði hafnað. Varðandi símaskýrslurnar sagði hann að sú aðferð væri heimil samkvæmt lögum og mörg fordæmi væru fyrir slíku. „Vitnin búa bæði í Dúbaí og þurfa því að fara verulegar vegalengdir til að gefa framburð í málinu. Það er töluvert óhagræði til að koma hingað og gefa vitni í hálftíma,“ sagði Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari við málflutninginn. Verjandi Jóns Ásgeirs sagði úrslit málsins geta ráðist af framgöngu vitnisins og að hann réði það af framgangi málsóknarinnar að ákæruvaldið hygðist nota vitnisburð annars vitnisins til stuðnings sakfellingu í málinu. Vitnið væri eini aðilinn í málinu sem héldi því fram að svokallaður forsamningur sem gerður var milli Aurum og Damas væri einskis virði, merkingarlaust skjal og að fjárhæðir sem þar væru nefndar væru aðeins til viðmiðunar. Sérstakur saksóknari saksóknari sagði hins vegar að þessum vitnum væri ekki ætlað að bera vitni um lánveitinguna sjálfa heldur tilurð skjala sem urðu til við viðræður Damas og Aurum. Varðandi vitnisburð stjórnarmannanna sagði Gestur verjandi Jóns Ásgeirs að þar sem þeir þekktu ekkert til málsatvika væri skýrslugjöf þeirra andstæð 1. málsgrein 116. greinar sakamálalaga þar sem segir meðal annars að menn skuli bera vitni um málsatvik. „Í þessu máli er Jón Ásgeir borinn sök um hlutdeild í ætluðu broti Lárusar og Magnúsar. Það liggur ekkert fyrir um það að stjórnarmennirnir sem kallaðir eru til skýrslugjafar þekki neitt um atvikin sem snerta lánveitinguna og Fons sem að er ákært fyrir. Ekki liggja fyrir neinar vísbendingar um það að neinn þessara manna þekki neitt til þeirra atriða sem skipta máli við mat á fjártjónshættunni, það er hvort að verðmatið sem lá fyrir þegar ákvörðunin var tekin hafi verið forsvaranlegt,“ sagði Gestur. Hann sagði það væri einfaldlega ekki leyfilegt að kalla til vitni þar sem eini tilgangurinn væri að fá frá þeim setningar eins og: „hann er þannig maður, það segja allir að hann sé svona, hann hlýtur að hafa gert þetta.“ Sérstakur saksóknari sagði hins vegar á móti að ákæruvaldið haldi því fram að aðdragandinn að ráðningu Lárusar Welding sem bankastjóra væri mikilvægur. Hann vildi kanna aðdraganda ráðningarinnar, stefnumörkun innan bankans og hvaða vitneskju stjórnarmenn hefðu um afskipti Jóns Ásgeirs að einstökum lánamálum. Einnig hvaða hlut hann hafði varðandi skipun í stjórn bankans og val á stjórnarmönnum. Hann sagði þessa menn þegar hafa gefið skýrslu. „Þar má sjá að þeir geta borið vitni um aðdragandann, um Jón Ásgeir og áhrif hans á bankann og ákvaðanatökur og telur ákæruvaldið það hafa þýðingu við úrlausn þessa máls,“ sagði Ólafur Þór. Eftir að málflutningi um þessar kröfur verjendanna lauk var haldið áfram við að taka skýrslur af vitnum.Jón Sigurðsson fyrrverandi forstjóri FL Group var léttur áður en hann gaf skýrslu í Aurum málinu í dag.Vísir/DaníelVar trúnaðarvinur Lárusar Fyrir dóminn mætti Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group og stjórnarmaður í Glitni. Jón sagðist hafa verið vinur Lárusar Welding og þeir hefðu oft rætt saman sem slíkir. Hann sagðist ekki muna hvort Jón Ásgeir hefði komið að ráðningu Lárusar sem forstjóra á sínum tíma, né heldur hvort einhver í stjórn bankans hafi gert einhverjar athugasemdir við ráðninguna. Jón sagðist ekki þekkja til lánveitingar bankans til FS38 sem ákært er fyrir í málinu. Hann hafi hins vegar komið með „komment“ um málið að beiðni Lárusar, en mundi lítið eftir því. „Málið hafði verið í vinnslu í töluvert langan tíma á þessum tímapunkti. Ég var að kommenta á útfærsluna en hafði engin gögn til að leggja á þetta tölulegt mat,“ sagði Jón en tölvupóstur frá Jóni liggur fyrir í málinu þar sem hann fjallar um málið. Aðspurður um hvort aðkoma hans að málinu hafi samrýmst stöðu hans sem stjórnarmaður hjá Glitni sagði Jón að þegar vinir manns óski eftir aðstoð þá reyni maður að koma með sínar skoðanir eða aðstoð í slíku tilfelli. „Ég var ekki að beita mér fyrir því að eitthvað myndi gerast,“ sagði Jón. Hann taldi þetta ekki hafa verið í andstöðu við neinar reglur eða í ósamræmi við vinnubrögð stjórnarinnar og sagði samband þeirra Lárusar hafa verið með þeim hætti að enginn hafi túlkað þetta með þeim hætti að um hafi verið að ræða tilskipun um nein skapaðan hlut.Lögfræðingar og verkfræðingar við rannsókn málsins Fyrir dóminn kom einni yfirlögregluþjónn sem stýrði rannsókn málsins. Hann sagði að við rannsóknina hafi efi komið upp meðal rannsakenda um að umsamið verðmæti Aurum hefði endurspeglað líklegt markaðsvirði á þeim tíma. Hart hefur verið tekist á um hvert hafi verið rétt verðmat á félaginu Aurum á þessum tíma. Lögregluþjónninn þurfti að svara spurningum verjendanna um af hverju ákveðin verðmöt sem til voru hafi ekki verið gerð að málsgögnum í málinu. Hann sagði að vitni hefðu ekki gefið til kynna að þau hefðu framkvæmt verðmöt eða myndu ekki eftir því og því ástæðulaust að reyna að finna slík möt. Annað hefur síðar komið í ljós. Dómari spurði lögregluþjóninn af hverju ekki hefðu verið kallaðir til dómkvaddir matsmenn við rannsókn málsins til að verðmeta félagið. Svarið var að þar sem verið væri að framkvæma slíkt mat í einkamáli Glitnis vegna sama láns hefði slíkt verið óþarfi.Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði hvort rannsóknin hefði fengið sérfræðinga tli að aðstoða við að greina þá fjártjónshættu sem stafað hefði af lánveitingunni en yfirlögregluþjónninn sagði að svo hefði ekki verið, en bæði lögfræðingar og verkfræðingar hafi starfað við rannsóknina, sem hefðu sérþekkingu á þessu sviði.Frestað fram í maí Dómari mun kveða upp úrskurð varðandi kröfur verjendanna um vitnaleiðslurnar fljótlega. Málinu hefur að öðru leyti verið frestað til 14. maí þar sem afgangur þeirra vitna sem eiga eftir að gefa skýrslu í málinu munu mæta fyrir dóminn. Þar á meðal eru nokkur erlend vitni. Þannig má búast við því að dómur muni ekki liggja fyrir í málinu fyrr en í júní.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24 Aurum málinu frestað í nokkra klukkutíma Deilt um hvort vitni megi gefa símaskýrslu og hvort stjórnarmenn í Glitni þurfi að gefa skýrslur. 8. apríl 2014 10:49 Töldu viðskiptalegar forsendur að baki Aurum láninu Þriðji dagur aðalmeðferðar Aurum Holding-málsins var í dag þar sem meðal annars voru teknar skýrslur af starfsmönnum Glitnis, Kaupþings og Baugs. 7. apríl 2014 19:44 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24
Aurum málinu frestað í nokkra klukkutíma Deilt um hvort vitni megi gefa símaskýrslu og hvort stjórnarmenn í Glitni þurfi að gefa skýrslur. 8. apríl 2014 10:49
Töldu viðskiptalegar forsendur að baki Aurum láninu Þriðji dagur aðalmeðferðar Aurum Holding-málsins var í dag þar sem meðal annars voru teknar skýrslur af starfsmönnum Glitnis, Kaupþings og Baugs. 7. apríl 2014 19:44
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41