Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2014 19:29 „Ég þekki þetta Aurum mál ekki rassgat.“ Svo hljóðar hlut tölvupósts sem fór á milli nokkurra lykilstarfsmanna Glitnis banka í aðdraganda lánveitingarinnar til FS38 ehf., sem nú er deilt um í Aurum-málinu svokallaða fyrir héraðsdómi. Skýrslutökum yfir fjórmenningunum sem ákærðir eru í málinu svokallaða lauk um hádegisbil í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannessonfjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd.Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Eftir hádegishlé voru teknar skýrslur af nokkrum starfsmönnum og stjórnarmönnum bæði Glitnis og Fons. Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. Meðal þeirra sem gafu vitnisburð í dag var Einar Örn Ólafsson fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis. Hann sendi meðal annars tölvupóst þar sem stóð: "afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman áður en hann fer á hausinn í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu?" Einar sagði þennan tölvupóst, og fleiri, hafa verið setta fram í hálfkæringi, hann hefði augljóslega verið að færa í stílinn en sagði þó að hann hefði verið að gefa til kynna að Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, ætti að fara varlega í þessum viðskiptum og verið að brýna hann til góðra verka. Að auki kom fyrir dóminn Einar Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans. Einar sagðist hafa þekkt til lánveitingarinnar að hluta til, bankinn hafi á þessum tíma verið að skoða heildarhagsmuni einstakra félaga Baugs og Aurum hafi verið þar inni. Einar sagði að á fundi áhættunefndar vegna málsins hafi það komið skýrt fram að nefndin hefði ekki verið spennt fyrir lánveitingunni. Guðný Sigurðardóttir, lánastjóri Glitnis mun meðal annars hafa sagt nefndinni að félagið væri „algerlega verðlaust“. Hann sagði einnig að hann hefði orðið var við breytingar innan bankans þegar nýir eigendur og forstjóri tóku við. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að vaxa meira sem og að ákvarðanataka hefði orðið hraðari.Aðalmeðferðin heldur áfram á mánudag og verður þá haldið áfram með skýrslutökur af vitnum þar sem fleiri starfsmenn Glitnis munu koma fyrir dóminn. Til stóð að Pálmi Haraldsson, kenndur við eignarhaldsfélagið Fons, gæfi skýrslu í dag en þar sem hann er staddur erlendis mun það frestast eitthvað. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
„Ég þekki þetta Aurum mál ekki rassgat.“ Svo hljóðar hlut tölvupósts sem fór á milli nokkurra lykilstarfsmanna Glitnis banka í aðdraganda lánveitingarinnar til FS38 ehf., sem nú er deilt um í Aurum-málinu svokallaða fyrir héraðsdómi. Skýrslutökum yfir fjórmenningunum sem ákærðir eru í málinu svokallaða lauk um hádegisbil í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannessonfjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd.Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Eftir hádegishlé voru teknar skýrslur af nokkrum starfsmönnum og stjórnarmönnum bæði Glitnis og Fons. Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. Meðal þeirra sem gafu vitnisburð í dag var Einar Örn Ólafsson fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis. Hann sendi meðal annars tölvupóst þar sem stóð: "afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman áður en hann fer á hausinn í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu?" Einar sagði þennan tölvupóst, og fleiri, hafa verið setta fram í hálfkæringi, hann hefði augljóslega verið að færa í stílinn en sagði þó að hann hefði verið að gefa til kynna að Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, ætti að fara varlega í þessum viðskiptum og verið að brýna hann til góðra verka. Að auki kom fyrir dóminn Einar Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans. Einar sagðist hafa þekkt til lánveitingarinnar að hluta til, bankinn hafi á þessum tíma verið að skoða heildarhagsmuni einstakra félaga Baugs og Aurum hafi verið þar inni. Einar sagði að á fundi áhættunefndar vegna málsins hafi það komið skýrt fram að nefndin hefði ekki verið spennt fyrir lánveitingunni. Guðný Sigurðardóttir, lánastjóri Glitnis mun meðal annars hafa sagt nefndinni að félagið væri „algerlega verðlaust“. Hann sagði einnig að hann hefði orðið var við breytingar innan bankans þegar nýir eigendur og forstjóri tóku við. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að vaxa meira sem og að ákvarðanataka hefði orðið hraðari.Aðalmeðferðin heldur áfram á mánudag og verður þá haldið áfram með skýrslutökur af vitnum þar sem fleiri starfsmenn Glitnis munu koma fyrir dóminn. Til stóð að Pálmi Haraldsson, kenndur við eignarhaldsfélagið Fons, gæfi skýrslu í dag en þar sem hann er staddur erlendis mun það frestast eitthvað.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41